Fréttablaðið - 25.06.2022, Side 35
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar óskar eftir öflugum og drífandi
leiðtoga til að leiða skrifstofu öldrunarmála. Við leitum að einstaklingi
sem hefur jákvætt og lausnamiðað hugarfar, þrífst á krefjandi
verkefnum og hefur metnað til að veita framúrskarandi þjónustu.
Málaflokkar sem skrifstofa öldrunarmála ber ábyrgð á eru m.a.
heimahjúkrun, heimaþjónusta, hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir,
heimsending matar og félagsstarf.
Skrifstofustjóri situr í framkvæmdastjórn velferðarsviðs og heyrir
starfið undir sviðsstjóra. Hann ber ábyrgð á að leiða faglegt starf og að
þróun þjónustu sé í takt við þarfir notenda. Hann hefur yfirumsjón með
verkefnum skrifstofunnar og stýrir forgangsröðun þeirra. Auk þessa
leiðir hann samningagerð við Sjúkratryggingar vegna heimahjúkrunar
og samstarf við hagaðila sem koma að öldrunarmálum.
Umsækjendur verða metnir út frá grunnkröfum varðandi menntun, hæfni og
reynslu. Umsækjendur eru beðnir um að sýna fram á í kynningarbréfi og
ferilskrá hvernig þeir uppfylla hverja hæfniskröfu. Þeir umsækjendur sem
uppfylla best allar hæfniskröfur og sýna fram á það með skýrum hætti í
umsókn sinni verða boðaðir í viðtal.
Í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og nýsamþykkta
velferðarstefnu er lögð áhersla á að starfsstaðir velferðarsviðs endurspegli
fjölbreytileika samfélagsins. Við hvetjum því fólk af öllum kynjum, fatlað fólk
og fólk með fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn til að sækja um starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi
stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veitir María Jonný Sæmundsdóttir
mannauðsráðgjafi á mariajonny@reykjavik.is eða í síma 411-9000.
Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí 2022. Sótt er um á vef
Reykjavíkurborgar: https://reykjavik.is/storf
Leiðtogi öldrunarmála
í Reykjavík
Hefur frumkvæði að þróun og nýbreytni í öldrunarmálum og tryggir að
stefnumarkandi ákvörðunum sé hrint í framkvæmd.
Stýrir faglegu starfi og daglegum rekstri skrifstofunnar ásamt samstarfi og
samráði við aðrar þjónustueiningar sviðsins, stofnanir og samstarfsaðila
innan og utan borgar.
Leiðir samstarf við ríkisstofnanir, s.s. Sjúkratryggingar og
heilbrigðisráðuneytið, meðal annars vegna samninga um heimahjúkrun.
Hefur umsjón með og ber ábyrgð á samþættingu félagslegrar
heimaþjónustu og heimahjúkrunar í samstarfi við framkvæmdastjóra hvers
þjónustusvæðis.
Ber ábyrgð á almennri upplýsingamiðlun, meðal annars til hagsmunaaðila
og fjölmiðla, um þjónustu og starfsemi öldrunarmála á vegum
velferðarsviðs.
Tekur þátt í undirbúningi funda velferðarráðs og situr fundi velferðarráðs
og öldungaráðs.
Helstu verkefni og ábyrgð
Háskólamenntun á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda.
Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.
Farsæl reynsla af stjórnun og uppbyggingu liðsheildar, stjórnun krefjandi
verkefna og umbótavinnu.
Yfirgripsmikil þekking á öldrunarmálum og / eða velferðarþjónustu.
Reynsla og þekking af rekstri og opinberri stjórnsýslu.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt og lausnamiðað
viðhorf.
Hæfni til að sýna forystu, staðfestu og sannfæringarkraft.
Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Hæfniskröfur
www.reykjavik.is