Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2020, Page 8
Siglfirðingablaðið8
SIGLFIRSK
FRÉTTASKOT
Glæpir borga
sig í dimmum drunga
- 3 bækur Ragnars í efstu 10 sætum þýska met-
sölulistans. CBS gerir þætti byggða á Dimmu
Ferill glæpa sagna höfundarins Ragnars Jónas sonar
hefur heldur betur tekið flugið á síðustu árum.
Þrjár bóka hans eru á meðal þeirra tíu efstu á þýska
met sölu listanum og sjón varps risinn CBS stefnir á
sjón varps þætti byggða á bókinni Dimmu.
Dan Brown fagnar
„Já, já. Ég er búinn að fá hamingjuóskir héðan og
þaðan eins og til dæmis frá Dan Brown vini mínum.
Hann sendi mér mjög hlýja kveðju í síðustu viku og
gaf mér góð ráð hvernig ætti að höndla svona,“ segir
Ragnar þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við
Dan Brown og Ragnar á söguslóðum bóka Ragnars;
Siglufirði. Nýjasta bók Ragnars heitir Vetrarmein en
heitir á erlendum málum einfaldlega SIGLÓ!
tíðindunum að vestan. „Hann hefur auðvitað farið
þessa leið nokkrum sinnum,“ heldur Ragnar áfram og
er varla á flæðiskeri staddur með annan eins ráðgjafa
og höfund Da Vinci lykilsins sem þekkir vel þær
flækjur og hnúta sem verða til þegar spennuskáld-
skapur rennur saman við bandaríska kvikmynda-
framleiðslu.
Heiðar R. Ástvaldsson látinn
Heiðar Ástvaldsson fæddist á Siglufirði 1936.
Hann útskrifaðist frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar
1953. Hann lauk verslunarprófi og síðar stúdents-
prófi frá Verslunarskóla Íslands 1955 og stundaði
nám við lagadeild HÍ. Nam við City of London
Collage í ensku, bókmenntum og alþjóðalögum,
við Pitmans College latínu og frönsku, við Ham-
burger Fremdsprachenschule í þýsku, við Euro-
center í Barcelona í spænsku. Heiðar lauk prófi
frá Imperial Society of Teachers of Dancing og
er einnig með alþjóðleg dómararéttindi í sam-
kvæmisdansi. Heiðar hefur í 50 ár starfað sem
danskennari. Heiðar var kvæntur Hönnu Frí-
mannsdóttur húsmóður (1936-2008) og áttu
þau einn son Ástvald Frímann f. 1973.
Heiðar rak eigin skóla, Dansskóla Heiðars
Ástvaldssonar frá 1966-2006 og kenndi dans í
Ríkisútvarpinu um 5 ára skeið og sá um dans-
lagaþátt útvarpsins í um 17 ár.
.
Heiðar var formaður danskennarasambandsins
um árabil og fulltrúi Íslands hjá Alþjóðasambandi
danskennara frá upphafi
Hann var formaður Siglfirðingafélagsins 1974-1991.
Siglfirðingafélagið þakkar Heiðari að leiðarlokum
fórnfúst starf og sá sem heldur hér á penna þakkar
honum þolinmæði á tímum danskennslu sem ég hóf
hjá honum um 1960 á Siglufirði og lauk þegar hann
hætti kennslu árið 2006. Gunnar Trausti