Fréttablaðið - 25.06.2022, Síða 62
Arnar Már Ólafsson er einn
reynslumesti og farsælasti
golfþjálfari Íslands. Hann
útskrifaðist úr sænska PGA
golfkennaraskólanum árið
1991 og starfaði í átta ár sem
afreksþjálfari hjá Golfklúbbn
um Keili.
Arnar starfaði í Þýskalandi í 20 ár
og var meðal annars yfirþjálfari í 10
ár hjá Berlin Wannsee Golf Land
cub, sem er einn elsti og merkasti
golf klúbbur Þýskalands. Hann
f lutti aftur heim til Íslands árið
2006 og starfaði sem unglinga
landsliðsþjálfari hjá Golfsam
bandinu, jafnframt því sem hann
stofnaði og kenndi við Golf kenn
araskóla PGA á Íslandi.
Arnar hefur þjálfað afrek s
kylfinga sem hafa leikið bæði á
Áskorendamótaröð Evrópu og
sjálfri Evrópumótaröðinni. Hann
hefur þjálfað marga af okkar bestu
kylf ingum og er í dag þjálfari
Guðmundar Ágústs Kristjáns
sonar, atvinnukylfings sem leikur
á Áskorendamótaröðinni. Arnar
Már settist niður með kylfingi.is og
ræddi starf PGA golfkennarans og
golfið á Íslandi. Hann segir nægan
markað fyrir PGA golfkennara hér
á landi. „Þeir sem eru að leita sér að
kennurum, eins og golfklúbbar og
þessir nýju staðir sem eru með golf
hermaaðstöðu, eiga í erfiðleikum
með að finna fagmenntaða golf
kennara. Markaðurinn er alltaf að
stækka og það er til marks um gæði
PGA að fólk fer meira og meira til
kennara og spurnin eftir kennslu
hefur aukist umtalsvert. Við PGA
golfkennarar höfum nóg að gera.“
Duglegri að sækja sér kennslu
Arnar segir íslenska kylfinga ekki
alltaf hafa verið duglega að sækja
sér kennslu en það hafi breyst
mikið. „Ég hef samanburðinn frá
Þýskalandi þar sem fólk er almennt
duglegt að sækja þjónustu PGA
kennara. Ég held að hlutfallið sé
að verða mjög svipað hér. Þróunin
er svipuð hjá f lestum kylfingum.
Fólk byrjar að fá ráð hjá vinum eða
fjölskyldumeðlimum en svo þegar
það verður betra þá duga þau ráð
ekki og kylfingar leita til fagaðila.
Flestir enda svo hjá PGA kennara.
Þörfin til að læra er mikil hjá okkur
kylfingum. Það eru mjög fáir sem
byrja í golfi og gera allt upp á eigin
spýtur alla sína lífstíð, menn fá
ráð hér og þar en best er auðvitað
að fara til PGA kennara og byrja á
réttum enda í þessu.“ Aðspurður
segir Arnar Már að hver sem er
megi í raun selja golfkennslu en að
PGA merkið sé svo sterkt í þessum
heimi að þegar kylfingar hafa hitt
PGA kennara í fyrsta sinn séu í raun
ekki miklar líkur á að þeir leiti út
fyrir PGA eftir það. Hann segir mis
skilning að golfkennsla sé dýr. „Hún
er á öllu verði og allir geta í raun
fundið sér farveg við hæfi hjá golf
kennurum. Það er hægt að finna
ýmsar leiðir til að læra án þess að
þurfa að borga mikið. Það er boðið
upp á hóptíma víða til dæmis og
ýmsar lausnir hvað það varðar.
En svo eru auðvitað þeir sem vilja
heldur kaupa einkatíma, sem eðli
lega kosta aðeins meira.“
Þarf að bæta aðstöðuna
Arnar, sem í dag er afreksþjálfari
hjá GKG, segir alla aðstöðu til
kennslu hafa stökkbreyst með til
komu þeirra fullkomnu golfherma
sem hafa sprottið upp víða. „Herm
arnir breyttu öllu fyrir okkur. Hinn
almenni kennari hér á landi er
mikið í hermunum á veturna og
fer svo til dæmis í golfferðirnar til
Spánar eða Portúgal á vorin og er
að kenna í golfskólum eða í farar
stjórn. Svo kemur hann hingað
heim og kennir í sínum klúbbi eða
á heimavelli á sumrin. Það væri rök
rétt framhald hjá hreyfingunni að
bæta æfingaaðstöðuna. Meðlimir
klúbbanna þurfa betri aðstöðu til
að læra leikinn betur, því þeim mun
betur sem kylfingar kunna leikinn
hafa þeir meiri ánægju af honum.
