Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.06.2022, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 22.06.2022, Qupperneq 4
Viðhorfsbreyting hefur orðið hjá almenningi vegna gjald­ töku við náttúruperlur, að mati eiganda Kersins. Flækju­ stig kann að skapast vegna umsýslu við Fjaðrárgljúfur ef fleiri eigendur teljast hafa til­ kall til staðarins. bth@frettabladid.is NÁTTÚRA Jarðareigandi sem átti um langt skeið Skál á Síðu, vestan við Fjaðrárgljúfur, segir að á þeim tíma hafi f leiri eigendur verið taldir að gljúfrinu en landeigendur á Heiði. Eigendur jarðarinnar Heiðar eru nú að selja íslenskum viðskipta­ manni jörðina og þar með talið gljúfrið. Jarðareigandinn, Gísli Vig­ fússon, segir að áður hafi verið talið að eigendur gljúfursins hafi verið jörðin Heiði, Heiðarsel, Holt eitt og tvö. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að Seðlabankinn eigi Holt 1. Umhverfisráðuneytið sendi í gær frá sér tilkynningu vegna fréttar Fréttablaðsins um að ríkið hygðist ekki nýta sér forkaupsrétt. Þar segir að Guð laug ur Þór Þórð ar son um­ hverf is­, orku­ og lofts lags ráð herr a og hinn nýi kaup and i jarð ar inn ar, hafi und ir rit að með sér sam komu ­ lag um frið lýs ing u. Sam kom u­ lag ið kveð i á um að ríkið fall i frá for kaups rétt i jarð ar inn ar en nýr kaup and i lýs i sig sam þykk an því að vinn a að frið lýs ing u svæð is­ ins. Eftir því sem skilja má verður rukkað bílastæðagjald en hjólandi og gangandi verði ekki rukkaðir um aðgangseyri. Ef óvissa er um eignarhald gljúf­ ursins, eins og jarðareigandinn heldur fram, þarf hinn nýi eigandi Fjaðrárgljúfurs mögulega að höndla við sameignarjarðir varðandi gjald­ töku. Þá virðist ekki með öllu ljóst hvort samningur ráðuneytisins og nýja kaupandans haldi, ef semja þarf við fleiri um afnot af svæðinu. Innheimta gjalda við náttúru­ perlur sem hafa að jafnaði staðið almenningi opnar án endurgjalds, hefur á köflum mætt harðri and­ stöðu. Mikil ólga skapaðist árið 2014 þegar annars vegar var innheimt gjald við Hveri austan Námafjalls í Mývatnssveit og hins vegar við Geysi. Í báðum tilvikum var gjald­ töku hrundið eftir stuttan tíma vegna óeiningar eða ætlaðs lög­ brots. Ósk ar Mag nú sson, eigand i Kersins, segist ekki sjá hvernig stjórnvöld geti sett sig upp á móti gjaldtöku við staði eins og Fjaðrár­ gljúfur. Ríkið hafi sjálft sett for­ dæmi með bílastæðagjöldum við Þingvelli. „Svo fremi sem eigandinn setur hluta innkomunnar í náttúru­ verndina og veitir þjónustu er ekk­ ert athugavert við gjaldtöku,“ segir Óskar. Óskar telur að viðhorfsbreyting hafi orðið meðal Íslendinga síðan gjaldtaka við náttúruperlur var almennt fordæmd, um að einkaað­ ilar geti sinnt umsjá valinna svæða í stað ríkisins, og að eðlilegt sé að þjónusta sé ekki ókeypis. „Þetta var þannig að ef maður bauð ekki upp á klósett þá var maður ekki talinn veita þjónustu. En þjónusta er ekki bara kló­ sett. Þjónusta er bílastæði, stígar, tröppur, pallar, leiðbeiningaskilti, bæklingar og f leira. Ég held það hafi orðið grundvallarbreyting sem byggist á því að menn skilgreina hugtakið þjónustu með nýjum hætti,“ segir Óskar. Nokkur nýleg dæmi eru um að ríkið hafi nýtt forkaupsrétt á jörðum þegar náttúruperlur eru á náttúruminjaskrá. Tvö eru þekkt­ ust. Árið 2017 tilkynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að ríkið hefði ákveðið að nýta for­ kaupsrétt með því að kaupa jörðina Fell. Kaupverð var 1.520 milljónir króna. Með kaupunum var tryggt að Jöklulsárlón yrði í almanna­ eigu. Árið 2019 keypti ríkið svo tvo þriðju hverasvæðisins við Geysi á 1,2 milljarða króna. n Þjóðin er að eldast og eldri borgurum fjölgar. Þegar hafa 80 milljónir króna verið kyrrsettar. NÚ AÐEINS Í APPI OG Á DOMINOS.IS ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI, EF ÞÚ SÆKIR Mögulega fleiri eigendur að gljúfrinu Deildar meiningar eru um hvort seljendur jarðarinnar Heiði hafi fullan ráðstöfunarrétt til að selja Fjaðrárgljúfur. Við- horfsbreyting er sögð hafa orðið gagnvart gjaldtöku við náttúruperlur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Óskar Magnússon kristinnhaukur@frettabladid.is DÓMSMÁL Kristinn Jón Gíslason og verktakafyrirtæki hans, HD