Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2020, Síða 22

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2020, Síða 22
22 byggður upp og tekinn í notkun 1948 og var kallaður Stóri Boli. Á þessum stökkpalli var oft keppt á Skíðamóti Íslands. Eins og áður var greint frá voru byggðir tveir skíða- skálar á vegum skíðafélaganna tveggja og skíðabrekka upplýst. Þar kom að því að gerðar voru tilraunir með frumstæðar heimagerðar skíðalyftur rétt ofan við bæinn, neðan Gimbra- kletta, og var sú brekka einnig upp- lýst. Hún var alltaf kölluð Ljósa- brautin og var oft skíðað þar langt fram eftir kvöldi og allt til mið- nættis ef svo bar undir. Fyrsta alvöru skíðalyftan var reist í Hólshyrnunni 1977 en hún skemmdist í snjóflóði árið 1988 og þá var loksins farið í að byggja upp skíðaaðstöðu í Siglu- fjarðarskarði með fjórum lyftum upp á 2,3 km og lengsta samfellda rennsli um 2,5 km, tveimur snjó- troðurum og skíðaskála. Svæðið er sannkölluð skíðaparadís og sótt af þúsundum skíðamanna á hverjum skíðavetri. Aðsókn er sífellt að auk- ast, m.a. vegna tilkomu hins glæsi- lega Sigló Hótels. Saga skíðaíþróttarinnar er merkileg saga og samofin lífinu á Siglufirði síðustu 100 ár eins og ég hef hér rakið í stuttu máli. Sú saga hefur sveiflast til og frá eins og saga síldar- innar gerði líka. Margt margt fleira mætti skrifa um en það bíður betri tíma. Afmælisins var minnst á Siglufirði á afmælisdaginn með útgáfu afmælis- blaðs og fjölmennu kaffisamsæti. Covid 19 faraldurinn hefur hins vegar komið í veg fyrir ýmsa skíða- atburði og mót sem vera áttu. Ég óska Siglfirðingum til hamingju með 100 ára afmæli merkrar skíða- sögu og einnig eru góðar óskir um áframhaldandi gott starf í Skíða- félagi Siglufjarðar - Skíðaborg. Kristján L. Möller fyrrverandi íþróttafulltrúi Siglufjarðar. Félögin sameinast á ný Ekki gat það gengið til frambúðar að hafa tvö skíðafélög í sama firði og var þetta mál rætt á ársþingi Íþróttabandalags Siglufjarðar og kosin 9 manna sameiningarnefnd. Bragi Magnússon félagsmálafröm- uður og lögregluþjónn bar upp tillögu um sameiningu félaganna og að eignir þeirra og sjóðir rynnu til hins sameinaða félags. Ágreiningur var um nafnið á félaginu um nokk- urn tíma því bæði félögin vildu halda sínu nafni. Bragi kom þá með mála- miðlunartillögu þess efnis að félagið héti Skíðafélag Siglufjarðar – Skíða- borg og tók sameiningin gildi 2. nóvember 1952. Skíðamót Íslands og Íslandsmeistarar Siglfirðingar með Guðmund Skarp- héðinsson skólastjóra og verkalýðs- frömuð í broddi fylkingar áttu hug- myndina að fyrsta landsmótinu, sem nefnt var Skíðakappmót Íslands, og haldið í apríl 1922. Keppt var um fagran verðlaunabikar en þar sem ekki náðist tilskilinn árangur var bikarinn ekki afhentur. Ekkert slíkt mót var haldið aftur á Siglufirði fyrr en árið 1938 þegar keppt var í stökki, göngu, svigi og norrænni tvíkeppni. Þetta teljum við Siglfirðingar vera fyrsta Skíðamót Íslands, en aðrir telja að Thulemótið í Reykjavík sem haldið var 1937 hafi verið það fyrsta. Geta má þess að þar var aðeins keppt í göngu og stökki og lagðist það mót af árið 1943, Skíða- mót Íslands, áður Skíðakappmót Íslands, hélt áfram og er haldið enn þann dag í dag. Blómaskeið siglfirskra skíðamanna Það má með sanni segja að blóma- skeið siglfirskra skíðamanna hafi verið á þessum árum og fram undir 1968 og má sem dæmi nefna að Siglfirðingar unnu alla Íslandsmeist- aratitlana árið 1963. Með hvarfi síldarinnar 1968 og íbúafækkun frá þeim tíma fór heldur að halla undan fæti hjá siglfirskum skíða- mönnum. Starfsemi skíðafélagsins hefur svo hin síðari ár þróast meira yfir í barna- og unglingastarf, oft á tíðum með góðum árangri sigl- firskra unglinga á Unglingameistara- mótum, og barna á Andrésar Andar- leikunum. Siglfirsk skíðamannvirki Stór og mikill skíðastökkpallur var Skíðakóngar: Jón Þorsteinsson og Jónas Ásgeirsson. Auglýsing úr Siglfirska blaðinu Fram frá 1920..

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.