Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2019, Page 8

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2019, Page 8
Siglfirðingablaðið8 Poppað á Sigló - fjórði hluti Hljómsveitin FRUM. Hér birtist fjórði hluti framhalds­ sögunnar næstum því endalausu um unglingahljómsveitirnar á Siglufirði sem þar störfuðu og lifðu mislengi fyrir hálfri öld eða svo. Mesta púðrið fer að þessu sinni í frásagnir af hljómsveitinni Frum sem varð heldur lífseigari en spár gerðu ráð fyrir í upphafinu og því sem síðan tók við í beinu framhaldi af þeirri útgerð. Hún var þó alls ekkert endilega betri eða verri en mörg önnur bönd sem fá minni umfjöllun, heldur er ástæðan sú að sá sem þetta skrifar var innvígður og innmúraður í bandið nánast frá upphafi til loka, og hefur einfaldlega frá meiru að segja en því magni fróðleiks um sambærilegt efni sem safnast hefur frá öðrum. Vona að lesendur virði þetta við mig. Dag einn þegar ég átti leið um Lindargötuna sá ég Braga Magg horfa á húsið með athygli og sýndist mér hann ansi glottuleitur. Við tókum tal saman og hann spurði hver væri hug­ myndafræðingurinn að þessum utanhússskreytingum. Ég sagði honum það og hann benti þá á áletrunina RAT SALAT og hló við. Í framhaldinu hefur hann teiknað þessa sögulegu mynd. Glaumbær. Um líkt leyti og gömludansabandið Miðaldamenn var stofnuð af þeim Magnúsi Guðbrands, Þórði Kristins og Bjarka Árna, (Sturlaugur bættist þó fljótlega við), varð unglingahljómsveitin Frum til eða um haustið 1971. Þar komu að þeir Guðni Sveins, Biggi Inga, Viðar Jóhanns og Gummi Ingólfs. Þannig skipuð spilaði hún á einu unglingaballi í Allanum, en fljótlega höfðu þeir félagar samband við undirritaðan og buðu mér að slást í hópinn. Ég þáði það með þökkum, ekki endilega vegna þess að ég tryði að framtíð og frama sveitarinnar sem þó lifði lengur og gerði meira en ég hafði búist við í fyrstu. Það var eiginlega miklu meira spennandi að tilheyra hópi unglinga sem hafði aðgang að “Glaumbæ,” æfingahúsnæðinu sem varð með tímanum eins og félagsmiðstöð okkar í bandinu ásamt sérvöld­ um gestum okkar. Þarna var hangið flest kvöld hvort sem voru haldnar hljómsveitaræfingar eða ekki, og ekki var óalgengt að inni væri mikill glaumur og gleði langt fram eftir kvöldum. Það kom jafnvel fyrir að það var örlítið sýslað með göróttar veigar ef vel stóð á og ljósin deyfð, þó svo að grúppíurnar sem vöndu komur sínar á staðinn væru auðvitað bara vel upp aldar, gáfaðar og skemmtilegar stelpur. Og svo máttum við strákarnir líka bara þakka fyrir að þær vildu umgangast okkur því ekki vorum við allir einhverjir eðaltöffarar. Það var kaupmaðurinn Gestur Fanndal sem átti húsið og lánaði okkur það til afnota þar til það yrði rifið sem stóð til að gera innan tíðar. Sennilega hefur hann haft einhvern pata af því að þarna væru nú ekki haldnir neinir skátafundir og mætti eitt laugardagskvöld í nokkurs konar eftirlitsferð. Við vorum einmitt nýbyrjaðir að væta kverkarnar lítillega, en til allrar hamingju var læst svo við urðum gestsins varir í tíma og það rann snarlega af okkur þegar við vissum hver var þar á ferð. Gestirnir földu sig uppi á lofti og hafa eflaust ekki þorað að anda og við opnuðum fyrir húseigandanum sem gekk rakleiðis á mitt gólf og hnusaði út í loftið. “Hvaða lykt er þetta?” Stemningin virtist afslöppuð á yfirborðinu þó við værum allir verulega stressaðir undir niðri, en Guðni var fljótur til og var þegar farinn að nudda gítarhálsinn með einhverjum klút. “Strengjavatn” svaraði hann að bragði og bætti því við að efnið fáist í apótekinu og sé notað til að hreinsa gítarstrengina. Við hinir vorum eins og festir upp á þráð, lögðum ekkert til málanna og biðum eins og dæmdir sakamenn eftir því sem verða vildi. Gestur horfði rannsakandi í kring um sig í herberginu þar sem englar, djöflar og alls konar furðuverur flögruðu um veggi og loft. Þá voru líka skráðar upp um allt og út um allt, ýmiss konar frasar og áletranir af misjafnlega gáfulegu og smekklegu tagi. Það var skreytingameistarinn Birgir Ingimarsson sem hafði staðið fyrir því og utan á suðurvegg hússins var öllum þeim sem komu gangandi norður Lindargötuna boðið upp á Rottusalat og víst er að ekki voru allir í hverfinu sáttir við skreytingarlistina og hávaða­ samt atferlið sem fylgdi okkur Hljómsveitin Frum í Nýja Bíó hjá vini okkar Oddi Thór að safna fyrir bágstadda Vestmannaeyinga. Ljósmyndina tók Björn Sveinsson

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.