Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2019, Síða 9
Siglfirðingablaðið 9
“Glaumbæingum.” Gestur hvarf
þó fljótlega á braut eftir að hafa
gert minni háttar athugasemdir
við eina áletrunina innan dyra,
en við þóttumst hafa sloppið
vel fyrir horn í þetta skiptið.
Þegar hann var farinn komu
stelpurnar úr felustað sínum
og voru mjög órólegar vegna
þessarar óvæntu uppákomu
svo að öll hersingin hélt áleiðis
niður á Rauðkubryggju til að
taka nokkrar sveiflur í kaðlinum.
Þegar við nálguðumst svæðið
fóru einhverjir að greikka
sporið því það gat aðeins einn
sveiflað sér í einu og hver vildi
ekki verða fyrstur? Þegar við
komum niður eftir var enginn
á bryggjunni en kaðallinn hékk
letilega þráðbeint niður og það
var engu líkara en að hann væri
að hvíla sig fyrir þau átök sem í
vændum voru. Þeir sem komu
fyrstir fram á bryggjusporðinn
horfðu vandræðalega á kaðalinn
því bilið var á þriðja metra að
honum frá bryggjubrúninni.
Það þurfti því helst að reyna að
krækja í hann með einhverju
móti en ekkert var þarna sem
nothæft gat talist til slíkra hluta.
Það er því ekki fyrr en Óskar
kemur aðvífandi að eitthvað
fer að gerast, því hann stikaði
fram Rauðkubryggjuna svalur
og ákveðinn, dró annað augað í
pung og læsti miði á kaðalinn. Án
þess að hika stökk hann fram af
bryggjunni og hugðist fanga hið
eftirsótta leikfang okkar og verða
þá í leiðinni fyrstur til að nýta sér
það. En vegna ástandsins sem var
ríkjandi í höfðinu á rótaranum,
þá hefur hann ef til vill séð fleiri
en einn kaðal því hann rétt snerti
hann og sökk á bólakaf í sjóinn
við mikil fagnaðarlæti okkar
hinna sem fylgdust spennt með
atburðarrásinni. Snerting hans
við kaðalinn gerði það hins vegar
að verkum að hann hreyfðist eins
skott á ketti þegar eigandi þess
verður fyrir áreiti. Það dugði til
þess að einhver á bryggjunni náði
kaðlinum og skemmtunin gat
hafist. Allt hinum hundblauta
Óskari að þakka. Af honum var
það hins vegar að segja að hann
svamlaði til lands og tók síðan
stefnuna beinustu leið heim en
var mættur aftur innan hálftíma
til að taka þátt í áframhaldandi
gleði, og í annað sinn uppskar
hann þá fögnuð viðstaddra það
kvöldið.
Fyrsta alvöruballið.
Hinni kennari gerði góðlátlegt
grín að okkur Guðna sem vorum
þá í fjórða bekk í Gaggó og
ætluðum að halda alvöru 16
ára ball uppi á Krók. Honum
fannst við ef til vill vera full
blautir á bak við eyrun til þess
að takast á við slíkt alvörumál
enn sem komið var, og líklega
hefur hann nú haft eitthvað til
síns máls. Umræðan fór fram í
enskutíma á föstudeginum sem
við áttum Bifröstina pantaða á
okkar reikning og ábyrgð. Við
vorum auðvitað ekkert nema
stál heppnir, því húsið fylltist
af fólki og við spiluðum öll
lögin sem við kunnum fjórum
eða fimm sinnum það kvöldið.
Síðan gerðum við upp og
fórum svo heim og sváfum allan
sunnudaginn. Á mánudegi vildi
Hinni halda síðan gríninu áfram
og spurði glottuleitur hvort
einhver hefði komið á ballið, en
við svo hafa verið. Hann spurði
þá hvort við hefðum fengið
eitthvað greitt fyrir verkið og
brosti flírulega. Við sögðum
honum að svona lagað væri unnið
upp á hlut og nefndum töluna
sem kom í okkar part og þá hætti
Hinni alveg að brosa en spurði
hneykslaður hvort okkur þætti
það í alvörunni sanngjarnt að við
gutlararnir sem værum algjörir
byrjendur á okkar sviði fengjum
sömu laun fyrir eins dags vinnu
og hann fengi fyrir næstum því
heilan mánuð í fullu starfi sem
kennari. Við áttum svo sem
engin svör við því, en vorum
auðvitað hinir borubröttustu. Það
lak út úr mér í framhaldinu að
svona virkaði nú einkaframtakið
stundum, en Hinni kunni síður
en svo að meta slíkt svar og auð
vitað hefði ég nú betur haldið
kjafti þá sem oftar.
Auglýsingin í sjoppunni
hjá Matta.
Sumarið 1972 vorum við að spila
flestar helgar þó svo að eftirtekjan
væri ekki alltaf í samræmi við
fyrirhöfnina. Einhverju sinni
eftir æfingu stóðum við inni í
Pósthússkotinu, röbbuðum saman
og horfðum á sveitunga okkar
sækja Moggann sinn í sjoppuna
til Matta. “Af hverju setjum við
ekki ballauglýsingar þarna?”
Biggi trommari og auglýsingagúrú
spurði bæði sjálfan sig og okkur,
en við sem minna vissum um
auglýsingar og markaðssetningu
áttum svo sem engin svör. Við
vorum bókaðir á Ketilásnum
næstu helgi og nú var kominn
miðvikudagur og tímabært að
láta vita af því hvað yrði í boði
Auglýsingin hjá Matta sem særði blygð
unarkennd einhverra bæjarbúa.
Ljósmyndina tók Steingrímur Kristinsson.