Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2020, Síða 21

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2020, Síða 21
21 Stofnfundur skíðafélags á Siglufirði var haldinn 8. febrúar 1920 og fagnar félagið því 100 ára afmæli á árinu. Félagið fékk nafnið Skíða- félag Siglufjarðar. Fyrsti formaður þess var Sóphus Árnason og með honum í stjórn voru Andrés Hafliða- son og Ole Tynes. Á þessum tíma flutti Ole inn skíðabúnað og seldi á vægu verði og þetta ár dvaldi hjá honum norskur maður að nafni Edvin Johansen sem kenndi heima- mönnum skíðastökk. Fyrsta skíðamót félagsins var haldið 29. mars á stofnári þess. Keppt var í þremur greinum; kappgöngu frá Prestsetrinu á Hvanneyri og fram að Steinaflötum og til baka, ca. 7 km, hindrunarlausu brekkurennsli frá Hvanneyrardalsbrún og niður á jafnsléttu, og í brekku með loft- stökki, þar sem Norðmaðurinn Edvin Johansen stökk lengst 14.60 metra og fékk fyrir það aukaverð- laun frá O. Tynes. Greinargerð og úrslit mótsins voru birt í blaðinu Fram þann 3. apríl. Sigurvegarar fengu „ágrafna peninga“ í hverjum aldursflokki, eins og sagt var frá í blaðinu. Í lok frásagnarinnar í blaðinu sagði: "..... með góðri æfingu munu margir af þessum mönnum þó gjöra mikið betur næsta ár, svo vel, að Siglufirði ætti þá að vera vorkunnarlaust að standa fremst í röðinni með skíða- menn landsins." Á fyrstu árum félagsins voru árlega haldin fjölmörg skíðamót og tekið er fram í heimildum að strax á öðru ári félagsins hafi stúlkur tekið þátt í skíðamótum. Sex árum eftir stofnun félagsins eða árið 1926 dofnaði nokkuð yfir skíðaíþróttinni en árið 1931 lifnaði yfir henni á ný og þá hófst blóma- Skíðafélagið á Siglufirði 100 ára skeið sem að mestu má rekja til for- göngu Guðmundar Skarphéðins- sonar skólastjóra. Árið 1932 byggði félagið skíðaskála sem bætti aðstöðu skíðaiðkenda. Félagið fékk til sín norskan skíðakennara, Helge Torvö, sem kenndi bæði drengjum og - skíðastökk, þar á meðal föðursystur minni Unni Möller sem vann skíða- stökkkeppni árið 1931. Strax á þessum árum fór hróður siglfirskra skíðamanna út um allt land svo eftir var tekið og náði kannski hámarki á Thulemótunum sem vikið verður að síðar. Félagið klofnar Árið 1936 sögðu nokkrir félagar Skíðafélags Siglufjarðar sig úr hinu 16 ára gamla félagi og stofnuðu nýtt félag sem hlaut nafnið Skíða- félagið Siglfirðingur. Félagið byggði sama ár skíðaskála sem nefndur var Skíðaborg. Kraftmikið skíðafólk þá strax. Fyrsti formaður þessa félags var líka Sóphus Árnason. Bæði félögin störfuðu óslitið til árs- ins 1951. Krafturinn og metnaður- inn var mikill þessi ár og mikil keppni milli félaganna tveggja og ekki er nokkur vafi á að það efldi bæði keppnisanda og keppnisskap. En á sama tíma var þetta óheppilegt, til dæmis þegar verið var að senda keppendur á mót og sumir kepptu fyrir Skíðafélag Siglufjarðar og aðrir fyrir Skíðafélagið Siglfirðing. Eitt atvik sýnir vel kriturnar milli félaganna á þessum tíma. Þannig var að Skíðafélagið Siglfirðingur hélt stökkkeppni við skíðaskála sinn, en á sama tíma hélt hitt félagið skíðagöngumót og lagði brautina m.a. yfir frárennslið frá skíðastökk- brautinni! Félögin tvö sendu ávallt lið sín á svo- kallað Thulemót í Reykjavík, fyrst 1937, og skiptust á að vinna mótið. Í stöðunni 2-2 var komið að úrslita- keppninni því það lið sem vann bikarinn þrisvar alls vann hann til eignar, og það kom í hlut gamla félagsins árið 1943, á síðasta Thule- mótinu. Það er merkilegt að skoða myndir frá þessum mótum og Siglfirðing- ana í báðum félögunum. Eitt af þremur jólakortum sem Ragnar Páll Einarsson listmálari gerði fyrir Skíðafélagið og sýnir Skarphéðin Guðmundsson.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.