Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2019, Side 23

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2019, Side 23
Siglfirðingablaðið 23 allskonar fjölbreyttum félagsstörf um og þetta safnast allt upp í reynslu­ bankanum og gerir mann færari í að takast á við alls konar ólík vandamál. Maður kynnist mörgu fólki bæði í félagsmálastarfinu og lögmennskunni og það gerir mann óneitanlega víðsýnni. Það er líka töluverður lærdómur fólginn í því að heyra ólík sjónarmið fólks og finna sameiginlegan flöt á einhverju máli, sem allir eru sáttir við. Lögmenn eru alltaf í einhverju nýju og ýmislegt kemur upp á sem þér hefði aldrei dottið í hug að gæti gerst. Lífsreynslan vigtar alltaf inn í lífið, endurmenntun er alltaf í gangi og það er örvandi að fást við eitthvað nýtt og vera ekki að endurtaka sig dag frá degi. Líney: Það að stunda nám er ákveðinn agi. Maður lærir ákveðna ferla sem nýtast í vinnunni. Alltaf í ákveð­ num skrefum sem þarf að taka. Metnaður kemur líka sterkur inn og hvetur mann til að takast á við nýjar áskoranir. Það sem maður gerði og gerir fyrir utan skóla skipt­ ir verulegu máli og frjálsræðið í öllu mögulegu sem maður bar ábyrgð á öll þessi uppeldisár hefur verið mjög þroskandi og skilar sér í vinnunni. Arnfríður: Ég er ennþá í skóla, í skólarythma­ num, og kann ekkert annað. Það sem hefur nýst mér best fyrir utan bóknám, og það sem því fylgir, er metnaður í störfum sem hefur mikið vægi. Metnaðurinn kom með hvatningu að heiman, það var bara gert ráð fyrir að maður færi í framhaldsnám, en klárlega líka frá umhverfinu sem við höfum sagt frá hér á undan. Kirkjustarfið, skátastarfið og önnur félagsstörf fólu í sér mikla leiðtogaþjálfun sem hefur skipt verulegu máli síðar meir. Starf mitt í dag sem háskólaprófessor er ekki bara að kenna það sem ég lærði sjálf. Ég er stöðugt að lesa eitthvað nýtt eða skrifa. Hvatinn er svo innbyggður og það er bæði skemmtilegt og gefandi. Einhver lífsmottó? Lárus: Að lækka forgjöfina í golfi. Gefa sér tíma fyrir annað en krefjandi störf og hafa gaman af lífinu. Það er lífselixír að spila golf og gerir mann að betri manni. Arnfríður: Nýta öll tækifærin sem gefast til að taka áskorunum og gera sitt besta. Alma: Að gera gagn og gera vel. Ganga skrefinu lengra ef það hjálpar einhverjum. Líney: Kurteisi kostar enga peninga. Virðing fyrir öðru fólki er innifalin í því. Svo mörg skemmtileg og fróðleg voru svör þessara fjögurra við­ mælenda við spurningunum sem lagt var upp með hér. Ein ályktun sem hægt er að draga af svörum þeirra er til dæmis sú að góð uppvaxtarskilyrði, ágæt menntun og fjölbreyttur reynslubanki eru drjúg saman í veganesti út í lífið. Jóna Möller Flautukonsert í Tónskóla Siglufjarðar. Frá vinstri: Bylgja Jóhannsdóttir, Jóhanna Gunnarsdótir, Alma D. Möller, Arnfríður Guðmundsdóttir, Sigrún Guðlaugsdóttir og Halldóra S. Björgvinsdóttir. TILBOÐ TIL FORVITINNA SIGLFIRÐINGA. Ferðaskrifstofunni Mundo er sannur heiður að bjóða félögum í Siglfirðingafélaginu sérstakan og ríflegan afslátt af námskeiði og ævintýri sem byggir á verðlaunabók Hallgríms Helgasonar - Sextíu kíló af sólskini. Höfundur sjálfur og frændi hans Guðmundur Andri Thorsson verða með fræðslu um bókina, auk þess sem farið verður í kynnisferðir um söguslóðir bókarinnar. Nánar má lesa um námskeiðið hér en meðlimir í Siglfirðingafélaginu fá 20 þúsund króna afslátt af pakkanum: https://mundo.is/60-stundir-af-solskini/ ef þeir skrá sig fyrir 8. maí. Með kærri kveðju, Margrét Jónsdóttir Njarðvík

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.