Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.06.2022, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 25.06.2022, Qupperneq 22
Meðalaldur þungarokks­ hljómsveita á stóru þunga­ rokkshátíðum er fjörutíu ár. Langt er síðan nýtt og spenn­ andi þungarokksband heillaði flösuþeytara heimsins og ekkert virðist toppa Metal­ lica, Iron Maiden og hina gömlu góðu risa. Hvað veldur? Fréttablaðið fór á Copenhell og spjallaði við valinkunna spekúlanta um hvort þunga­ rokkið sé á leið í gröfina. benediktboas@frettabladid.is kristinnhaukur@frettabladid.is Sumarið er tíminn þar sem flösuþeytarar landsins fara út fyrir landsteinana til þess að horfa á goð sín og rífa upp hornin. Metalhausarnir eru alþjóðlegt samfélag engu öðru líkt, með sitt eigið tungumál, sínar eigin táknmyndir og sinn eigin dans. Sá dans er reyndar frekar einfaldur en hann snýst um að feykja flösu sem víðast og standa kyrr. Fyrir löngu seldust upp allir miðar á hátíðir eins og Wacken í Þýska­ landi, Graspop í Belgíu og Copen­ hell í Danmörku, enda allir risarnir í rokkinu að spila. Þegar betur er að gáð sést þó alvarlegt mein. Óheil­ brigður vítahringur sem getur ekki endað með neinu öðru en háu falli. Stærstu hljómsveitirnar á þessum hátíðum, og öllum öðrum, eru þær sömu og trekktu að fyrir 30, 40 og jafnvel 50 árum síðan. Á Copenhell, einni þeirri vinsælustu hjá Íslend­ ingum, er meðalstarfsaldur tíu stærstu sveitanna 39,5 ár. Á Graspop var starfsaldurinn hærri, eða 42,5 ár. Margar af stjörnunum, eins og Gene Simmons í KISS og Rob Half­ ord í Judas Priest, eru komnar á átt­ ræðisaldur og sumar hljómsveitir eru byrjaðar að missa meðlimi vegna öldrunarsjúkdóma. Nýjar sveitir trekkja ekki að eins og þær gömlu og þess vegna er þeim komið fyrir á smærri sviðum og á verri tímum. Fólk er komið til að sjá risana sem plægt hafa akurinn áratugum saman. En hvað tekur við þegar þessar sveitir hætta? Er þunga­ rokkið á leiðinni í gröfina? Hvað tekur við? Fréttablaðið tók snúning á Copenhell þar sem tvöföld bassat­ romma, glæsileg gítarsóló og konur og kallar öskruðu úr sér lungun, flest með miklum tilþrifum. Fréttablaðið mátti reyndar ekki mynda Metallica og Iron Maiden en blátt bann var við því. Aðrar hljómsveitir hleyptu blaðinu mun nær. Þá leitaði blaðið til rokksér­ fræðinga sem hafa lifað og hrærst í þungarokkinu frá því þeir heyrðu fyrst bassatrommuna slá. Flestir eru sammála um að rokkið standi á tímamótum. Rokkið muni lifa en endurnýjunin er ekki að eiga sér stað. Hvorki í hljómsveitum né aðdáendum. Þó, ef horft er í kristal­ kúluna, sé hægt að sjá að þunga­ rokkshátíðir muni bjóða upp á þrí­ víddarupptökur af hljómsveitum sem hafa farið yfir móðuna miklu. Þarf að losna við þá gömlu „Þungarokkið hefur haft sína öldu­ dali og toppa. Endalokum þess hefur áður verið spáð en það heldur velli og mun gera það áfram, segir Eiríkur Hauksson, söngvari Artch og Drý­ sils. „Ég held einmitt að þegar gömlu „risarnir“ leggja upp laupana komi þörf fyrir nýtt blóð og viss endur­ nýjun muni eiga sér stað. Þetta mun taka sinn tíma en þungarokkarar er dyggur aðdáendahópur sem alltaf rís úr öskustónni.“ Eiríkur segist því miður fylgjast lítið með nýju þungarokki. „Ég er einmitt einn þeirra mörgu sem þurfa að „losna við“ gömlu meist­ arana til að uppgötva þá nýrri og yngri,“ segir hann. Engir fimmtán ára metalhausar „Rokkið er ekki dautt. Undirstefnan þungarokk er rosa vinsæl en er að standa í stað,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, doktor í tónlist. Vísar hann til rannsóknar á gestum Hellfest í Frakklandi þar sem kom í ljós að meðalaldurinn var nálægt fertugu. „Endurnýjun metalhausa er ekki að eiga sér stað. Fimmtán ára metalhausar eru ekki til lengur,“ segir Arnar. Arnar segir erfitt að spá fyrir um hvað gerist þegar gömlu risarnir hætta. Hugsanlega leggist þunga­ rokkið af og f lestum verði sama um það. Eða þá að það komi fram ný gerð af „ýktri músík“. Enn séu sífellt að koma fram þungarokks­ hljómsveitir, sem oft „uppfæri“ eldri tónlist. Þær séu þó sjaldnast að ná sömu meginstraumshylli og gömlu risarnir. „Það er svolítið skondið að sjá plaköt fyrir risahátíðir eins og Wack­ en þar sem eru ekkert nema 30 ára gamlar hljómsveitir,“ segir Arnar. Risarnir lifa Snæbjörn Ragnarsson, þungarokk­ ari með meiru og tónlistaráhuga­ maður, segir öruggt að þungarokk­ ið sé ekki yngjast en hann sjái það nú ekki deyja út í nánustu framtíð. „Staðreyndin er sú að við erum enn að sjá fyrstu kynslóð þungarokkara í fullu fjöri og eiginlega ekki hægt að segja að neitt risaband hafi dáið eiginlegum ellidauða enn þá – nema kannski Motörhead og kannski Sab­ bath. Minni og úthaldslélegri böndin heltust vitanlega frekar úr lestinni en risarnir lifa, sem ég held að sé ekkert óeðlilegt miðað við miklar vinsældir þeirra,“ segir Snæbjörn. Hann segist vera sirka af þriðju kynslóð þungarokkara og það sé enn gaman að sjá Judas Priest (1969), Kiss (1973), Iron Maiden (1975) og Metallica (1981) spila. „Þetta eru mennirnir sem bjuggu þetta til og sýndu mér hvað ég átti að gera. Guð­ feður. Óskoraðir brautryðjendur. Mig grunar að þetta jafnist aðeins þegar þessi elsta víglína fellur frá. Stjörnuljóminn er ekki jafn bjartur kringum næstu kynslóðina – jú, þetta eru auðvitað alger risabönd og fylgið gríðarlegt, en þau komu til skjalanna þegar þungarokkið var tekið að kvíslast. Þannig sýnist hverju okkar sitt um KoRn, Slip knot, Rammstein og Mastodon. En við vitum öll að Iron Maiden er besta hljómsveit í heimi. Það gerðist áður en skoðanamismunurinn kom til skjalanna,“ segir Snæbjörn. Böndin verða eilíf í framtíðinni Þráinn Árni Baldvinsson gítarleik­ ari gaf nýlega út sitt fyrsta sólólag, Stringendo, sem er í þyngri kantin­ um. Þráinn hefur vakið athygli fyrir áhuga sinn á Kiss og gítarleik með Skálmöld. Hann segir að hann hafi einnig velt því fyrir sér hvort þunga­ rokkið sé að slá sinn síðasta tón. „Þegar við spiluðum á Gras­ pop 2019, rétt fyrir Covid, þá voru það Def Leppard, White snake og KISS sem kláruðu kvöldið þegar við vorum búnir að spila. Það var mikil dvalar­ he i m i l i s s t e m n i ng yfir öllu baksviðs og ekkert hart undir t ö n n í boði og fátt sterkara en engiferte. Það er auðvitað eitt og eitt band sem klifrar upp og í átt að toppnum en ég held þetta sé í raun spurn­ ing um samfélagið og miðlana frekar en að þungarokkið sé að hverfa,“ segir hann. Þráinn bendir á að þegar öll stóru böndin komu fram á sínum tíma voru bara örfáir miðlar sem komu tón­ listinni og upp­ lýsingum um b ö n d i n t i l fól k s . A l l i r f e n g u s ö m u upplýsingarnar um Metallica, KISS, Black Sabbath, Deep Purple í gegnum miðlana sem voru fáir til að byrja með. „Núna geta allir hins vegar gleymt sér í búbblunni sinni og algórhythminn stýrir nánast öllu fyrir þig. Það er fullt af frábærum nýjum böndum úti um allan heim og þau geta núna gert tónlistina aðgengi­ lega í gegnum alls kyns samfélags­ miðla og streymisveitur. En hættan er auðvitað að týnast í flóðinu.“ Þráinn segir að góð bönd sem ná einhverri athygli þurfi samt alltaf að deila athyglinni með öðrum, enda sé framboðið mikið. „Hvað tekur við þegar þessi stóru bönd leggja upp laupana? Þetta verður allt sett upp í þrívídd og enginn þarf að ótt­ ast þungarokkshátíð án Megadeth eða Kreator. Aldrei. Þeir verða alltaf með okkur.“ n Það var mikil dvalar­ heimilis stemning yfir öllu baksviðs og ekkert hart undir tönn í boði og fátt sterkara en engiferte. Þráinn Árni Baldvinsson, gítar- leikari Skálmaldar Þungarokkið að slá sinn síðasta tón Paul Stanley varð sjötugur í byrjun árs en Kiss var stofnað árið 1970 og rokka sem aldrei fyrr. Myndir/Matthías finnsson finnson Það eru ekki margir ungir metalhausar til, samkvæmt Arnari Eggert, doktor í tónlistarfræðum, en það finnast þó nokkur ljós í myrkrinu. Rob Halford, söngvari Judas Priest, sem var stofnuð árið 1969, var geggjaður á sviðinu, enda einhver almesti töffari sem um getur. Copenhell hljómsveit stofnuð Metallica 1981 KISS 1973 Iron Maiden 1975 Judas Priest 1969 Mastodon 2000 Bad Religion 1980 Down 1991 Korn 1993 Merciful Fate 1981 D.A.D 1982 Meðalstarfsaldur 39,5 ár Graspop­hátíðin hljómsveit stofnuð Iron Maiden 1975 Scorpions 1965 Judas Priest 1969 Whitesnake 1978 Megadeth 1983 Sabaton 1999 Deep Purple 1968 Korn 1993 Alice Cooper 1969 Within Temptation 1996 Meðalstarfsaldur 42,5 ár 22 Helgin 25. júní 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.