Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2019, Qupperneq 21
Siglfirðingablaðið 21
var bara alltaf í fjörunni eða við
hana, annaðhvort á kajak eða með
hundinn. Ég átti minkahund, eða
taldi hann allavega vera það. Hún
hét Rósý, sem hljómar kannski
ekkert veiðihundslega, en við strák
arnir vorum alveg klárir á því að
þetta væri minkahundur og löbb
uðum um fjörurnar að leita að
minkum, en veiðin var lítil.
Svo var það auðvitað mjög sérstakt
að sveifla sér á köðlum hér og þar,
bæði yfir landi og sjó. Í tönkunum
við mjöl húsið, sem sneru að Túngöt
unni. Þar var kaðallinn bund inn
við handriðið og bara brotajárn
undir. Svo var kaðall á löndunar
krananum þar sem maður týndi
einhverjum stígvélum. Fótbolti var
líka á vinsældalistanum og alltaf
hægt að finna hentugan stað, þótt
ekki væri nema í fjallinu. Ég varð
snemma virkur þátttakandi í
félagsstörfum. Mætti t.d. í kirkju
á hverjum sunnudegi og um tíma
ætlaði ég að verða prestur því
Guðbrandur meðhjálpari sagði að
ég tónaði svo vel. Við Addý vorum
saman í stjórn Æskulýðsfélagsins, ég
formaður og Addý varaformaður.
Þegar Ungt fólk með hlutverk kom
gekk ég í þann hóp. Mér fannst
mjög indælt að alast upp á Siglu
firði og get tekið undir það að
manni leiddist aldrei þótt maður
byggi ekki við sama útbúnað eða
dót og núna. Veðrið er náttúrulega
eitt eins og Alma nefndi. Þessar
öfgar í því. Mér finnst vanta þessar
sveiflur hér sunnan heiða, alltaf
eitthvað hálfgert veður. Svo má ekki
gleyma bíósýningunum hjá Oddi og
Guðrúnu og bíóið kemur reyndar
aðeins við sögu þegar ég fæddist því
ég fæddist á sunnudegi, inn í ellefu
ára afmæli hjá Jósef bróður og það
var bara öllu afmælisliðinu smalað
saman í bíó meðan tekið var á móti
mér í Blöndalshúsinu.
Líney:
Allt sem komið er fram. Útivistin
og allt brallið. Kajakgerðin þegar
verið var að berja bárujárnið til og
fá stálbik. Framhaldið var svo að
fara á kajakanum undir bryggjur
nar með veiðarfæri, veiða fisk og
gera að. Krakkar fengju aldrei að
gera þetta í dag. Svo var heldur
betur hægt að vera uppi í fjalli og
í Gimbraklettum. Það var alltaf
eitthvað sem hægt var að hafa
fyrir stafni. Eftirminnilegir eru
bardagarnir á milli hverfa; Húnar,
Villóar og Bakkar sem fóru í
skipulögð slagsmál. Einhverjir létu
vita hvað til stæði og menn mættu
tilbúnir í slag, vopnaðir hinum
ýmsu græjum. Svo eru það brenn
AG
Mér leiddist að vinna við borð í
frystihúsinu, það eru lengstu mín
útur sem ég hef lifað. Ég taldi
meira spennandi að flaka og hafði
mitt fram eftir að mér voru kennd
handbrögðin við flökunina og að
brýna. Danni Bald sýndi mér
hvernig á að flaka og ég er með ör
til minningar um það.
Hnífar í höndum unglinga þóttu
ekkert mál.
Barnastúkan Eyrarrós nr. 68.
Frá vinstri: Kristín Skúladóttir, Alma D. Möller, Arnfríður Guðmundsdóttir, Guðrún Blöndal, Jóhann Þorvaldsson,
Aðalbjörg Pálsdóttir, Hulda Friðgeirsdóttir, Björn Ingimarsson, Jóhanna Hilmarsdóttir, Stefán Friðriksson.