Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2020, Blaðsíða 14
Siglfirðingablaðið14
Nefstaðir misstu ekki tengsl sín við Fljótin því
Skeiðsfjölskyldan flutti svo í húsið. Börnin
voru mörg en aðeins eitt nálægt mér í aldri, Jón
Sigurbjörns.
Smábarnaskóli Valeyjar og Búðarhóll
Merkilegur skóli var rekinn á Nefstöðum í nokkur
ár, smábarnaskóli Valeyjar Jónasdóttur. Þar lærði ég
að lesa, skrifa og reikna. Valey hafði einkar gott lag á
krökkum og kom fram við okkur eins og jafningja.
Skóli Valeyjar var ekki fyrsti skólinn á Brekkunni.
Árið 1866 var byggt timburhús á Búðarhóli sem stóð
í brekkunni upp af höfninni. Húsið var ekki nema
33 fermetrar en samt var starfrækt þar veitingasala í
mörg ár og samkomuhús. Hreppurinn keypti húsið
og þar tók fyrsti barnaskóli á Siglufirði til starfa árið
1883. Húsið var rifið 1924.
Vopnabúr í snjóhúsi
Annað og reisulegra hús var byggt síðar á Búðarhóli,
húsið að Lindargötu 16. Þar bjó Hafliði Helgason
bankastjóri og Jóna, kona hans. Synir þeirra voru
fimm. Við leiki á Brekkunni man ég mest eftir
Einari, Sigga og Ragga.
Hafliðastrákarnir létu nokkuð til sín taka. Þeir
voru öðrum snjallari í að byggja snjóhús. Þeir grófu
inn í stóran snjóskafl sem myndaðist við húsið á
veturna og gerðu snjóbyrgi með tveimur eða fleiri
herbergjum með göngum á milli.
Einn veturinn byggðu þeir tveggja hæða snjóhús
í Holunni. Ákveðið var að í einu herberginu yrði
vopnabúr með snjókúlum ef Brekkuguttar þyrftu að
verja sig. Ég þykist muna að hafa tekið þátt í því að
hnoða mjúkar kúlurnar og stafla þeim upp.
Nokkrum dögum seinna voru Eyrarguttarnar
mættir og ætluðu að lúskra á okkur. Kúlunum
úr vopnabúrinu var dreift á strákana og tekið á
móti árásarliðinu með kúlnahríð. Eyrarguttarnir
hrökluðust undan með óhljóðum. Einn þeirra lá
jafnvel eftir hálfrotaður. Dagana á undan hafði verið
frost og snjókúlurnar mjúku höfðu breyst í nokkuð
skeinuhætt vopn.
Gústi og járnrörið
Annar hverfaslagur er mér í fersku minni. Þá þustu
Eyrarstrákarnir tugum sama suður Lindargötuna
og staðnæmdust rétt áður en komið var að Hólum.
Þar stóðu þeir, hristu barefli sín og hrópuðu vígorð.
Einn þeirra, sonur Hildar í Hólakoti, hafði rauðan
tóbaksklút bundinn um höfuð sér og lepp fyrir auga.
Leit út eins og alvöru sjóræningi.
Strákarnir á Brekkunni höfðu mikinn liðsafnað og
hópunum laust saman. Ég hef kannski verið sex ára
og alltof ungur til að taka þátt í þessum slag. En
Stúlkur á Brekkunni. Fremstar eru Kristjana Lilliendahl og
Jóhanna Hauksdóttir. Í miðröðinni eru Ragna Hannesdóttir
(heldur á Jakobi Kárasyni),þá frænkurnar Guðný
Skarphéðinsdóttir (Gilla) og Stefanía Skarphéðinsdóttir.
Aftast eru Dagný Jónasdóttir og Guðrún K. Sigurðardóttir,
gestkomandi á Brekkunni. Myndina tók Björg
Skarphéðinsdóttir, systir Stefaníu, fyrir framan Hóla árið 1962.
Í fjallinu ofan Brekkunnar og séð yfir bæinn. Frá vinstri
Sigurður Hafliðason, Gunnlaugur Valtýsson og Sigurbjörn
Fanndal (Brekkugutti sem bjó á Suðurgötunni). Myndina tók
Jónsteinn Jónsson.
Krakkar í sólinni fyrir framan Hverfisgötu 2. Frá vinstri
Sigmundur Stefánsson (forsprakki KV), Jóna Þorkelsdóttir
(hálfsystir Stjána Heiðu), Theódóra Óladóttir (Dóra Óla
Geirs) og Anna Birna Ólafsdóttir, sem bjó í númer 2 en fluttist
snemma á Krókinn.