Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.06.2022, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 25.06.2022, Qupperneq 12
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hefð- bundnir íslenskir íbúðar- kaupendur glíma nú almennt við lífs- kjararýrn- un sem rekja má til þessara mannanna verka. Fullyrðing umhverfis- ráðherra um að stóriðja sé lausn á loftslags- vanda er í besta falli útúrsnún- ingur. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is „Hvað felst í nafni?“ ritaði Shakespeare í Rómeó og Júlíu. „Það sem nefnt er rós hefði jafn ljúfan ilm með öðru nafni.“ Arthur Sackler fæddist í Brooklyn-hverfi í New York sumarið 1913. Hann var sonur evrópskra innflytjenda, Isaac og Sophie, sem dreymdi stóra drauma fyrir hönd Arthurs og yngri bræðra hans. Arthur hóf nám í læknisfræði. Hann fékk sumarstarf sem textahöfundur auglýsinga hjá lyfjafyrirtæki og uppgötvaði óvæntan hæfileika til að selja. Þegar kreppan mikla skall á misstu Isaac og Sophie það litla sem þau áttu. Arthur sá fjölskyldunni farborða og greiddi skólagjöld bræðra sinna sem einnig lærðu læknisfræði. Árið 1945 fékk Isaac hjartaáfall. Á dánar- beðinum sagðist hann harma að arfleiða þá ekki að neinum veraldlegum gæðum. Hann sagðist þó ánafna þeim öðru og meira. „Glati maður auði má alltaf vinna sér inn nýjan,“ sagði Isaac. „Glati maður æruverðugu nafni sínu fæst það aldrei aftur.“ Árið 1955 uppgötvaði svissneski lyfja- framleiðandi Roche nýtt róandi lyf. Arthur Sackler var fenginn til að markaðssetja það. Lyfið fékk nafnið Librium, samsetning úr ensku orðunum „liberation“ (frelsun) og „equilibrium“ (jafnvægi). Í kjölfarið fylgdi Valium en nafn þess var dregið af latnesku orði yfir að vera við góða heilsu. Librium og Valium gerðu Arthur vell- auðugan. Hann lét sér þó ekki nægja leik að orðum og keypti lítið lyfjafyrirtæki handa sér og bræðrum sínum. Lyfjafyrirtækið átti mikilli velgengni að fagna og Sackler- fjölskyldan varð ein auðugasta fjölskylda Bandaríkjanna. Fjölskyldan var lengi vel þekktust fyrir veglega styrki sína til lista- og menningarstofnana. Það breyttist hins vegar nýverið. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráð- herra sagði í fréttum Sjónvarpsins í vikunni að virkja þyrfti meira á Íslandi. Ástæðuna sagði hann orkuskiptin, áætlanir um að endurnýjanlegir orkugjafar leysi af hólmi orkugjafa á borð við kol og olíu sem menga meira. Fréttamaður benti á að 80 prósent af íslenskri raforku færi í stóriðju og spurði hvort ekki mætti einfaldlega taka þá orku og nota í orkuskiptin. Guðlaugur tók hugmynd- inni fálega. „Hvað ef allir gerðu það?“ spurði hann fréttamann. „Hvað ef allar þjóðir færu þá leið að segja: Það sem að okkur snýr, við færum það bara til annarra landa? Þá næðist enginn árangur í baráttu gegn lofts- lagsvánni.“ Þótt lyfjaheitið Librium hafi verið kennt við frelsi og jafnvægi var raunveruleikinn annar. Þótt orðið Valium hafi vakið hug- renningatengsl við góða heilsu varð lyfið í senn mest notaða og mest misnotaða lyf- seðilsskylda lyf í heimi. Örlæti Sackler-fjölskyldunnar var iðulega því skilyrði háð að nafn fjölskyldunnar sæist á áberandi stað þar sem styrkja hennar naut við. Nafnið er þó ekki lengur þekktast fyrir velgjörðir við listir. Sackler-fjölskylduna þekkja nú flestir sem eigendur Purdue Pharma, lyfjafyrirtækisins sem fram- leiðir verkjalyfið OxyContin og talið er hafa valdið banvænum ópíóíðafaraldri sem nú geisar í Bandaríkjunum og víðar. „Hvað felst í nafni?