Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2020, Qupperneq 31

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2020, Qupperneq 31
Siglfirðingablaðið 31 Veit á vandaða lausn fastus.is VAKNAR ÞÚ UPP VIÐ AÐ SNÚA ÞÉR Í RÚMINU? Fastus býður upp á margar gerðir af lökum sem auðvelda snúning og hagræðingu í rúmi. Hafðu samband eða komdu og fáðu ráðgjöf við val á snúningslaki hjá sérhæfðu starfsfólki okkar. Kíktu á úrvalið í verslun okkar í Síðumúla 16 og í vefverslun fastus.is Þú færð Siglfirðingablaðið sent til þín vegna þess að þú ert meðlimur í Siglfirðingafélaginu. Siglfirðingafélagið er átthagafélag með um 2400 félags- menn sem búsettir eru á Íslandi. Félagið stendur fyrir ýmsum uppákomum og sendir félags- mönnum tvö blöð á ári, eitt að vori og annað að hausti. Félagsgjöld í félaginu eru í dag kr. 1.500 og eru ákveðin á árlegum aðalfundi félagsins. Stjórn Siglfirðingafélagsins vill benda félagsmönnum á að hægt er að segja sig úr félaginu hvenær sem er, með því að senda tölvupóst á stjorn@siglfirdingafelagid.is. Upplýsingarnar um félagsmenn varðveitast í gagna grunni félagsins og verða aldrei sendar til þriðja aðila í markaðs- tilgangi. Við vonumst eftir að hafa þig áfram í okkar frábæra félagi! Þangað geta gestir komið og skoðað húsgögnin sem voru smíðuð á blómatíma Siglufjarðar og séð húsmuni sem áður prýddu fjöldamörg hús á Siglu- firði. Eins og flestir vita núorðið er starfræktur marokk óskur veitingastaður á Hótel Siglunesi og vakti það kátínu og gleði í sumar þegar starfsfólk í sal sá að franskir ferðamenn voru að lesa sér til í Michelin ferðabæklingnum um staðinn. Hvorki kokkurinn Jaouad Hbib né Hálfdán Sveinsson eigandi hótelsins höfðu hugmynd um að þeir væru komnir þar inn. Fyrir utan gæði matarins hafa sérinnflutt vín frá Ribera del Duero á Spáni vakið verðskuldaða athygli gesta. Skemmst er frá því að segja að fullt var svo segja öll kvöld á matsölustaðnum í sumar og segja gárungarnir að vinsældir kokksins hafi kennt Íslend- ingum að panta borð fram í tímann. Ekki gleyma að panta borð áður en þú ferð norður því gestir hótelsins ganga fyrir og leiðinlegt að missa af því að fara í tveggja tíma þykjustunni til Marokkó! HÓTEL SIGLUNES ER EKKI VENJULEGT

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.