Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2020, Page 23

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2020, Page 23
Siglfirðingablaðið 23 minni, Möggu í Hlíð, Hermínu Sigurjóns og Guðbjörgu Þorbjarnardóttur sem steig þarna sín fyrstu skref á leiksviði en átti síðar eftir að leika bæði í Þjóðleikhúsinu og hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Skólagangan var með hefðbundnu sniði, barnaskól- inn og svo gagnfræðaskólinn á kirkjuloftinu. Ég minnist með hlýhug sérstaklega tveggja kennara þeirra Júditar Jónbjörnsdóttur, sem gerði mig læsan, og Skeggja Ásbjarnarsonar. Frímínúturnar fóru í leiki; fótbolta þar sem sandurinn á skólavellinum fyllti gúmmískóna og gerði okkur erfitt fyrir og handbolta sem stelpurnar voru byrjaðar að æfa og ég var í marki hjá þeim þegar vantaði markmann. Þær voru ansi skotfastar sumar og sérstaklega minnist ég skotanna föstu frá Önnu Hertervig. Vinnan í síldinni tók svo við af leikjunum og við systkinin tókum þátt í þeirri vinnu. Stebbi bróðir vann samt um tíma í lögreglunni og kynntist þar mörgu misjöfnu. Að loknum gagnfræðaskólanum fórum við systkinin í Menntaskólann á Akureyri en komum heim á sumrin, þar var vinnan og þar voru tekjurnar. Minningarnar eru margar sem leita á hugann. Ekkert endilega einhverjar stórkostlegar en góðar samt. Mér er eftirminnilegt að einu sinni fór ég með mömmu á uppboð sem haldið var í Brúarfossi. Ég var líklega 4ra-5 ára. Meðal annars var boðin upp húfa og enginn bauð neitt fyrr en mamma kallaði „krónu.“ Hún fékk húfuna fyrir krónuna. Forljótt kaskeiti og pabbi, sem alveg var laus við spéhræðslu, notaði húfuna óspart en okkur bræðrunum var strítt í staðinn. Ekkert tækifæri var látið ónotað til að stríða. Okkur þótti gaman að fara í bíó og eina myndina sáum við sex sinnum. Hún var þýsk eða austurrísk og hét á íslensku „Fagurt á fjöllum“ og var um stráka sem héngu aftan í lest til að losna við að borga fargjaldið. Upp komst um þá og þegar lestin stoppaði ætlaði lestarstjórinn að rukka þá en þeir hlupu í burtu og lestarstjórinn elti þá á skíðum. Það sem við gátum hlegið að þessu. Þegar landlega var voru fimm til sex sýningar daglega, svona til að hafa afþreyingu fyrir þá sem í bænum voru. Mamma fór ekki mikið af bæ, var frekar hlédræg og leiddist margmenni, en henni þótti mjög gaman að horfa Hluti af stórfjölskyldunni. Efri röð frá vinstri: Stefán Skaftason, Helga Jónsdóttir, Skafti Stefánsson, Guðveig Stefánsdóttir, Pétur Stefánsson, Margrét Ásmundsdóttir, Jón Skaftason. Neðri röð frá vinstri: Gunnlaugur Skaftason, Jóhanna Skaftadóttir, Dýrleif Einarsdóttir, Dýrleif Pétursdóttir, Guðmundur Pétursson, Indriði Pétursson.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.