Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2020, Page 29

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2020, Page 29
Siglfirðingablaðið 29 „Með umsögn þessari vilja undirritaðir óska eftir því og hvetja háttvirta umhverfis- og samgöngunefnd sem og Alþingi til þess að setja jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta á stefnumarkandi og endurskoðaða samgöngu- áætlun áranna 2020-2034 og fjárveitingu til að hefja allar nauðsynlegar undirbúningsrannsóknir sem allra fyrst á aðgerðaáætlun 2020-2024.“ Það er skemmst frá því að segja að við samþykkt Samgönguáætlunar á Alþingi þá eru göngin milli Siglufjarðar og Fljóta þar, og fjárveiting sett á hverju ári næstu ár til frekari undirbúnings og rannsókna á þeim, ásamt fleiri jarðgangakostum. Næstu skref Á dagskrá er að efna til opins íbúa- og kynningar- fundar m.a. með fulltrúum Vegagerðarinnar og ýmissa fyrirtækja og félagasamtaka þar sem almenn kynning mun fara fram og umræður um þessar nauðsynlegu vegabætur. Unnið er að því að tryggja frekari jarðfræðirannsóknir, sérstaklega um hugsanlegt vegastæði bæði í Hólsdal og í Fljótum svo og skoðun á bestu legu vegarins, en undirritaðir eru á þeirri skoðun að vegurinn eigi að liggja fram Hólsdal austan Hólsár og þvera hana sunnan við grínið á 3. braut golfvallarins og koma niður Fljótamegin Ketilásmegin við Lambanesásinn til að losna við þann erfiða vegakafla. Svo er það bara ein spurning í lokin: Hvenær verða þessi göng opnuð? Kristján L Möller fyrrv bæjarfulltrúi, alþingismaður og ráðherra Ólafur H Kárason byggingameistari og aðstoðarverslunarstjóri Aðalfundur Siglfirðinga- félagsins Aðalfundur Siglfirðingafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 29. október nk. í Safnaðarheimili Bústaðakirkju við Tunguveg (Bústaðaveg). Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi og léttar veitingar. Næg bílastæði Við hvetjum alla velunnara Siglfirðingafélagsins til að mæta á fundinn. STJÓRN SIGLFIRÐINGAFÉLAGSINS TAKTU FRÁ29O K T Ó B E R O K TVegna hertra sóttvarnareglna gæti fundinum verið frestað! Fylgist með á Facebook- síðu félagsins

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.