Fréttablaðið - 25.06.2022, Page 8
Erdogan, forseti Tyrk-
lands, vill að Svíar og
Finnar breyti löggjöf
sinni um hryðjuverk.
Forseti Tyrklands setur
Finnlandi og Svíþjóð þung
skilyrði fyrir samþykki hans
á aðildarumsóknum ríkjanna
að Atlantshafsbandalaginu.
Viðræður eru enn í hnút.
ragnarjon@frettabladid.is
UTANRÍKISMÁL Vonir Finnlands og
Svíþjóðar um að fá fullgilda aðild
að Atlantshafsbandalaginu á næsta
fundi aðildarríkja virðast orðnar að
engu, en fundurinn fer fram næsta
miðvikudag, 29. júní. Tyrkland er
enn mótfallið inngöngu ríkjanna
tveggja og óljóst er hvenær eða
hvort afstaða þeirra til aðildarvið
ræðna mun breytast.
Viðræður milli annars vegar
umsóknarríkjanna tveggja og Tyrk
lands hins vegar, sem er andsnúið
aðildinni, hófust þann 20. júní í
Brussel að frumkvæði Jens Stolten
berg, framkvæmdastjóra NATO.
Þar var ætlunin að sætta sjónarmið
Finnlands, Svíþjóðar og Tyrklands
en þjóðunum hefur orðið lítið
ágengt í viðræðum sínum.
Helsta andstaða gegn inngöngu
Svía og Finna í NATO kemur frá
Recep Tayyip Erdogan Tyrklands
forseta. Erdogan hefur lýst því yfir
að vilji Svíar og Finnar fá vilyrði
Tyrklands fyrir inngöngu verði
löndin að ganga að kröfum hans.
Helstu kröfur Tyrklands eru að
bæði löndin breyti hryðjuverkalög
um sínum, framselji meðlimi Verka
mannaf lokks Kúrda (PKK), sem
fengið hafa pólitískt skjól, og stöðvi
vopnaviðskiptabönn sem hafa verið
í gildi síðan Tyrkland beitti sér í Sýr
landsstríðinu árið 2019.
Upprunalega gáfu öll 30 aðildar
ríki NATO vilyrði sitt fyrir inngöngu
landanna. Þar á meðal Tyrkland, en
forseti Finnlands, Sauli Niinisto,
sagði að Erdogan sjálfur hefði lýst
yfir ánægju sinni með umsóknina.
Finnland, sem deilir 1.340 kíló
metrum af landamærum með
Rússlandi, er sérstaklega í mun að
umsókn þeirra verði tekin fyrir.
Ibrahim Kalin, talsmaður for
seta Tyrklands, hefur gefið í skyn að
mögulega þurfi að bíða að minnsta
kosti í eitt ár áður en viðræður geta
hafist á ný.
Þetta er talið tengt því að kosn
ingar fara fram í Tyrklandi í júní
2023 en vinsældir Erdogan Tyrk
landsforseta hafa minnkað mikið.
Málefni Kúrda eru fyrirferðarmikil
í umræðu landsins og mótstaða
gegn þeim mikil og því auðséð að
Erdogan mun nýta tækifærið til að
sækja fylgi úr þessum málaflokki.
Tyrkland hefur ekki sett nein sér
stök tímatakmörk hvað viðræður
varðar, enda liggi ekki á að löndin
tvö verði tekin inn sem aðildarríki
NATO. Þetta hefur þó vakið hörð
viðbrögð aðildarríkja, sem saka
Erdogan um að nýta sér aðstöðu
sína til að koma sínum eigin mál
efnum fram. ■
Tyrkir enn erfiðir Svíum og Finnum
Heimildir: Bloomberg, Reuters Fréttablaðið: Getty © GRAPHIC NEWS
PÓLLAND HVÍTA-RÚSSLAND
LITÁEN
DANMÖRK
NOREGUR
SVÍÞJÓÐ FINNLAND
R Ú S S L A N D
EISTLAND
Moskva
Sankti-Pétursborg
Finnsk-rússnesku
landamærin eru
1.340 kílómetra löng
Gautland
Múrmansk
200 km
LETTLAND
ÞÝSKALAND
EystrasaltNorðurhaf
ATLANTSHAF
Sjóherstöðvar
Flugherstöðvar
Meðlimir í NATO
Mögulegir meðlimir NATO
Lykilherstöðvar:
Tyrkland enn á móti umsókn
Svíþjóðar og Finnlands
Finnland og Svíþjóð hafa bæði sent inn formlega umsókn um aðild að NATO,
en andstaða Tyrklands gæti sett aðildarviðræður út af sporinu.
Ef ríkin fá inngöngu gæti NATO styrkt stöðu sína á Eystrasaltinu umtalsvert.
Andmæli Tyrklands gegn stækkun NATO
Verkamanna¦okkur Kúrda (PKK): Tyrklandsforseti
Recep Tayyip Erdogan (hægri) hefur ásakað Finna
og Svía um að styðja við kúrdíska hermenn sem
Ankara álítur hryðjuverkamenn.
Refsiaðgerðir: Tyrkland vill að Svíar og Finnar
afnemi öll vopnaviðskiptabönn sem sett voru á eªir
að Tyrkland beitti sér í Sýrlandsstríðinu 2019.
