Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2020, Side 26

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2020, Side 26
Siglfirðingablaðið26 Miklar framkvæmdir voru í Síldarbænum á þessu milda sumri. Mesta annríkið við síldariðnaðinn að baki, enda komið fram í ágústlok og haustið á næstu grösum. Allur snjór horfinn úr Strákahyrnu sem gnæfir tignarleg yfir Hvanneyrarskálinni og geymir minningar og leyndarmál frá heitu sumri. Sumarsólin er farin að lækka á lofti en sendir þó geisla sína yfir bæinn og glampar á suðurgöflum. Á horni Aðalgötu og Túngötu rís stórbygging Útvegs- banka Íslands, glæsilegt hús upp á fjórar hæðir ásamt kjallara og rishæð. Arkitektinn er ungur Siglfirð- ingur, Óskar Sveinsson, búsettur í Svíþjóð, sonur Sveins á Steinaflötum. Á þessarri eftirsóttu horn lóð stóðu áður Thóraturnarnir, sælgætis- og ölstofa í húsi með tveim turnum á þakinu í eigu Hinriks Thorarensen læknis. Thorarensen seldi Útvegsbanka- num hornlóðina dýru og fékk í staðinn vestur- helminginn af götuhæðinni dýru á horni Aðalgötu og Túngötu. Byggingameistaranir voru að sjálfsögðu „Sveinn og Gísli“, Sveinn Ásmundsson og Gísli Þorsteinsson, harðduglegir menn sem byggðu fjölda nýbygginga ásamt aðstoðarsmiðum og lærlingum. Myndin sýnir steypuvinnu á fjórðu hæð þar sem steypuhrærivélin stendur við endann á vöru- bílnum, en steypan var hífð upp í stáltunnu sem hékk í stálvír á heimasmíðuðum gálga. Hrærivélin var með spili, sem hífði alla steypuna upp á hæðirnar og henni keyrt síðan í hjólbörum og hellt í mótin. Annað var unnið með handafli því byggingarkranar þekktust ekki hérlendis í þá daga. Laugardaginn 19. október 1946 var Útvegsbankahúsið vígt. Bankastjórinn var Hafliði Helgason. Fleiri stór- byggingar voru reistar á Siglufirði á þessu mikla athafnasumri eins og S.R.46, Síldarverksmiðja Ríkisins, sem talin var stærsta síldarverksmiðja heims og stóra mjölskemman. Vegurinn um Siglu- fjarðarskarð var opnaður fyrir bílaumferð og Siglu- fjörður kominn í vegasamband. Nóg var að gera hjá 8 ára drenghnokka að fylgjast með frá degi til dags. Vestan (til vinstri) við Bankahúsið sést „Samúelshúsið“ Túngata 1 æskuheimili Páls Samúelssonar og systkina, seinna í eigu Þorgríms og Ingibjargar Jónsdóttur, sem ráku verslun þar á jarðhæðinni. Austan megin við Bankahúsið var Kaupélag Siglfirðinga og Kjötbúð Siglufjarðar, sem var á horni Aðalgötu og Lækjargötu. Viðbyggingin norðan við Kjötbúðina var kjötvinnslan og þar á efri hæðinni var Gildaskálinn, veitingahús og skemmtistaður. Lágreistu húsin á torginu voru Hattaverslun Guðrúnar Rögnvalds og Skóvinnustofa Sumarliða Guðmundssonar. Einnig sjást vinnu- bekkir til að beygja steypstyrktarjárnin í nýbyggingu Útvegsbankans. Ragnar Páll Einarsson listmálari Ráðhústorg á Siglufirði 1946

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.