Svæðin sem eru fyrir hendi nú
þegar eru frábær en þau bera bara
ekki allan þennan fjölda kylfinga.
Hér vantar golf holur, svo hug
myndin um þjóðarleikvang í golfi
er ekki svo galin.“
Gera sitt besta til að verða betri
Hvað er það mikilvægasta sem
kylfingar geta gert fyrir sitt golf?
„Ég hvet kylfinga til að hætta aldr
ei að læra og að treysta ferlinu. Ég
hvet alla kylfinga til að vera for
vitna um eigin takmörk og gera sitt
besta til að verða betri. Það verða
allir betri sem leggja sig fram um
að læra og því betri sem kylfingar
verða því meiri ánægju hafa þeir af
sportinu.“ n
Hinn almenni kennari
hér á landi er mikið í
hermunum á veturna
og fer svo t.d. í golf-
ferðirnar til Spánar eða
Portúgal á vorin.
Ólafur Pálsson olafur@vf.is - Páll Ketilsson pket@vf.is
Golffréttir og umfjöllun alla daga
Starfandi PGA golfkennari í þrjátíu ár
Saga Traustadóttir úr GKG og Sigurð
ur Bjarki Blumenstein úr GR, sigruðu
á Íslandsmótinu í holukeppni sem
fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ
dagana 17.19. júní. Mótið er hluti af
GSÍ mótaröðinni.
Saga varð með sigrinum Íslands
meistari í holukeppni í annað sinn
en hún vann einnig árið 2019. Saga
vann Pamelu Ósk Hjaltadóttur úr
GM í úrslitaleik en Pamela er mikið
efni, aðeins á fjórtánda aldursári. Sig
urður Bjarki vann sinn fyrsta Íslands
meistaratitil í holukeppni og með því
sinn fyrsta sigur frá upphafi á móta
röðinni. Hann sigraði Kristófer Orra
Þórðarson úr GKG í úrslitaleik.
Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr GK
sigraði Árnýju Eik Dagsdóttur úr GR
í leik um þriðja sætið í kvennaflokki
og Kristján Þór Einarsson úr GM varð
þriðji í karlaflokki eftir sigur á Aroni
Emil Gunnarssyni í leik um brons
verðlaunin.
Saga sagði í samtali við kylfing.is
að það hefði verið aðeins öðruvísi að
vinna þennan titil í annað sinn. Hún
sagðist vera reynslumeiri nú en fyrir
þremur árum þegar henni fannst hún
hafa sigrað heiminn. „Það er samt
alltaf jafn gaman að vinna og það
var líka mjög skemmtilegt að fá að
spila á móti öllum þessum ungu snill
ingum. Ég fékk að spila við nærri allt
stúlknalandsliðið á mótinu og þær
eiga svo sannarlega framtíðina fyrir
sér. Ég verð að minnast sérstaklega
á Pamelu Ósk en hún er þvílíkt efni
og bar sig ótrúlega vel. Það er margt
mjög gott í hennar leik en hún slær
ótrúlega langt og er greinilega með
mikið keppnisskap.“ Aðspurð sagð
ist Saga svolítið setja markmiðin mót
fyrir mót en hún byrjaði að æfa aftur
í desember eftir að hafa lagt kylf
urnar á hilluna eftir háskólagolfið.
Hún segist stefna á að vera með á
Íslandsmótinu í Eyjum í ágúst og ef
það gengur eftir ætli hún sér auðvitað
að reyna að vinna það.
