Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2019, Page 24

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2019, Page 24
Siglfirðingablaðið24 Nýr siglfirskur diskur! Leó Ólason gefur út disk með eigin efni Fregnir hafa flogið að í sumar­ byrjun sé væntanlegur diskur með lögum eftir Leó Reyni Ólason. Leó er Siglfirðingum og nærsveitamönnum kunnur að starfi í hljómsveitunum, Frum, Hendrix og hinum geysivinsælu Miðaldamönnum. Hvað kom til? Það var fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi að eftir svolitlar pælingar tók ég þá ákvörðun svona með sjálfum mér og nánast upp úr þurru, að einhvern tíma í náinni framtíð skyldi ég gera disk með eigin efni, þ.e. lögum og að einhverju leyti líka textum. En fyrst ætlaði ég þó að gera disk eða diska með siglfirsku eða siglfirsk tengdu efni sem sumt hafði ekki verið hljóðritað áður og því ekki nægi­ lega aðgengilegt að mínu mati. Þegar ég fór að skoða þá hug­ mynd betur, sá ég að diskarnir þyrftu sennilega að vera tveir því ég var fljótlega kominn með 20 lög. Ég stóð því fyrir gerð tveggja diska sem nefndust “Svona var á Sigló”, þeir komu út á árunum 1999 og 2004 og ég fékk til liðs við mig fjölda góðra manna og kvenna. Nú eru þeir löngu uppseldir og kannski fer að líða að því að tími sé kominn á að endurútgefa þá. En diskurinn sem nú er á leiðinni er búinn að vera lengi í smíðum og vona ég að gamla máltækið að góðir hlutir gerist hægt, gangi þar eftir. Elstu upptökurnar eru frá miðjum tíunda áratugnum og þær nýjustu voru gerðar á síðustu dögum og er þegar þetta er skrifað, jafnvel ekki alveg lokið. Elsta lagið gerði ég 14 ára gamall undir hand­ leiðslu Gerhard’ s Schmidt, en þau nýjustu snemma á þessu ári. Er allt efnið á disknum eftir þig? Já, ég á öll lögin og flesta textana. Þó koma þar einnig við sögu mætir menn svo sem Steinn Steinarr, Hafliði Guðmundsson kennarinn minn úr Gaggó, Akureyringurinn Sigurður Ingólfsson og svo á Siglfirðingurinn Snorri Jónsson eina þrjá texta. Ertu einn á ferð eða nýturðu aðstoðar annarra? Nei, ég er svo heppinn að fjöldi manna og kvenna hafa verið til­ búin að ljá mér krafta sína. Má þar nefna Siglfirsku söngvarana Evu Karlottu, Róbert Óttarsson, Rafn Erlendsson og Hlöðver Sigurðsson. Svo eru þarna líka nöfn eins og Jóhann Helgason, Herbert Guðmundsson, Guð­ rún Gunnars, Arnar Freyr Gunnarsson sem hlaut látúns­ barkatitilinn árið á eftir Bjarna Ara sem fór allt of lítið fyrir. Rakel María Axelsdóttur og faðir hennar gamli poppgúrúinn Axel Einarsson, Þuríður Sigurðar dóttir, Ari Jónsson úr Roof Tops, Sig urður Pálsson, Íris Hólm, Haukur Hauksson (sem er reynd­ ar bróðir Eiríks Haukssonar), Mummi Hermanns (sem er faðir básúnuleikarans og söngvarans Valdimars og bróðir Karls Her­ mannssonar sem var fyrsti söng­ vari Hljóma), Sigurður Ingimars­ son (oft nefndur Kapteinn til að­ greiningar frá öðrum Sigurðum vegna starfa sinna innan Hjálp­ ræðishersins) og ekki má gleyma trúbadúrnum góðkunna Sigga Björns frá Flateyri sem nú starfar í Berlín, auk þess sem ég kem þarna sjálfur nokkuð við sögu. Gítarleikarar eru Eyþór

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.