Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2020, Page 12

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2020, Page 12
Siglfirðingablaðið12 Púkarnir og skrattinn Í húsaröðinni við Lindargötu sem lá milli Kirkjustíganna tveggja voru engir krakkar á mínum aldri. Í einu húsanna bjó Barði Sæby, stúari. Barði stamaði en var þekktur fyrir hnyttin tilsvör. Ragnar Páll myndlistarmaður átti heima í Hótel Siglufirði nokkrum árum fyrir mína tíð á Brekkunni. Hótelið stóð í brekkufætinum á svipuðum stað og kirkjutröppurnar sem steyptar voru löngu síðar. Ragnar Páll minnist Barða skemmtilega í færslu á netinu: „Þegar djöfulgangurinn í okkur Brekkustrákunum gekk fram af Barða, sagði hann með sinni einstöku ró: Þi- þi- þið eruð pú- púkarnir, en Ra- Ragnar Páll er Skra- Skrattinn og þi- þið dansið í kring um hann!“ Ekki fallegur leikur Í einu húsanna við Kirkjustíg bjó kona sem kölluð var Valla brjál. Hún var oft úti við og skammaði gjarnan krakka sem áttu leið hjá. Við vorum allir ótugt nema synir Hafliða bankastjóra. Þeir voru englar í hennar augum. Dæmi voru um að krakkar lágu í leyni, hentu grjóti í þakið og skemmtu sér þegar Valla stökk út æf af reiði. Þetta var ekki fallegur leikur. Fallegt hús Jónasar rakara stóð stakt undir suðurenda kirkjugarðsins og óljóst við hvaða götu, en er skráð við Kirkjustíg. Veglegt hús Hólar, við Lindargötu 11, voru með glæsilegri húsum á Siglufirði. Þar bjó besti vinur minn Gummi Skarp. Afi hans og alnafni, Guðmundur Skarphéðinsson, skólastjóri og frammámaður í bænum byggði Hóla. Húsið, sem nú er horfið, var í hálfgerðum herragarðsstíl. Við húsið var stór garður með steyptri girðingu í kring og steinkúlum ofan á sem skraut. Steypti veggurinn var ótrúlegt mannvirki. Vegna vináttu okkar Gumma voru Hólar eins og mitt annað heimili um tíma. Foreldrar hans Heddi á Hólum, Skarphéðinn Guðmundsson síðar kaupfélagsstjóri, og Esther Jóhannsdóttir. Heddi var margfaldur Íslandsmeistari í skíðastökki og keppti í þeirri grein á olympíuleikunum árið 1960. Börn Hedda og Estherar voru mörg. Fyrir utan Gumma eru Ebba, Gilla og Jóhann á svipuðum aldri og ég. Jóhann var félagi í KV. Á efri hæð Hóla bjó Björg Skarphéðisdóttir, árinu eldri en ég. Stutta leiðin Algengt var að stytta sér leið í bæinn frá Brekkunni með því að fara niður hallann norðan við Lindargötu 9. Leiðin lá svo fram hjá húsi Jóns Bratta og hlykkjaðist þaðan eftir snarbröttum stíg ofan við verslunar- og íbúðarhús Gests Fanndals. Stígurinn endaði í sundi við Suðurgötuna milli verslunar Gests og Rakarastofu Jónasar. Þetta var aðalsamgönguæðin Greinarhöfundur átta ára að aldri við Hverfisgötu 5 ánægður með nýja bílinn sinn. Brekkuguttar í garðinum við Hóla. Fremstir sitja frá vinstri Kjartan Stefánsson og Guðmundur Skarphéðinsson. Í annarri röð eru Jóhann Skarphéðinsson og Jónas Valtýsson. Í þriðju röð Einar Pálsson og Jón Sigurbjörnsson. Aftast standa Karl Alfreðsson, Sigmundur Stefánsson og Kristján Elíasson. Myndin er líklega tekin 1960 eða 1961.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.