“ Þegar Isaac Sackler, ættfaðir Sackler-fjölskyldunnar, taldi sig ánafna sonum sínum hinum mestu verð- mætum átti hanni ekki við stafarununa sem nafnið var samsett úr heldur orðstírinn sem lá að baki henni. Rétt eins og rós ilmaði jafn vel undir öðru nafni lyktar óþefur illa þótt við köllum hann angan. Fullyrðing umhverfisráðherra um að stóriðja á Íslandi sé lausn á loftslagsvanda jarðar er í besta falli útúrsnúningur, versta falli skuggalegt stefnumál sem ræða þarf nánar. Stórtækar virkjanaframkvæmdir eru enn fremur náttúruspjöll, sama þótt umhverfisráðherra kalli þær hinu hugljúfa nafni orkuskipti. ■ Óþefur og umhverfisráðherra Efnahagslífið er aldrei fyrirséð á Íslandi og fyrir vikið þrífst spákaupmennska í landinu þar sem sveiflukóngarnir ríða röftum, altso þeir efnamenn sem eru úrræðabestir við að koma fjármunum sínum til vinnu á hverjum degi. Eftir situr alþýða manna sem verður að una við gjaldmiðil sem gengur af göflunum, svo til reglulega, en fyrir vikið er aldrei á vísan að róa í vöxtum og verðlagi í landinu. Og þversagnirnar í þessu öllu saman eru raunalegar – nægir þar að nefna lítið dæmi sem er reyndar stórt og alvarlegt í lífi fjölda fólks í yngri kantinum sem er að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið. Það fer í strangt greiðslumat, svo strangt reyndar að unga fólkið má hafa sig allt við til að komast í gegnum nálarauga lánveitenda. Á end- anum liggur það svo fyrir með býsna mikilli nákvæmni hvað fólkið ræður við að taka hátt lán. Og það skal ekki fá krónu meira en það megnar að greiða til baka. En allt eins gerist það daginn eftir að for- kólfar Seðlabankans afráða að hækka stýri- vexti af ástæðum sem unga fólkið hefur engin tök á að verjast. Forsendubrestur þess sem lántakanda verður alger – og útreikningarnir á greiðslubyrðinni mega þá allt eins heita ein- hver öfugmælavísa – enda hækka húsnæðislán þessa fólks um tugi þúsunda í hverjum einasta mánuði. Þetta er Ísland ófyrirsjáanleikans. Fyrr og síðar. Hefðbundnir íslenskir íbúðarkaupendur glíma nú almennt við lífskjararýrnun sem rekja má til þessara mannanna verka. Nú í vikunni hækkuðu mánaðargreiðslur kaupendanna um liðlega þrjátíu þúsund að meðaltali. Ætla má að dæmigerður fyrstu íbúðar kaupandi takist núna á við um áttatíu þúsund króna þyngri greiðslubyrði en fyrir réttu ári, mánaðarlega. Af hverju í ósköpunum er ekki ráðist að rót vandans? Það eru öðru fremur sveiflukóngarnir sem stjórna verðlagningu á fasteignamarkaði um þessar mundir af ástæðum sem rekja má til þess að eignamyndun er hvergi meiri í nokkr- um flokki fjárfestinga. Þeir sjá sér því leik á borði að kaupa upp heilu og hálfu íbúðablokk- irnar til að hagnast á stjórnlausri verðbólgu á fasteignamarkaði. Miðað við allt það regluverk sem tilheyrir íslensku samfélagi ætti að vera auðvelt að taka á þessu á örlagatímum í efnahagsmálum þjóðar- innar. Eða er það svo að sveiflukóngarnir eigi hér frítt spil á kostnað almennings? ■ Sveiflukóngar NÚ AÐEINS Í APPI OG Á DOMINOS.IS ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI, EF ÞÚ SÆKIR SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 25. júní 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.