Fréttablaðið - 22.06.2022, Side 4
Viðhorfsbreyting hefur orðið
hjá almenningi vegna gjald
töku við náttúruperlur, að
mati eiganda Kersins. Flækju
stig kann að skapast vegna
umsýslu við Fjaðrárgljúfur ef
fleiri eigendur teljast hafa til
kall til staðarins.
bth@frettabladid.is
NÁTTÚRA Jarðareigandi sem átti um
langt skeið Skál á Síðu, vestan við
Fjaðrárgljúfur, segir að á þeim tíma
hafi f leiri eigendur verið taldir að
gljúfrinu en landeigendur á Heiði.
Eigendur jarðarinnar Heiðar eru
nú að selja íslenskum viðskipta
manni jörðina og þar með talið
gljúfrið. Jarðareigandinn, Gísli Vig
fússon, segir að áður hafi verið talið
að eigendur gljúfursins hafi verið
jörðin Heiði, Heiðarsel, Holt eitt og
tvö. Fréttablaðið hefur upplýsingar
um að Seðlabankinn eigi Holt 1.
Umhverfisráðuneytið sendi í gær
frá sér tilkynningu vegna fréttar
Fréttablaðsins um að ríkið hygðist
ekki nýta sér forkaupsrétt. Þar segir
að Guð laug ur Þór Þórð ar son um
hverf is, orku og lofts lags ráð herr a
og hinn nýi kaup and i jarð ar inn ar,
hafi und ir rit að með sér sam komu
lag um frið lýs ing u. Sam kom u
lag ið kveð i á um að ríkið fall i frá
for kaups rétt i jarð ar inn ar en nýr
kaup and i lýs i sig sam þykk an því
að vinn a að frið lýs ing u svæð is
ins. Eftir því sem skilja má verður
rukkað bílastæðagjald en hjólandi
og gangandi verði ekki rukkaðir um
aðgangseyri.
Ef óvissa er um eignarhald gljúf
ursins, eins og jarðareigandinn
heldur fram, þarf hinn nýi eigandi
Fjaðrárgljúfurs mögulega að höndla
við sameignarjarðir varðandi gjald
töku. Þá virðist ekki með öllu ljóst
hvort samningur ráðuneytisins og
nýja kaupandans haldi, ef semja
þarf við fleiri um afnot af svæðinu.
Innheimta gjalda við náttúru
perlur sem hafa að jafnaði staðið
almenningi opnar án endurgjalds,
hefur á köflum mætt harðri and
stöðu. Mikil ólga skapaðist árið 2014
þegar annars vegar var innheimt
gjald við Hveri austan Námafjalls
í Mývatnssveit og hins vegar við
Geysi. Í báðum tilvikum var gjald
töku hrundið eftir stuttan tíma
vegna óeiningar eða ætlaðs lög
brots.
Ósk ar Mag nú sson, eigand i
Kersins, segist ekki sjá hvernig
stjórnvöld geti sett sig upp á móti
gjaldtöku við staði eins og Fjaðrár
gljúfur. Ríkið hafi sjálft sett for
dæmi með bílastæðagjöldum við
Þingvelli.
„Svo fremi sem eigandinn setur
hluta innkomunnar í náttúru
verndina og veitir þjónustu er ekk
ert athugavert við gjaldtöku,“ segir
Óskar.
Óskar telur að viðhorfsbreyting
hafi orðið meðal Íslendinga síðan
gjaldtaka við náttúruperlur var
almennt fordæmd, um að einkaað
ilar geti sinnt umsjá valinna svæða
í stað ríkisins, og að eðlilegt sé að
þjónusta sé ekki ókeypis.
„Þetta var þannig að ef maður
bauð ekki upp á klósett þá var
maður ekki talinn veita þjónustu.
En þjónusta er ekki bara kló
sett. Þjónusta er bílastæði, stígar,
tröppur, pallar, leiðbeiningaskilti,
bæklingar og f leira. Ég held það
hafi orðið grundvallarbreyting sem
byggist á því að menn skilgreina
hugtakið þjónustu með nýjum
hætti,“ segir Óskar.
Nokkur nýleg dæmi eru um
að ríkið hafi nýtt forkaupsrétt á
jörðum þegar náttúruperlur eru á
náttúruminjaskrá. Tvö eru þekkt
ust. Árið 2017 tilkynnti Bjarni
Benediktsson fjármálaráðherra
að ríkið hefði ákveðið að nýta for
kaupsrétt með því að kaupa jörðina
Fell. Kaupverð var 1.520 milljónir
króna. Með kaupunum var tryggt
að Jöklulsárlón yrði í almanna
eigu. Árið 2019 keypti ríkið svo tvo
þriðju hverasvæðisins við Geysi á
1,2 milljarða króna. n
Þjóðin er að eldast og
eldri borgurum fjölgar.
Þegar hafa 80 milljónir
króna verið kyrrsettar.
NÚ AÐEINS Í APPI
OG Á DOMINOS.IS
ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI,
EF ÞÚ SÆKIR
Mögulega fleiri eigendur að gljúfrinu
Deildar meiningar eru um hvort seljendur jarðarinnar Heiði hafi fullan ráðstöfunarrétt til að selja Fjaðrárgljúfur. Við-
horfsbreyting er sögð hafa orðið gagnvart gjaldtöku við náttúruperlur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Óskar
Magnússon
kristinnhaukur@frettabladid.is
DÓMSMÁL Kristinn Jón Gíslason og
verktakafyrirtæki hans, HD Verk,
krefjast frávísunar einkamáls sem
höfðað var gegn honum vegna elds
voðans á Bræðraborgarstíg. Tekist
verður á um kröfuna í haust en verði
henni hafnað gæti aðalmeðferð haf
ist í byrjun næsta árs.
