Fréttablaðið - 02.07.2022, Page 2

Fréttablaðið - 02.07.2022, Page 2
Ég áttaði mig snemma á því að ef við ætl- uðum að vera saman yrði ég að búa hér í Mývatnssveit og ég yrði hluti af búinu. Auður Filippusdóttir, einn eig- enda Skútaíss í Mývatnssveit Tillaga Viðreisnar um að bæjarstjóralaun fylgdu ráðherralaun- um var felld. Amelia dregin að landi Glæsisnekkjan Axel Rose þurfti að draga stóru systur sína, Ameliu Rose, í land í gær eftir að aðskotahlutur flæktist í skrúfuna á Ameliu. „Ég var á bát þarna rétt hjá og við ákváðum að draga hana inn til að athuga hvað væri í skrúfunni,“ segir Svanur Sveinsson, framkvæmdastjóri Sea Trip. „Þetta var landfestingarendi sem sagt, sem við tókum úr.“ Að sögn Svans höfðu túristarnir á Ameliu gaman af atvikinu og átti báturinn að verða sjófær í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK olafur@frettabladid.is KJARAMÁL Vaxandi verðbólga hefur bundið enda á átta ára skeið kaup- máttaraukningar hér á landi. Raunar hefur kaupmáttur farið vaxandi hér á landi síðan 2011 með þeirri undantekningu að hann dróst saman um 0,4 prósent 2013. Í Hagspá Landsbankans segir að kaupmáttur hafi náð hámarki í janúar á þessu ári, þá tekið að minnka en tekið kipp í apríl vegna launahækkana sem urðu vegna hag- vaxtaraukans svonefnda. Verðbólga hefur aukist í hverjum mánuði allt þetta ár, þrátt fyrir bratt vaxtahækkunarferli Seðlabankans síðastu 13 mánuði. Kaupmáttur er farinn að skerðast vegna verðbólg- unnar sem ekki sér fyrir endann á. Í haust eru kjarasamningar á almennum vinnumarkaði lausir og ljóst af yfirlýsingum verkalýðs- forystunnar að gerð verður krafa um kjarabætur til að mæta verð- hækkunum og hærri greiðslubyrði heimila sem vaxtahækkanir Seðla- bankans hafa valdið. n Kaupmáttur nú tekinn að rýrna Í litlum skúr við Skútu- staði í Mývatnssveit er að finna Skútaís þar sem gestir sveitarinnar geta gætt sér á heimalöguðum ís frá Auði Filippusdóttur sem nýtti sér mastersverkefnið í matvæla- fræði til að gera ís. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Það er orðið svolítið mikið að gera. Við erum núna með tvo starfsmenn plús mig,“ segir Auður Filippusdóttir, einn eigenda Skútaíss í Mývatnssveit, en þegar Fréttablaðið bar að garði var litla ísbúðin full út úr dyrum, bæði af innlendum og erlendum gestum. Auður er með master í matvæla- fræði og nýtti sér mastersverk- efnið til að koma ísbúðinni á lagg- irnar. Lærði það sem upp á vantaði í Reading á Englandi og nú sitja þau hjónaleysin á kvöldin og hugsa út í bragðtegundir. Auður er í sambandi með Júlíusi Björnssyni, kúabónda á Skútustöð- um. Þau kynntust rétt áður en Auður fór í námið og hún gerði sér snemma grein fyrir að ekki væri hægt að toga sinn mann úr sveitinni. „Ég áttaði mig snemma á því að ef við ætluðum að vera saman yrði ég að búa hér í Mývatnssveit og ég yrði hluti af búinu. Þannig að ég fór að hugsa hvernig ég gæti nýtt námið, gert eitthvað og þróað beint af býli.“ Úr varð ísgerð sem hefur vaxið og dafnað þótt húsnæðið sé lítið. „Ég geri ísblöndur kvöldið áður til að þær standi í ísskáp yfir nótt, sem er betra. Nú er orðið svo mikið að gera að við erum að gera ís allan daginn,“ segir Auður. „Það er svo mikið af fólki sem kemur í Mývatns- sveit á hverju sumri og mér fannst ísinn vera sniðugustu matvælin til að framleiða. Allir elska ís.“ Auður bendir á að draumurinn sé ekkert að stækka um of. Stefnan sé ekki sett á að komast í hillurnar á stóru matvörubúðunum. Hún sér Skútaís frekar í hillum verslana sem bjóða upp á vörur beint frá býli en Skútaís hefur fengist á höfuðborgar- svæðinu í verslun Me&Mu í Garða- bæ. „Ég vil vera þar en ég sé mig ekki fara með Skútaís í Nettó, Hagkaup eða álíka. Það yrði of mikið fyrir okkar litlu framleiðslu. Mig langar frekar að stækka verslunina aðeins hjá okkur og bjóða fleiri afurðir frá sveitabænum eins og kjöt á grillið, egg, sultur, rabarbarapæ og fleira.“ Auður er einnig með puttana í Mýsköpun sem ræktar spirulinu- duft úr örþörungum, sem er eitt mest spennandi verkefni sveitar- innar. Enda vill hún halda Skútaís þannig að ísinn taki ekki allan tímann. „Fegurðin er að hafa þetta lítið. Þótt húsnæðið sé ekkert endi- lega það besta í heimi þá er það alveg smá heillandi að halda þessu litlu.“ n Notaði mastersverkefnið til að búa til ís í Mývatnssveitkristinnhaukur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks í Hafnarfirði samþykkti ráðningar- samning við Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra á fundi bæjarráðs í gær. Laun hennar verða 2.239.010 krónur. 1.247.787 krónur eru grunnlaun en ofan á það eru greiddir 50 fastir yfirvinnutímar, alls 647.913 krónur. Þá fær Rósa 286.310 krónur fyrir störf sín sem bæjarfulltrúi og 57.000 krónur í akstursstyrk. Inni í þessum tölum eru ekki önnur hlunnindi sem bæjarstjóri fær, svo sem kostn- aður við síma og nettengingu. Jón Ingi Hákonarson, fulltrúi Við- reisnar, lagði til að laun Rósu fylgdu ráðherralaunum, yrðu 1.826.273 krónur og ökutækjastyrkur yrði afnuminn. Einnig að gerð verði starfslýsing á starfi bæjarstjóra þar sem starfssvið, réttindi og skyldur yrðu skilgreind. Var sú tillaga felld. n Rósa með á þriðju milljón króna í laun Auður bak við afgreiðsluborðið í Skútaís þar sem hún býður upp á heima- gerðan ís fyrir gesti Mývatnssveitar. FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT BÓAS Rósa fær ökutækjastyrk upp á 57 þúsund krónur. Kaupgeta minnkar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR LENGJUMÖRKIN MÁNUDAGA KL. 19.00 OG 21.00 Hörður og Hrafnkell fara yfir úrslit og mörk í leikjum Lengjudeildar Karla í knattspyrnu. 2 Fréttir 2. júlí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.