Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2019, Qupperneq 20

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2019, Qupperneq 20
Siglfirðingablaðið20 listviðburður var í gangi hvöttu foreldrar mínir okkur systkinin til að fara og fóru oft með okkur. Við upplifðum svo margt þrátt fyrir innilokunina. Það var eins og skylda að mæta. Leikrit að sunnan og tónleikar svo eitthvað sé nefnt. Félagslíf var líka mjög hátt skrifað heima hjá mér. Pabbi var í karlakórnum Vísi og formaður kirkjukórsins. Hann var í Lions og mamma í Systrafélaginu. Svo má ekki gleyma tónlistarnáminu en ég lærði bæði á píanó og gítar. Það þurfti enginn að láta sér leiðast og mér leiddist aldrei. Svarti bletturinn í minningunum er eineltið sem viðgekkst víða og lítið sem ekkert var tekið á, hvorki af skólayfirvöldum né annars staðar. Alma: Öll æskuárin og hvað það var gaman að alast þarna upp og mikið hægt að gera. Hvað maður brallaði margt, var á skíðum og svo á skautum á tunglskinslýstri Langeyrinni, var á bryggjunum, sveiflaði sér á kaðlinum marg­ fræga, smíðaði kajaka með til­ heyrandi bræðslu stálbiks og beygingu bárujárns. Og svo er það náttúrulega veðrið. Það var annaðhvort frábært veður eða brjálað veður sem mér fannst skemmtilegra. Fór yfirleitt út í stórhríðinni og lék mér. Skólinn er líka eftirminnilegur. Mér fannst ofboðslega gaman í skólanum, allt skemmtilegt og ég held að þetta hafi verið góður skóli. Mjög margir góðir kennarar sem ég vil helst ekki gera upp á milli en að öðrum ólöstuðum átti Sigþór Erlends alltaf mest í okkur, blessuð sé minning hans. Það var mikil fjölbreytni í öllu því sem við gerðum. Það er eftirminnilegt að okkur var alltaf sett fyrir heimavinna í handavinnu þannig að maður sat og bróderaði heima. Fór svo út að leika. Ég tók þátt í öllum félagsstörfum sem boðið var upp á. Gekk í skátana þegar Guðbjartur Hannesson, síðar ráðherra, kom frá Akranesi og endurvakti skátafélagið en það hafði legið í dái nokkuð lengi. Þar fengum við mjög mikilvægan félagslegan skóla. Fengum t.d. að mála herbergið sem notað var fyrir skátafundina, ráða litnum og allt. Við Addý fórum fyrstu utanlandsferðina saman á skátamót í Trelleborg í Svíþjóð og unnum fyrir ferðinni í saltfiski. Stúkufundir og vikuleg uppsetning leikrita á þeim fundum var líka góður skóli og skemmtilegur. Ekki má gleyma bókasafninu sem var eiginlega eins og samkomuhús, mikið stundað bæði fyrir feluleiki og að fá lánaðar bækur. Ég bókstaflega át bækurnar, las alveg ógrynnin öll. Æskulýðsheimilið, “Æskó”, var líka mikilvægur vettvangur fyrir okkur krakkana. Ég man bara aldrei eftir að mér hafi leiðst. Lárus: Fyrst er það sjórinn og fjaran. Ég LB Það má segja að ég hafi fengið, og unnið, fyrsta lögfræðimálið þegar ég var 15 ára. Þá tók ég 16 tíma vaktir í Mjölhúsinu og hljóp þar með 60 kílóa poka. Ég var á unglingataxta í sömu vinnu og þeir eldri sem með mér unnu og mér fannst það ekki sanngjarnt. LB Í miklum snjó gerðum við okkur leik að því að stökkva ofan af tunnuverksmiðjunni. Siggi Ægis (minnir mig) stökk, langur og mjór, og hvarf eins og spjót í snjóinn. Við reyndum að grafa hann upp en fundum hann ekki og einhver hljóp í frystihúsið eftir hjálp. Nokkrir fullorðnir komu til bjargar og náðu Sigga upp, með­ vitundarlausum, en hann braggaðist fljótt. Lárus. Snemma beygist krókurinn.Alma fer með skátaheitið á skátamóti í Trelleborg í Svíþjóð 1975.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.