Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2020, Qupperneq 16

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2020, Qupperneq 16
Siglfirðingablaðið16 liðtækur í leik Brekkuguttanna. Ég fluttist að Hverfisgötu 5a, líklega 1956. Haukur Magnússon kennari og Erla Finnsdóttir, frænka mín, komu þá í Hverfisgötu 1. Á Hverfisgötu 5b bjó Alfreð bakari, þýskur að uppruna. Sonur hans, Kalli bakarans, var nokkrum árum yngri en ég en stóð sig ótrúlega vel í íþróttum á vegum KV. Alfreð rak sælgætisgerð í kjallaranum og seldi ýmislegt slikkerí. Strax á útborgunardegi vasapeninga bankaði ég uppá hjá Alfreð og keypti súkklaðihúðaða stöng. Skothvellur í matjurtakassa Á heimili mínu var skákborð og taflmenn. Einn taflmaðurinn var riffilskot sem frændi minn hafði dregið upp úr vasa sínum þegar eitt hvíta peðið týndist. Skotið fylgdi taflmönnunum síðan. Við bræður lærðum mannganginn með þessu riffilskoti. Við áttuðum okkur svo á því, eftir að hafa horft á eina kábojmynd í bíó, að púður væri í skotinu. Gaman væri að heyra hvellinn þegar það spryngi! Við settum skotið í hálftóman eldspýtustokk ásamt kertisstubb með löngum kveik sem stóð út úr. Fórum síðan með „sprengjuna“ í tóman matjurtakassa á nærliggjandi lóð og kveiktum á kertinu. Eftir skamma stund fuðraði eldspýtnastokkurinn upp og skotið sprakk með háum hvelli. Krakkar á bílpalli Á móti Hverfisgötu 5 bjó Jóhann Þorvaldsson, faðir skógræktrar í bænum, kennari og bindindisfrömuður. Jóhann stjórnaði Barnastúkunni Eyrarrós með myndarbrag í áratugi. Í sama húsi bjó Páll Erlends, söngkennari og organisti. Hann kenndi krökkum meðal annars að syngja keðjusönginn „Sá ég spóa“ sem lifir enn á vörum gamalla Siglfirðinga þegar þeir bresta í söng. Að Hverfisgötu 6 bjó Jói Valda vörubílstjóri. Við krakkarnir fengum stundum far hjá Jóa í bæinn. Þá stóðum við eða sátum uppi á vörubílspallinum, oft mörg saman. Þetta þótti sjálfsagt í þá daga en væri ekki leyft nú á tímum barnastóla og bílbelta. Sonur Jóa var kallaður Steini litli. Hann var alls ekki smávaxinn eftir aldri en fékk viðurnefnið held ég til aðgreiningar frá tveimur eldri strákum á Brekkunni sem báru sama nafn. Kýldi lengst af öllum pöbbunum Dísa Rögg bekkjarsystir mín bjó í Hverfisgötu 9 um tíma og gegnt henni á Hverfigötu 8 var Fríða Ragnarsdóttir, önnur bekkjarsystir mín. Fríða talar fallega um föður sinn í minningargrein en lýsir um leið leikjum barna á Brekkunni: „Hann kýldi líka örugglega allra lengst af öllum pöbbunum í „slábolta“ á Hverfisgötunni á Siglufirði, beint fyrir neðan Aðventistakirkjuna, sem hann keypti og notaði fyrir geymslu og verkstæði. Þá sá ég að maður verður aldrei of gamall til að leika sér.“ Ráðherraefni á Brekkunni Að Hverfisgötu 11 var eitt af hinum barnmörgu heimilum á Brekkunni. Þar bjó Jóhann Möller bæjarfulltrúi og Helena, kona hans. Dóttir hans Jóna var skólasystir Simma. Bróðir hennar Kristján er tveimur árum yngri en ég. Ekki man ég að mikið Þessa mynd, sem líklega er tekin 1966, setti Leó R. Ólason á siglo.is fyrir nokkrum árum ásamt þessum myndatexta: „Á þessu sýnishorni af tegundinni „Brekkuguttum“ má sjá eftirfarandi talið frá vinstri. Heiðar Elíasar, Birgir Óla (Geirs), Skúli Jóhannsson, Hemmi Jónasar, svo koma tveir óþekktir, Guðni (fyrir aftan) og Jóhann (fyrir framan) Jóhannssynir (Jóa Valda og Ernu), Raggi Ragg trillukarl og göngugarpur, Óli Kára og þessi litli á endanum er bakarameistarinn Kobbi Kára (eða meistari Jakob).“ Gunnar Aðalbjörnsson á kassabíl fyrir framan Lindargötu 18. Til hægri eru Nefstaðir og í fjarska Hólar. Myndina tók Arnþór Þórsson, uppeldisbróðir Gunnars, í kringum 1964.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.