Sedat Önal, varautanríkisráð-
herra Tyrklands, og Ibrahim Kalin,
talsmaður forseta Tyrklands, voru
viðstaddir á fundi með talsmönnum
Svíþjóðar og Finnlands í Brussel.
bth@frettabladid.is
EFNAHAGSMÁL Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir, hagfræðingur BSRB,
segir að þeir sem hafi breiðustu
bökin þurfi að leggja meira fram til
samneyslunnar. Flótti sé hafinn úr
heilbrigðisgeiranum og varði miklu
að verja grunnstoðirnar þótt mikil
þensla sé í hagkerfinu og óvissa
fram undan í efnahagsmálum.
„Kerfin okkar, heilbrigðiskerfið
og velferðarkerfið, hafa verið van
fjármögnuð um árabil,“ segir Sig
ríður Ingibjörg. „Við erum með
heilbrigðiskerfi sem hefur verið
undir gríðarlegu álagi og sjáum
f lótta hafinn, til dæmis af Land
spítalanum. Við hjá BSRB höfum
lagt gríðarlega áherslu á mikilvægi
þess að auka fjármuni inn í þessar
stofnanir,“ bætir hún við, „bæði til
að tryggja þjónustuna en ekki síður
til að tryggja aðbúnað og öryggi
starfsfólksins.“
Það styttist í ögurstund í efna
hagslífinu ofan á óðaverðbólgu og
vaxtahækkanir. Kjarasamningar
losna á almennum markaði í haust
en hjá opinbera geiranum undir
næsta vor. Hagfræðingur BSRB
segir að til að styrkja kerfin þurfi
að vera vilji hjá stjórnvöldum til
að sækja tekjur til þeirra sem séu
aflögufærir.
„Útgerðin og stóreignafólk þurfa
að leggja meira til samfélagsins.“
Spurð hvernig Sigríður Ingi
björg sjái það fyrir sér bendir hún
á að skattalækkanir stjórnarinnar á
síðasta kjörtímabili hafi ekki verið
fjármagnaðar.
„Við studdum skattalækkanir á
láglaunahópa og millitekjufólk en
við bentum líka á að það þyrfti að
finna aðra fjámuni í staðinn.“
Sigríður Ingibjörg segir megin
verkefni kjarasamninganna að
vernda kaupmátt og halda áfram
að hækka lægstu laun.
„Eitt stærsta vandamálið er að
hér hefur skort húsnæðisstefnu
allt síðan verkamannabústaðir
voru lagðir af fyrir tæpum aldar
fjórðungi,“ segir Sigríður Ingibjörg.
Hún telur þá breytingu hafa verið
mjög vonda ákvörðun.
„Lausnin átti að vera að lána fólki
miklu meiri peninga en það hefur
skilað sér í ömurlegri stöðu eins og
við sjáum núna. Það verður að bæta
verulega í almenna íbúðakerfið til
að tryggja húsnæðisöryggi fólks í
lægri tekjuhópunum.“ ■
BSRB vill að aukið fé verði sótt í vasa sjávarútvegsfyrirtækja
Útgerðin og stóreigna-
fólk þurfa að leggja
meira til samfélagsins.
Sigríður
Ingibjörg
Ingadóttir,
hagfræðingur
BSRB
kristinnhaukur@frettabladid.is
UTANRÍKISMÁL Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir, þingmaður Pírata,
gagnrýndi Breta fyrir áform um
að ferja hælisleitendur til Rúanda
á þingi Evrópuráðsins. Sagði hún
Boris Johnson forsætisráðherra
reyna að láta eins og sterkan mann
en aðgerðir hans væru í raun veikluð
viðbrögð við popúlískum þrýstingi.
„Áður fyrr varaðir þú aðra við
þessu. Nú ættir þú að horfa í spegil
inn,“ sagði Þórhildur um aðgerðir
Breta, sem hefur verið lýst sem
brotum á mannréttindum og angi
af kynþáttahatri.
Fleiri þingmenn gagnr ý ndu
Breta, sem hyggjast leggja fram
löggjöf þar sem breskir dómarar
geta hnekkt úrskurðum Evrópska
mannréttindadómstólsins. Bent
var á að Rússland og önnur vald
stjórnarríki myndu nota þetta sem
fyrirmynd eða réttlætingu á eigin
brotum á alþjóðalögum og sam
þykktum.
„Heimurinn lærði lexíu eftir
seinni heimsstyrjöldina. Að hunsa
Mannréttindadómstólinn er að
hunsa þá lexíu,“ sagði hinn þýski
þingmaður Julian Pahlke. „Boris
Johnson leiddi Bretland út úr Evr
ópusambandinu. Núna er hann
að leiða Bretland út úr evrópskum
gildum.“ ■
Sagði Boris að
horfa í spegil
Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir,
þingmaður Pírata
Áttu rétt á veitingahúsa- eða viðspyrnustyrk?
Nánari upplýsingar á skatturinn.is
skatturinn@skatturinn.is 442 1000
Umsóknarfrestur er til 30. júní 2022
8 Fréttir 25. júní 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