Fréttablaðið - 02.07.2022, Síða 6

Fréttablaðið - 02.07.2022, Síða 6
Til dæmis getur fjöldi tiltekinna blóma sagt okkur mikið um hversu hátt hitastigið var á sumrin. Wesley Farns- worth, nýdoktor Vísindamenn á vegum hinnar íslensk-dönsku stofnunar ROCS eru að klára setlaga- söfnun úr rúmlega 50 íslensk- um stöðuvötnum. Hægt verður að greina tegundirnar sem lifðu hér fyrir allt að 14 þúsund árum. kristinnhaukur@frettabladid.is VÍSINDI Gagnasöfnun í einni stærstu vatnarannsókn heims er nú að ljúka hér á Íslandi. Tekin hafa verið sýni úr 52 stöðuvötnum sem verða greind til að finna erfðaefni dýra og plantna allt að 14 þúsund ár aftur í tímann. „Setlög úr stöðuvötnum geta sagt okkur hvernig lífríkið og loftslagið var í fortíðinni,“ segir hinn banda- ríski Wesley Farnsworth, nýdoktor við Háskóla Íslands og Kaupmanna- hafnarháskóla, sem leiðir rann- sóknina. Hún er unnin á vegum Rannsóknarseturs Margrétar II Danadrottningar og Vigdísar Finn- bogadóttur um haf, loftslag og sam- félag, ROCS, og er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Kaupmanna- hafnarháskóla en auk þess koma að henni fjölmargar stofnanir á Íslandi og í Danmörku. Setlögunum er safnað í stór rör, frá 2 til 10 metra löngum. Wesley segir aðferðina hafa verið notaða í um 100 ár. Hún hefur þó verið þróuð mikið á undanförnum árum og not- aðir eru stimplar til að framkalla sog inni í rörinu. Fyrst eru vötnin dýptarmæld og svo er sýnunum safnað á bestu stöðunum. Flest íslensku sýnin voru tekin í vetur og ísbor notaður til að komast að. Vötnin eru ekki endi- lega þau stærstu á landinu, heldur f lest í smærra lagi. Er þá horft til þess að vatnasviðið sé ekki of stórt til að hægt sé að hafa betri yfirsýn. Wesley segir að hugsanlega verði tveimur vötnum bætt í hópinn áður en sýnin verða send til Danmerkur á rannsóknarstofu. Samkvæmt Wesley eru tveir fók- uspunktar á rannsókninni. Annars vegar rannsókn á síðustu 2 þúsund árum og hins vegar síðustu 14 þús- und. „Við viljum sjá hvernig hin ósnortna náttúra Íslands breyttist í kjölfar landnáms,“ segir hann. Það er að sjá hvernig náttúran var fyrir níundu öld þegar land var numið og eftir hana. Hinn punkturinn lýtur að því skeiði þegar gervallt Ísland var að koma undan 2 kílómetra þykkum ís sem náði allt að 100 kílómetra út fyrir landsteinana. Hann gaf sig fyrir rúmlega 14 þúsund árum og strandlengjan kom í ljós. Wesley segir að áður fyrr hafi vísindamenn þurft að eyða gríðar- lega miklum tíma í að skima efni í smásjám til að finna frjókorn eða steingervinga af lauf blöðum eða greinum. Í dag er notað svokallað umhverfiserfðaefni, eDNA, þar sem hægt er að draga fram erfðaefni eða búta úr því með hátæknilegum aðferðum til að greina tegundirnar. Hvort sem það eru skeljar, bein, plöntuleifar eða annað. „Tilvist fólks, ákveðinna dýra- tegunda og plantna, gefur okkur vísbendingar um hvernig loftslagið var,“ segir Wesley. „Til dæmis getur fjöldi tiltekinna blóma sagt okkur mikið um hversu hátt hitastigið var á sumrin.