Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2019, Side 14

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2019, Side 14
Siglfirðingablaðið14 aðra hverja helgi út þetta sumar en við urðum að rokka okkur talsvert upp frá því sem hafði verið um veturinn. Eftir því sem leið á árið fór að bera meira á einhvers konar spilaþreytu og til þess að reyna að losna við hana var stokkað upp í bandinu. Gummi gerðist bassaleikari sveitarinnar en ég keypti annað Yamaha orgel miklu stærra og flottara en hitt gamla og hef haldið mig á hljómborðsbrautinni síðan. Það var svo hinn vel spilandi Þórhallur Ben sem tók stöðu gítarleikara. Hljómsveitin hafði aldrei verið betri en svona skipuð en það dugði ekki til. Spilaþreytan sem hafði gert vart við sig skömmu áður var enn til staðar og brestirnir urðu bara verri og stærri. það kom líka alltaf betur og betur í ljós að Þórhallur Ben þessi ágæti gítarleikari reyndist ekki eiga samleið með sumum hinna og um haustið leystist hljómsveitin upp. Hún hætti þó aðeins í örfáa daga því hún var endurreist sam­ kvæmt mikið notaðri formúlu í unglingahljómsveitabransanum sem fólst í því að það þótti alltaf mýkri lending í svona málum að hætta og byrja nánast strax aftur í jafnvel lítið breyttri mynd en að reka einhvern meðliminn. Hjómsveit Guðmundar Eftir að hljómsveitin Frum var öll, hélt hún í rauninni áfram stuttan tíma en þó án Gumma Ingólfs. Það var spilað á nokkrum böllum til viðbótar sennilega vegna þess að það vantaði hljómsveit á einhver böll og það var hringt í einhvern okkar. Nafnið sem við notuðum á bandið var “Hljómsveit Guðmundar,” eftir Gumma Ragnars en hann var reyndar alfarið á móti hugmyndinni en fékk engu ráðið um málið því meirihlutinn réði og okkur hinum fannst þetta óskaplega fyndið. Þetta var ekki beint rokkleg nafngift heldur var miklu frekar hægt að búast við að hjá hljómsveit sem héti slíku nafni væri boðið bæði upp á gömlu dansana ásamt hinum nýju svona í bland. Við hlógum okkur máttlausa af tiltækinu en viti menn, við fengum sennilega bæði miklu fleira fólk svo og mun breiðari hóp á böllin fyrir vikið. Eitt aðallagið á þessum tíma var Kodachrome með Paul Simon og það var sennilega u.þ.b. tíunda hvert lag. Gummi Ragnars söng “Komdu niður kvað hún amma” sem átti upphaflega að vera grín. Það var svo bara alltaf verið að biðja um það löngu eftir að okkur hætti að finnast þetta eitthvað fyndið og þegar upp var staðið var “Komdu niður” sennilega næst mest spilaða lagið hjá okkur. Hljómsveit “í þoku”. Um haustið 1974 virtist einhver þreyta komin í útgerðina hjá þessum hópi og við Birgir Ingi­ Sjarmörinn sem heillaði stelpurnar með laginu vinsæla.Ljósmyndina tók Róbert Guðfinnsson. Þú færð Siglfirðingablaðið sent til þín vegna þess að þú ert meðlimur í Siglfirðingafélaginu. Allir sem fæddir eru á Siglufirði eða hafa einhvern tímann skráð sig í félagið eða verið skráðir af öðrum í félagið eru félagsmenn. Siglfirðingafélagið er átthagafélag með um 2400 félagsmenn sem búsettir eru á Íslandi. Félagið stendur fyrir ýmsum uppákomum og sendir félagsmönnum tvö blöð á ári, eitt að vori og annað að hausti. Félagsgjöld í félaginu eru í dag kr. 1.500 og eru ákveðin á árlegum aðalfundi félagsins. Stjórn Siglfirðingafélagsins vill gjarnan hafa þig áfram í félaginu en í ljósi nýrra reglna um persónuvernd viljum við benda félagsmönnum á að hægt er að segja þig úr félaginu hvenær sem er með því að senda tölvupóst á stjorn@siglfirdingafelagid.is. Upplýsingarnar um félagsmenn varðveitast í gagna­ grunni félagsins og verða aldrei sendar til þriðja aðila í markaðstilgangi. Við vonumst eftir að hafa þig áfram í okkar frábæra félagi! Siglfirðingafélagið í ljósi nýrra reglna um persónuvernd

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.