Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2020, Side 31

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2020, Side 31
31 KAFFIDAGUR SIGLFIRÐINGAFÉLAGSINS Balda litla á göngutúr við Sigló- sport. Málverk eftir Arnfinnu Björnsdóttur, Abbý.(Í eigu KLM) Guðmund Hólmkelsson man ég ekki eftir að hafa séð þótt foreldrar hans, Keli og Jósefína, byggju ská á móti okkur. Það var mikið ágætis- og rólegheita fólk sem ól upp hana Sjöbbu, dótturdóttur sína, Sjöfn Eyfjörð, góða vinkonu Ingu systur minnar. Þau voru í Aðventista- kirkjunni sem margir muna eftir. Fallegt hús beint á móti okkar, sem endaði sem bílskúr, svo rifið. Eitt af fáum húsum sem ég kom aldrei inn í var húsið hans Varða, byggingafulltrúa bæjarins, efst í brekkunni við hliðina á Immu og Guðmundi. Syni þeirra man ég ekki eftir, honum Stebba Varða eins og Jonni og Tóta kölluðu hann. Ekki hef ég forsendur til að muna eftir Héðni Skarphéðinssyni því hann flutti til Keflavíkur ásamt sínu fólki árið 1952. Á Siglufirði bjuggu þau á Hverfisgötu 5 syðri hluta. Elín hét móðir hans og varð ekkja árið 1941 þegar maður henn- ar lést úr berklum. Þegar hann féll frá voru bræðurnir þrír, Gunnar, Héðinn og Njáll á aldrinum 4ra- 9 ára og systirin, Guðrún, eins árs. Þær eru margar örlagasögurnar. Svona er þetta nú. Ýmsum kann að þykja þessar minningar mínar léttvægar um negrakossa, tyggjó, kaffi og smákökur. Þær eru bara mínar. Ekkert er þó léttvægt við fólkið sem nefnt er, allt gæðamann- eskjur sem létu sér annt um aðra. Það er mikið í tísku þessa dagana að eiga að lifa í núinu en það er öllum hollt að endurvekja góðar minningar þótt þær séu ekkert stór- fenglegar og hafi ekki haft áhrif á heimsmyndina. Gott fyrir heilann og sálina Andlát Kidda bróður hans sem drukknaði í sundlauginni var öll- um áfall. Þóru/Tótu heyrði ég í nýlega hún er hress eins og alltaf. Hann Þráinn var sonur Immu og Guðmundar sem bjuggu efst á Há- veginum. Höfðu þar kindur og eina kú. Í minni mínu voru kind- urnar í kjallaranum hjá þeim. Ég átti nokkuð oft erindi þangað, man bara ekki hver þau voru. Immu fannst ég bæði lítil og horuð og kappkostaði að bæta úr því með því að gefa mér spenvolga nýmjólk úr henni Lóló. Mér fannst hún ekki góð en lét mig hafa það. Hjá þeim bjó hún Balda sem var kölluð Balda litla. Hún hafði herbergi uppi á lofti. Snyrtilegasta herbergi sem ég hef á ævinni séð. Hún átti skrautmun sem ég gat endalaust horft á. Glerkassa/búr með fugli sitjandi á grein inni í. Hvar í ósköp- unum hún hefur fengið hann á þessum tíma er stór spurning. Aðra þekki ég lítið sem ekkert. Las mér til um hann Kristin en hann var sonur Gísla á bóka- safninu. Gísli missti konuna frá 5 börnum árið 1943, þegar Kristinn er 8 ára og það yngsta nýfætt. Börnunum var komið í fóstur, nema Kristni sem var áfram hjá föður sínum en dvaldi samt öðru hverju hjá fólki í bænum. Þar held ég að Helgi og Guðbjörg komi inn um tíma. Kristinn fór síðar í fóstur frammi í Eyjafirði á sama bæ og systir hans, yngsta barnið. EKKERT Siglfirðingakaffi vegna Covid-19

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.