„Þegar málið fer í aðalmeðferð
má búast við því að hún standi yfir
í nokkra daga,“ segir Guðbrandur
Jóhannesson, lögmaður 17 ein
staklinga, sem telja sig eiga kröfu á
Kristin og HD Verk. Kröfuhafarnir
eru tíu fyrrverandi íbúar hússins og
sjö aðstandendur þeirra þriggja sem
létust í eldsvoðanum.
„Einsýnt er að taka þarf skýrslur
af að minnsta kosti 17 aðilum,
vitnum, matsmönnum sem gerðu
matsgerðir um varanlegt líkams
tjón þeirra aðila sem lifðu brunann
af, auk sérfræðinga sem unnið hafa
skýrslur um brunann, þar með talið
um skort á brunavörnum og fleira,“
segir Guðbrandur.
Einstaklingarnir eru erlendir og
eru sumir enn á landinu en aðrir
farnir utan. Engar viðræður um
sættir hafa átt sér stað.
Marek Moszcynski, sem kveikti
eldinn, var metinn ósakhæfur í
júní árið 2021. Um það leyti, ári eftir
brunann, var hægt að meta varan
legt tjón og örorku þeirra sem lentu
í brunanum. Krafan í heildina er
162 milljónir króna en hæsta ein
staka krafan hljóðar upp á tæpar
30 milljónir.
Þó að langt sé í aðalmeðferð er
málið þegar hafið fyrir dómstólum.
Þegar hefur eitt kyrrsetningarmál
farið alla leið til Hæstaréttar og
verið samþykkt á öllum dómstigum,
það er upp á 80 milljónir króna.
Sækjendur hafa þó óttast um kröfu
sína vegna slæmrar fjárhagsstöðu
HD Verks og sölu fasteigna. Tvær
aðrar kyrrsetningarbeiðnir hafa
verið lagðar fram. n
Krefjast frávísunar bótamáls vegna Bræðraborgarstígsbruna
ser@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA Dæmi eru um það
hjá stórum hótelkeðjum á Íslandi
að nýting herbergja sé orðin betri
en hún var fyrir heimsfaraldurinn.
„Þetta hefur gerst hratt á síðustu
vikum,“ segir Davíð Torfi Ólafsson,
framkvæmdastjóri Íslandshótela,
sem reka Grand hótel Reykjavík,
Hótel Reykjavík Centrum og Foss
hótelin hringinn í kringum landið.
Hann segir að viðspyrnan hafi
byrjað strax í vetrarlok, en aðsókn
á hótelin hafi verið afar góð í apríl
og maí og hásumarið lofi sömuleiðis
mjög góðu. „Ástæða þessa er eflaust
uppsöfnuð ferðalöngun fólks,“ segir
Davíð Torfi.
En ógnanir séu líka til staðar.
„Hátt verð á aðföngum og eldsneyti
getur hæglega dregið úr ferðavilja
fólks, en ég er samt sem áður bjart
sýnn á að haustið verði annasamt.“
Það er gott hljóð í f leiri greinum
ferðaþjónustunnar. „Já, það er mjög
líf legt hjá okkur,“ segir Bergþór
Karlsson, hjá Bílaleigu Akureyrar.
„Það stefnir í að þetta sumar verði
á pari við 2019.“ Helsta ógnunin sé
að nýir bílar berist síðar en til stóð.
Hjá rútufyrirtækjum hafa menn
líka tekið gleði sína. „Þetta er allt
á uppleið,“ segir Óskar Jósefsson,
framkvæmdastjóri GreyLine, sem
þurfti að fara í nauðasamninga
vegna verkefnaleysis í faraldrinum
og safnar nýjum fjárfestum. „Við
erum að endurheimta okkar fyrri
styrk,“ segir Óskar. n
Hótelnýting betri
en fyrir faraldur
Davíð Torfi
Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri
Íslandshótela.
thorgrimur@frettabladid.is
FÉLAGSMÁL „Við vitum það öll að
þjóðin er að eldast og að ef mann
fjöldaskrár Hagstofunnar ganga
eftir verða um tuttugu prósent
þjóðarinnar eldri borgarar árið
2039 og þetta verður komið upp í
25 prósent árið 2057,“ sagði Guð
mundur Ingi Guðbrandsson félags
og vinnumarkaðsráðherra á fundi á
Kjarvalsstöðum í gær við undirritun
viljayfirlýsingar um heildarendur
skoðun við eldra fólk. „Það er því
mjög mikilvægt að við náum betur
að samþætta þá þjónustu sem við
erum að veita eldra fólki.“
Auk Guðmundar Inga undir
rituðu yfirlýsinguna þau Willum
Þór Þórsson heilbrigðisráðherra,
Bjarni Benediktsson fjármálaráð
herra, Aldís Hafsteinsdóttir, for
maður Sambands íslenskra sveitar
félaga, og Helgi Pétursson, formaður
Landssambands eldri borgara.
Jafnframt hefur verið skipuð verk
efnastjórn sem hefur það hlutverk
að leiða vinnu við endurskoðun
þjónustunnar. n
Vilja bæta þjónustu við eldra fólk
Yfirlýsingin var undirrituð á Kjarvalsstöðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
4 Fréttir 22. júní 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