Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2020, Síða 2

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2020, Síða 2
Siglfirðingablaðið2 SIGLFIRÐINGABLAÐIÐ FRÉTTABLAÐ SIGLFIRÐINGAFÉLAGSINS ÚTGEFANDI OG ÁBYRGÐ: SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ RITSTJÓRI: Gunnar Trausti F r á r it s t jó r a Ágætu Siglfirðingar! Stofnaður hefur verið átaks- hópur röskra manna og kvenna til að koma í veg fyrir áframhaldandi landbroti á Siglu nesi við Siglufjörð. Kunnugir telja að landbrotið af Nesinu sem kemur í veg fyrir að úthafsaldan eigi greiðan aðgang inn fjörðinn, nemi um allt að 25-30 metrum. Einn í átaks hópn- um minnist þess að afi hans, gamall skipstjóri talaði um það uppúr 1970 að þetta ætti eftir að enda með ósköpum Árið 2008 hóf Minja stofnun rannsóknir á Nesinu vegna þess að fornar sjóbúðir á Siglunesi lágu undir skemmdum vegna brims og ágangs sjávar. Skýrsla var gerð um ástandið 2011 og þar kom ýmis- legt skuggalegt í ljós: „Mest mæðir á norðvestur horni nessins. Þar virðist gróðurþekjan hafa hörfað um 21 metra frá 1950 til ársins 2000 og um 5-6 metra frá 2000-2009.“ Ljóst er að bið í þessu máli getur kostað það að miðjan á Nesinu brotni og þá verður ekki spurt að leikslokum; Siglunesið mun brotna niður og gerir hina góðu höfn á Siglufirði nánast ónothæf af völdum öldugangs og álags og ekki mun hækkandi staða sjávar bæta ástandið. Því er kallað hér með á alla sem telja sig geta komið að gagni með tillögur og úrræði að hafa samband við undirritaðan á netfangið gunnar@ siglocity.is Sími: 897 9746. Efni blaðsins er fjölbreytt að venju. FORSÍÐUMYNDIN: Stokkið af þaki Sjómanna- heimilisins. Neðst eru þeir Kjartan Stefánsson og Jónas Valtýsson en Guðmundur Skarphéðinsson er í loftinu. Hannes Baldvinsson frétta ritari Þjóðviljans tók nokkrar myndir af strák unum í apríl 1961 eftir að stórhríðarveður hafði fært allt í kaf. Ein af myndunum birtist á baksíðu Þjóð viljans og vísar á grein Kjartans: Bernskuminning Brekkugutta. Þetta er fyrsta greinin um hin 7 hverfi Siglufjarða og vona ég að í framhaldinu megi lesa hér um Suður- ár bakka gutta, Útfrábakkagutta, Eyrargutta, Óla- Gosana, Reitinn og síðast en ekki síst Villimanna- hverfið ógurlega! Þá skrifar Hildur Guðbrandsdóttir leikþátt um foreldra sína Guðbrand Magnússon, kennara og Önnu Júlíu. leikkonu og söngkonu. Jóna Möller tók hús á Gunnlaugi Skaftasyni, yngsta syni Skafta á Nöf og ræddi við hann um hvernig var að alast upp á síldarplani. Kristján Möller skrifar um þingsályktunartillögu v. Hólsdalsgangna sem leysa af hinn illræmda veg um Mánárskriður. Gunnar Trausti Jólaball 2020 Jólaball Siglfirðingafélagsins verður haldið í sal KFUM&K við Holtaveg, Sunnudaginn 27. desember kl. 16:00. Hljómsveit skemmtir og jólasveinar koma í heimsókn. Við bjóðum uppá heitt súkkulaði og vöfflur með og krakkarnir fá nammi frá sveinka. Jólaballsnefndin ALLIR VELKOMNIR

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.