Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2020, Síða 30

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2020, Síða 30
30 kossar í þessari búð." Ég man að hann leit á mig og hló en náði þessu alveg og fór og keypti kossana. Ekkert löngu seinna var ég í sumar- vinnu við að passa son þeirra hann Leó. Strákunum hans Láka man ég vel eftir. Þeir gengu alltaf framhjá Hverfisgötu 11 og beygðu upp brekkuna við Aðventistakirkjuna. Láki og Guðrún eignuðust 7 stráka og 3 stelpur á 13 árum og auk þess átti Guðrún dóttur fyrir. Það hefur verið nóg að gera við að taka til nesti á því heimili því helst man ég eftir drengjunum og Láka koma úr vinnu með nestisbox í hendi. Ein minning af Andrési bróður þeirra, sem er reyndar ekki á myndinni, er líka skýr. Andrés kom inn í Kaup- félagið, vefnaðarvörudeildina, þar sem Jóhanna réði ríkjum. Hann var hress og kátur og greip brjósta- haldara sem þar var í kassa á borði og setti á sig. Sprangaði svo um búðina, söng og trallaði við lítinn fögnuð Jóhönnu en mér til mikillar ánægju. Nafna mín Jóna Aðalbjörns, mamma Kolbrúnar Þorsteins, er mér í ljósu minni. Hún bjó ásamt sínu fólki á Hverfisgötu 3 niðri hjá Jóni syni sínum skíðakappa og Öbbu konu hans. Hún var allajafna mjög hress og kát en þegar eitthvað bjátaði á sagði hún: "Jesús minn almáttugur góður guð á himnum." Þetta nota ég oft. Hún Jóna var mikill bakari og gerði alveg ægilega góðar súkkulaðikökur fyrir jólin. Átti nokkra bauka af þeim í búrinu við útidyrnar. Hún var svona nokk- uð óspör á þær, en ef löngunin kall- aði þá rötuðum við Jóna dóttur- dóttir hennar alveg í búrið. Margrét Jónsdóttir, Gréta, er dóttir Jóns bratta (frá Brattavöllum á Ár- skógsströnd) og Kristjönu, Stjönu bratta. Ég kom stundum í eldhúsið hjá þeim á Lindargötunni, alltaf hlýtt og notalegt þar við kolaelda- vélina. Kristjana kom öðru hvoru heim til okkar í kaffi og spjallaði um daginn og veginn. Einn daginn kom hún heldur betur færandi hendi með tvær peysur sem hún hafði prjónað handa mér. Önnur peysan var dökk með mynsturbekk en hin hvít með tveimur bláum lit- um. Ótrúlega flott á því og ég á fyrstu sporum gelgjunnar var mjög ánægð með þær. Emilía, Milla á Steinaflötum, var alin upp hjá móðurforeldrum sín- um, Geirlaugu og Sveini. Ég kom þar ekki oft en ein minning skaut upp kollinum. Frekar mikil ókurt- eisi í þessari litlu minningu en ég læt hana flakka, ég var bara krakka- kjáni. Líklega hef ég verið að selja merki eða bera út blöð en mér var boðið inn og ég man að ég settist á rúm í herbergi inn af eldhúsinu. Geirlaug bauð mér kaffi sem ég þáði, hafði trúlega aldrei smakkað Barnapían með Leó Minnýjar- og Ólason. (1958) það áður en hefur líklega fundist fullorðinslegt að þiggja það. Mér fannst þetta ekki góður drykkur en kunni ekki við að segja það. Ég kom auga á kopp undir rúminu og þar endaði kaffið. Ótrúlegt hvað dúkkar upp í hausnum á manni. Tóta (Þóra) Jóns og hennar fjöl- skylda bjuggu við hliðina á Láka, Guðrúnu og börnum á Háveginum og áttu því leið fram hjá Hverfis- götu 11 daglega. Foreldrum hennar man ég vel eftir. Jóni sem stikaði stórum á leið heim úr vinnu og Oddnýju sem tók að sér að sníða og sauma. Hún sneið allmarga kjóla og kápur á okkur systur og mamma saumaði. Við fórum til hennar í undirbúningnum og einhvern veg- inn finnst mér að hún hafi alltaf verið að steikja kleinur eða baka. Una flutti snemma suður en bjó áður á Lindargötunni hjá móður sinni Maju Ben og Jóhanni manni hennar ásamt börnum þeirra. Við Jóhanna dóttir þeirra vorum oft saman. Í kjallaranum hjá þeim var að okkar mati fjársjóður. Kassi með amerísku tyggjói Wrigleys Spear- mint, gulir pakkar, hvítir pakkar og gænir pakkar. Hvaðan þeir komu vissum við ekki en hvert þeir fóru vitum við. Gulur var í uppáhaldi. Þær Sumarliðadætur voru fluttar þegar ég man eftir mér en þegar myndin var tekin bjó þeirra fjöl- skylda á Hverfisgötu 7. Ég vissi af þeim síðar á Suðurgötunni því Aldís mamma þeirra keypti Al- þýðublaðið sem ég bar út. Börn Vilbergs og Rósu eru öll í þessu boði og ég man þau vel í húsinu við Jónstúnið. Allir þekkja frægan skíðaferil Jonna sem vann öll mót, ef hann datt ekki eins og gárungarnir sögðu.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.