Verk, krefjast frávísunar einkamáls sem höfðað var gegn honum vegna elds­ voðans á Bræðraborgarstíg. Tekist verður á um kröfuna í haust en verði henni hafnað gæti aðalmeðferð haf­ ist í byrjun næsta árs. „Þegar málið fer í aðalmeðferð má búast við því að hún standi yfir í nokkra daga,“ segir Guðbrandur Jóhannesson, lögmaður 17 ein­ staklinga, sem telja sig eiga kröfu á Kristin og HD Verk. Kröfuhafarnir eru tíu fyrrverandi íbúar hússins og sjö aðstandendur þeirra þriggja sem létust í eldsvoðanum. „Einsýnt er að taka þarf skýrslur af að minnsta kosti 17 aðilum, vitnum, matsmönnum sem gerðu matsgerðir um varanlegt líkams­ tjón þeirra aðila sem lifðu brunann af, auk sérfræðinga sem unnið hafa skýrslur um brunann, þar með talið um skort á brunavörnum og fleira,“ segir Guðbrandur. Einstaklingarnir eru erlendir og eru sumir enn á landinu en aðrir farnir utan. Engar viðræður um sættir hafa átt sér stað. Marek Moszcynski, sem kveikti eldinn, var metinn ósakhæfur í júní árið 2021. Um það leyti, ári eftir brunann, var hægt að meta varan­ legt tjón og örorku þeirra sem lentu í brunanum. Krafan í heildina er 162 milljónir króna en hæsta ein­ staka krafan hljóðar upp á tæpar 30 milljónir. Þó að langt sé í aðalmeðferð er málið þegar hafið fyrir dómstólum. Þegar hefur eitt kyrrsetningarmál farið alla leið til Hæstaréttar og verið samþykkt á öllum dómstigum, það er upp á 80 milljónir króna. Sækjendur hafa þó óttast um kröfu sína vegna slæmrar fjárhagsstöðu HD Verks og sölu fasteigna. Tvær aðrar kyrrsetningarbeiðnir hafa verið lagðar fram. n Krefjast frávísunar bótamáls vegna Bræðraborgarstígsbruna ser@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Dæmi eru um það hjá stórum hótelkeðjum á Íslandi að nýting herbergja sé orðin betri en hún var fyrir heimsfaraldurinn. „Þetta hefur gerst hratt á síðustu vikum,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, sem reka Grand hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum og Foss­ hótelin hringinn í kringum landið. Hann segir að viðspyrnan hafi byrjað strax í vetrarlok, en aðsókn á hótelin hafi verið afar góð í apríl og maí og hásumarið lofi sömuleiðis mjög góðu. „Ástæða þessa er eflaust uppsöfnuð ferðalöngun fólks,“ segir Davíð Torfi. En ógnanir séu líka til staðar. „Hátt verð á aðföngum og eldsneyti getur hæglega dregið úr ferðavilja fólks, en ég er samt sem áður bjart­ sýnn á að haustið verði annasamt.“ Það er gott hljóð í f leiri greinum ferðaþjónustunnar. „Já, það er mjög líf legt hjá okkur,“ segir Bergþór Karlsson, hjá Bílaleigu Akureyrar. „Það stefnir í að þetta sumar verði á pari við 2019.“ Helsta ógnunin sé að nýir bílar berist síðar en til stóð. Hjá rútufyrirtækjum hafa menn líka tekið gleði sína. „Þetta er allt á uppleið,“ segir Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Grey­Line, sem þurfti að fara í nauðasamninga vegna verkefnaleysis í faraldrinum og safnar nýjum fjárfestum. „Við erum að endurheimta okkar fyrri styrk,“ segir Óskar. n Hótelnýting betri en fyrir faraldur Davíð Torfi Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Íslandshótela. thorgrimur@frettabladid.is FÉLAGSMÁL „Við vitum það öll að þjóðin er að eldast og að ef mann­ fjöldaskrár Hagstofunnar ganga eftir verða um tuttugu prósent þjóðarinnar eldri borgarar árið 2039 og þetta verður komið upp í 25 prósent árið 2057,“ sagði Guð­ mundur Ingi Guðbrandsson félags­ og vinnumarkaðsráðherra á fundi á Kjarvalsstöðum í gær við undirritun viljayfirlýsingar um heildarendur­ skoðun við eldra fólk. „Það er því mjög mikilvægt að við náum betur að samþætta þá þjónustu sem við erum að veita eldra fólki.“ Auk Guðmundar Inga undir­ rituðu yfirlýsinguna þau Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráð­ herra, Aldís Hafsteinsdóttir, for­ maður Sambands íslenskra sveitar­ félaga, og Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara. Jafnframt hefur verið skipuð verk­ efnastjórn sem hefur það hlutverk að leiða vinnu við endurskoðun þjónustunnar. n Vilja bæta þjónustu við eldra fólk Yfirlýsingin var undirrituð á Kjarvalsstöðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 4 Fréttir 22. júní 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.