Fréttablaðið - 25.06.2022, Qupperneq 57
Fyrsta íslenska sirkuslistahátíðin,
Flipp festival, stendur yfir nú
um helgina. Þema hátíðarinnar
vísar í eina algengustu spurningu
sirkusáhorfenda: Er þetta hægt?!
arnartomas@frettabladid.is
„Þetta er fyrsta sirkuslistahátíðin sem
haldin er af íslenskum aðilum,“ segir
Eyrún Ævarsdóttir, formaður stjórnar
sirkuslistafélagsins Hringleiks, sem
stendur fyrir hátíðinni. „Við verðum
með fimm ólíkar sýningar fyrir fjöl-
breyttan áhorfendahóp, námskeið,
opnar sirkussmiðjur og hitt og þetta.“
Hátíðin fer fram í nýuppbyggða
svæðinu við Elliðaárstöð, þar sem fjöl-
skylduvænu viðburðirnir fara fram, og í
Hjólaskautahöllinni á Sævarhöfða.
Þá verður sýningin Arcade Delight
eftir danska sirkushópinn Dynamo
Workspace í Kolaportinu en sú er ætluð
fullorðnum.
„Þau eru að koma með upplifunar -
sirkus-rúlluskauta-kabarett-partí-sýn-
ingu,“ segir Eyrún og hlær en á sýning-
unni býðst áhorfendum að fara sjálfir í
rúlluskauta, fá lánaðan 80‘s fatnað og
jafnvel að láta klippa á sig möllet.
Á blússandi farti
Félagasamtökin Hringleikur voru
stofnuð árið 2018 og telja nú um þrjá-
tíu meðlimi sem starfa við sirkuslistir
á Íslandi. Sirkusstarfið er fjölbreytt og
er boðið upp á sýningar, námskeið og
unglinga- og barnastarfið Æskusirkus.
„Það er allt á blússandi farti á verk-
efnunum hjá okkur,“ segir Eyrún, sem
bætir við að Covid hafi auðvitað sett
strik í reikninginn hjá mörgum. „Við
náðum samt alveg að halda sýningar í
gegnum faraldurinn svo það er gaman
hvað það hefur í rauninni gengið vel. Í
Covid vorum við til dæmis með sýning-
una Allra veðra von, sem f lakkaði um
allt land og hlaut meira að segja Grímu-
verðlaun.“
Fyrstu skrefin
Í dag þarf blessunarlega enginn að
strjúka að heiman til að ganga í sirkus,
en hvernig er best að bera sig að ef maður
hefur áhuga á að blanda sér í senuna?
„Ef viðkomandi er undir átján ára þá
er hægt að ganga í Æskusirkusinn þar
sem krakkar geta mætt,“ segir Eyrún.
„Fyrir fullorðna erum við með opnar
æfingar í nýtilkomnu sirkusæfinga-
húsinu okkar, sem er í sjálfu sér magnað
skref þar sem við höfum verið aðeins
á hrakhólum undanfarin ár. Svo erum
við með ýmis námskeið sem er hægt að
finna á heimasíðunni okkar.“
Dagskrá Flipp festival má finna á
hringleikur.is. n
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Ástkær eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Árni Stefán Norðfjörð
áður til heimilis að
Álandi 11, Reykjavík,
andaðist 21. júní á Hjúkrunarheimili
DAS á Sléttuvegi. Útförin fer fram frá
Bústaðakirkju föstudaginn 1. júlí kl. 11.
Anna Hulda Ólafsen Norðfjörð
Unnur Dóra Norðfjörð Runólfur Þór Andrésson
Sigrún Birna Norðfjörð Oddgeir Arnarson
Árni Valur Skarphéðinsson Iðunn Ólafsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og makar þeirra.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
Jón Stefánsson
Ásabraut 14 Akranesi,
er látinn. Útförin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hins látna.
Kristín Þorsteinsdóttir og fjölskylda.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Steinunn Erla Friðþjófsdóttir
Erla í Hjólinu
Laufbrekku 4, Kópavogi,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu,
sunnudaginn 19. júní. Útförin fer fram frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, fimmtudaginn 30. júní kl. 13.
Björn Ingólfsson
Linda Björk Björnsdóttir Sigurður G. Benediktsson
Stefán Logi Björnsson Marta Sigurðardóttir
Víðir Snær Björnsson
Adda Steina, Aldís, Erla, Þórdís Ása, Fanný Sif,
Stefanía Ásdís, Aníta Ósk og langömmubörn.
