Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2019, Qupperneq 19

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2019, Qupperneq 19
Siglfirðingablaðið 19 ásamt eiginmanni og barni til Lundar í Svíþjóð í framhaldsnám í svæfingum og gjörgæslu og starf­ aði í áratug við Háskólasjúkra­ húsið þar. Hún gegndi stjórn­ unarstörfum á svæfingadeildum og starfaði sem sérfræðingur á gjörgæsludeildum, meðal annars barnagjörgæslu við sjúkrahúsið. Alma er með sérfræðiviður­ kenningar í svæfinga ­ og gjör­ gæslulækningum sem og í heilbrigðisstjórnun auk doktors­ gráðu frá Háskólanum í Lundi árið 1999. Þá er hún með meistarapróf í stjórnun og lýð­ heilsu. Núna leggur hún stund á nám í opinberri stjórnsýslu. Frá árinu 2014 var Alma fram­ kvæmdastjóri aðgerðasviðs Land­ spítala auk þess að hafa um árabil verið yfirlæknir á svæfinga­ og gjörgæsludeildum spítalans. Hún tók við embætti Landlæknis 1. apríl 2018. Alma er gift Torfa Fjalari Jónassyni , hjartalækni, og eiga þau tvö börn. Lárus er fæddur 5. nóvember. Þann dag var nýtt pípuorgel vígt í Siglufjarðarkirkju og auglýsingar bæjarblaðanna bentu til þess að jólin væru að nálgast. Nóg var til af málningu og metravöru og fólk var hvatt til að fara að mála loft og veggi og sauma jólafötin. Lárus er 7. í röð 10 barna hjónanna Lárusar J. Blöndal bóksala (1912­2003) og Guðrúnar S. Jóhannesdóttur (1923 ­ 2010). Auk þessa hóps er einn hálfbróðir föðurmegin. Þau bjuggu fyrst í Blöndalshúsinu en síðar á Hvanneyrarbraut 46. Lárus lauk stúdentsprófi frá MA árið 1982 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ árið 1987. Hann er með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum, Lands rétti og Hæstarétti. Lárus hefur komið mjög víða við í félagsmálum s.s. verið í stjórn Íþróttasambands Íslands frá árinu 2001 og for­ maður laganefndar ÍSÍ frá 1997. Hann hefur verið í stjórn Lög­ mannafélagsins, í stjórn Eim­ skips, formaður Stjörnunnar, Í samninganefnd Icesafe og for­ maður starfshóps um Hvít­ bókina. Í stjórn Mannréttinda­ stofnunar HÍ og í Áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Lárus er núna forseti ÍSÍ og formaður Banka­ sýslu ríkisins. Hann er einn eigenda Lögmannsstofunnar Juris og sinnir þar lögmannsstörfum. Hann hefur verið sæmdur gull­ merkjum ýmissa félaga og sam­ taka vegna starfa að málefnum íþrótta. Þá var Lárus sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálka orðu 1. janúar 2018 fyrir störf í þágu íþróttahreyfingar­ innar. Lárus er kvæntur Soffíu Ófeigsdóttur, íslenskukennara við MK, og eiga þau 3 dætur. Hvað kemur upp í hugann þegar Siglufjörður er nefndur? Arnfríður: Mér finnst nándin í bænum vera eftirminnilegust. Hún gat bæði verið jákvæð og neikvæð. Við vorum þarna öll saman, einangruð og einhvern veginn römmuð inn. Við vissum alveg þegar ekki var flogið, ekki hægt að fara á bíl og allt ófært. En maður gat farið allt innanbæjar. Það voru ekki girðingar þar sem var bannað að fara og það var hægt að heimsækja vinnustaði foreldranna. Að alast upp á stað eins og Siglufirði fylgir ákveðið öryggi. Það er til orðtak sem segir að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og það var upplifun mín að svo hafi verið á Siglufirði. Föður­ og móðurfjölskylda mín var líka einstaklega samhent og mikill samgangur. Kirkjulega starfið byrjaði snemma hjá mér og var mjög stór hluti af uppeldinu. Ég var mikið í kirkjunni, á barna­ samkomum hjá Jóhönnu Kalbach og reyndar í Zíon líka. Ég var í Æskulýðsfélaginu sem okkar ár­ gangur endurreisti þegar Birgir Ásgeirsson kom sem prestur norður. Ég fór eins og flestir á vikulega stúkufundi og svo voru það skát­ arnir. Alltaf nóg við að vera og við fengum mikla og mikilvæga félagslega skólun. Ótrúlegt hvað okkur krökkunum var treyst fyrir miklu og hvað við fengum frjálsar hendur. Ég var líka mikill handa­ vinnunörd og þurfti mikinn tíma fyrir alls konar handavinnu. Það hefur fylgt mér til þessa dags og alltaf verið mikilvægt fyrir mig að geta sinnt því. Svo var það menningarlífið. Þegar einhver AM Ég vann í saltfiski um tíma og einn morgun kl. 7 kom vörubíll með hlass af salti, ca. 7 tonn, og við tókum okkur tvær til og mokuðum saltinu inn um lúgu á húsinu sem er núna Hannes Boy. Lukum þessum mokstri um hádegi. Líney kát að klifra.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.