Sigurður Bjarki sagði að fyrir
komulag holukeppninnar henti sér
vel því hann geti leyft sér að reyna að
sækja fleiri fugla. Þá líkar honum að
spila maður á mann sem dregur fram
keppnisskapið í honum og hann
gerir allt til að vinna andstæðing
inn. „Leikskipulagið gekk upp og ég
náði að aðlaga golfið mitt aðstæðum
hverju sinni. Ég er mjög ánægður með
að hafa loksins unnið minn fyrsta
sigur á mótaröðinni og ég ætla mér
stóra hluti í sumar.“
Hin unga Pamela Ósk sagðist, í
samtali við kylfing.is, vera mjög
ánægð með árangur sinn á mótinu
enda hafi markmiðið verið að kom
ast upp úr riðlakeppninni. Hún gerði
gott betur en það og komst alla leið í
sjálfan úrslitaleikinn. Pamela hefur
verið í golfi síðan hún man eftir sér
og stefnir á háskólagolfið í Bandaríkj
unum, eins og svo margir íslenskir
kylfingar, þegar þar að kemur.
Fleiri golffréttir á kylfingur.is n
Saga og Sigurður Bjarki Íslandsmeistarar í holukeppni
Saga Traustadóttir og Sigurður Bjarki Blumenstein, Íslandsmeistarar í holu-
keppni 2022.
Pamela Ósk Hjaltadóttir vann til
silfurverðlauna í kvennaflokki. Hún
er aðeins á fjórtánda aldursári.
Arnar Már Ólafsson með ríkjandi Íslandsmeisturum, þeim Huldu Clöru Gestsdóttur og Aroni Snæ Júlíussyni úr GKG.
Það eru spennandi tímar fram
undan hjá landsliðskylfingum
okkar en Evrópumót liða fara
fram í júlí. Fjögur mót verða haldin
samtímis í jafn mörgum löndum.
Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri
GSÍ, hefur valið landsliðshópa fyrir
verkefnin.
Karlalið Íslands keppir í efstu
deild á Royal St. George´s vellinum
á Englandi, dagana 5.9. júlí. Liðið
skipa þeir:
Aron Emil Gunnarsson, GOS,
Daníel Ísak Steinarsson, GK,
Hákon Ör n Mag nússon, GR ,
H l y n u r B e r g s s o n , G K G ,
Kristófer Orri Þórðarson, GKG,
og Sigurður Bjarki Blumenstein, GR.
Kvennalið Íslands keppir í efstu
deild á Conwy Golf Club í Wales,
dagana 5.9. júlí. Liðið skipa þær:
Andrea Bergsdóttir, Hills, GC,
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS,
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG,
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR,
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
og Saga Traustadóttir, GKG.
Stúlknalið Íslands keppir í efstu
deild á Urriðavelli í Garðabæ, dag
ana 5.9. júlí. Liðið skipa þær:
Berglind Erla Baldursdóttir, GM
Katrín Sól Davíðsdóttir, GM, Karen
Lind Stefánsdóttir, GKG, María Eir
Guðjónsdóttir, GM, Pamela Ósk
Hjaltadóttir, GM og Sara Kristins
dóttir, GM.
Piltalið Íslands keppir í næstefstu
deild á Pravets Golf Club í Búlgaríu,
dagana 6.9. júlí. Liðið skipa þeir:
Bjarni Þór Lúðvíksson, NK,
Guðjón Frans Halldórsson, GKG,
Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG,
Heiðar Snær Bjarnason, GOS,
Jóhann Frank Halldórsson, GR og
Skúli Gunnar Ágústsson, GA.
European Young Masters fer
fram á Linna Golf í Finnlandi, dag
ana 21.23. júlí. Fulltrúar Íslands
verða þau:
Helga Signý Pálsdóttir, GR,
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR,
Skúli Gunnar Ágústsson, GA,
Veigar Heiðarsson, GA.
R&A Junior Open fer fram á
Monifieth Golf Links í Skotlandi,
dagana 11.13. júlí. Fulltrúar Íslands
verða þau Fjóla Margrét Viðars
dóttir, GS og Markús Marelsson,
GK. n
Golflandsliðin á
ferð og flugi í júlí
GOLF kylfingur.is FRÉTTABLAÐIÐ 25. júní 2022 LAUGARDAGUR