Elsku móðir mín, amma,
langamma, tengdamóðir og systir,
Sigríður S. Jónsdóttir
Skógarvegi 16, Reykjavík,
lést þann 18. apríl á
Líknardeild Kópavogs. Útförin fór
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Rannveig Kramer Hermann G. Jónsson
Thelma Dögg Hermannsdóttir Magnús Ingi Ingason
Tanja Dögg Hermannsdóttir Guðjón Már Atlason
Magnús S. Jónsson Ágústa Gísladóttir
börn og barnabörn.
Elsku mamma, tengdamamma,
amma og langamma,
Sigríður Friðsemd
Sigurðardóttir
Árskógum 6, Reykjavík,
lést föstudaginn 17. júní á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
þriðjudaginn 28. júní klukkan 15.00.
Sigurbjörg Ágústsdóttir Vilberg Ágústsson
Sigþór Kristinn Ágústsson
Elín Ágústsdóttir Hrafn Ingimundarson
Steindór Rúnar Ágústsson
Jónína Ágústsdóttir Logi Sigurfinnsson
Halldór Jónas Ágústsson Ingunn Gísladóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Vilborg Eyjólfsdóttir
Gógó
Sóltúni 2,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar
þann 16. júní síðastliðinn.
Útför fer fram frá Seljakirkju
mánudaginn 27. júní klukkan 11.00.
Eygló Sigurðardóttir Ómar Jónsson
Sveinbjörn Þórisson Hildur Þorsteinsdóttir
Ásdís Þórisdóttir Páll Theodórsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og systir,
Karen Garðarsdóttir
Svíþjóð,
lést 2. febrúar síðastliðinn í Svíþjóð.
Útförin fer fram frá Áskirkju
miðvikudaginn 6. júlí kl. 11.00.
Enar Johansson
Unnur Karen Guðmundsdóttir Elías Raben Gunnólfsson
Helga María Guðmundsdóttir Pontus Sundén
Andri Hrafn, Aron Freyr, Alexia Líf og Frosti Þór
Sigríður Garðarsdóttir Gerleman
Ingvar Garðarsson
Ingibjörg Elísabet Garðarsdóttir
Ástkær eiginkona mín, systir okkar,
mágkona og frænka,
Gunnhildur Gunnarsdóttir
fjármálastjóri,
Algorfa, Spáni,
áður Blikahólum 2,
lést á sjúkrahúsi laugardaginn 14. maí.
Minningarathöfn um Gunnhildi fer fram frá Lindakirkju í
Kópavogi þriðjudaginn 28. júní 2022, kl. 13.00.
Guy Gevaert
Baldur Gunnarsson
Reynir Ásgeirsson Björg Thomassen
Gunnarr Baldursson
Júlía Leví Baldursdóttir
Björn Þór Reynisson
Róbert Már Reynisson
Einar Þröstur Reynisson
og fjölskyldur.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og bróðir,
Bjarki Þórarinsson
læknir,
lést föstudaginn 17. júní á hjartadeild
Landspítalans. Útför hans fer fram
frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
30. júní klukkan 13.
Egill Bjarkason Anna Tomaszewska
Theódóra Bjarkadóttir Johan Wållgren
barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur.
Ástkær faðir okk r, tengdafaðir, afi og
bróðir
BJARKI ÞÓRARINSSON
læknir
lést föstudaginn 17.júní á hjartadeild Landspítalans. Útför hans
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. júní klukkan 13
Egill Bjarkason Anna Tomaszewska
Theódóra Bjarkadóttir Johan Wållgren
barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Magnús Gunnar Pálsson
flugvirki,
Bjarkavöllum 1A, Hafnarfirði,
lést á Spáni laugardaginn 4. júní sl. Útför
hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 27. júní kl. 13.
Karl Óskar Magnússon Guðný Bjarnarsdóttir
Þóra Margrét Karlsdóttir Patrekur Örn Gestsson
Magnús Gunnar Karlsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Nína Oddsdóttir
lést á Hjúkrunarheimilinu
Sóltúni laugardaginn 11. júní.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
þriðjudaginn 28. júní kl. 13.
Rósmundur M. Guðnason Helga Sigurðardóttir
Vilmundur G. Guðnason Guðrún Nielsen
Oddur Th. Guðnason Dýrfinna H. Sigurðardóttir
Gunnar Gísli Guðnason Guðlaug Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Fyrsta íslenska sirkushátíðin
Eyrún Ævarsdóttir,
formaður stjórnar
Hringleiks
Það verður flippuð stemning í Kolaportinu í kvöld. MYND/AÐSEND
FRÉTTABLAÐIÐLAUGARDAGUR 25. júní 2022 Tímamót 29