“ Brátt hefst starf við að vinna úr gögnunum og Wesley segir að það muni taka nokkurn tíma. Niður- stöðurnar verða sennilega ekki birtar allar í einu en þær munu liggja fyrir á næstu árum. n Lesa íslenska náttúrusögu af sýnum úr stöðuvötnum SAMAN Í SÓL 05. - 12. JÚLÍ HG CRISTIAN SUR 3* ÍBÚÐ MEÐ 1 SVEFNHERBERGI VERÐ FRÁ 79.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 110.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 06. - 13. JÚLÍ SUN BEACH APT. 4* ÍBÚÐ MEÐ SVÖLUM VERÐ FRÁ 89.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 129.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS HAGKVÆ MT VINSÆ LT TILBOÐ TAKMARKAÐ FRAMBOÐ TENERIFE MALLORCA Þegar hefur verið safnað sýnum úr 52 stöðuvötnum. MYND/AÐSEND bth@frettabladid.is VELFERÐ Útgjöld til velferðarríkis- ins á Íslandi eru minni að vöxtum en á hinum Norðurlöndunum á nær öllum sviðum velferðarmála sam- kvæmt nýrri rannsóknarskýrslu Efl- ingar. Félagið véfengir réttmæti þess að Ísland standi undir þeirri nafn- bót að teljast norrænt velferðarríki. „Það komu fram sláandi upplýs- ingar í þessari skýrslu Stefáns Ólafs- sonar félagsfræðiprófessors. Hana þarf að rýna vel,“ segir Vilhjálmur Birgisson hjá Verkalýðsfélagi Akra- ness. Vilhjálmur nefnir að þróun barnabóta sé ömurleg hér á landi. Skerðingarmörk séu allt of lág. Í skýrslunni er staðfest að barna- bætur séu óvenjulágar núorðið á Íslandi. „Áður stóð Ísland betur að vígi í samanburði á útgjöldum til velferðarþjónustu, en þar hefur hallað á.“ Þá segir í skýrslunni að opin- ber útgjöld í lífeyrisgreiðslum séu óvenju lág á Íslandi í samanburði við öll OECD-ríkin. Sláandi sé að skoða samanlögð opinber útgjöld vegna örorku- og ellilífeyris. Ísland sé þar með fimmtu lægstu útgjöld- in í alþjóðasamanburði í félags- skap með þróunarlöndum eins og Mexíkó og Kosta Ríka. „Þetta er það sem við þurfum að ræða við stjórnvöld,“ segir Vil- hjálmur. „Að við sem ein ríkasta þjóð í heimi séum í f lokki með þessum löndum sýnir að tilfærslu- kerfin virka ekki nógu vel gagnvart hópum sem standa höllustum fæti.“ Undir þetta tekur Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún segir skýrsluna knýja á breytingar. Kallað hafi verið eftir að skattkerfi og tilfærslu- kerfi séu nýtt til tekjujöfnunar með markvissari hætti. „Það er einkenni velferðarríkja og býr til betri samfélög fyrir okkur öll þegar upp er staðið,“ segir Drífa. n Nærri botni í tilteknum þáttum velferðarmála Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness Drífa Snædal, forseti ASÍ benediktboas@frettabladid.is FERÐALÖG Það var f jölmenni í Dimmuborgum í gær þegar Frétta- blaðið bar að garði í blíðskapar- veðri. Mikil röð myndaðist við helli jólasveinanna en gestum borganna þótti ákaflega spennandi að sjá hvar þeir eiga heima. Fjölmargar rútur voru við inn- ganginn og nóg að gera á veitinga- staðnum þar sem þeir sem voru búnir að labba hringinn fengu sér kaffi og meðlæti. n Kíkt á jólasveina í júlí Veðrið í Mývatnssveit í gær var með besta móti þó að flugan hafi gert að- komufólki lífið leitt. FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT BÓAS thorgrimur@frettabladid.is RÚSSLAND Framk væmdastjórn Evrópusambandsins undirbý r nú útgáfu yfirlýsingar til þess að heimila Rússum að flytja vörur til Kalíníngrad í gegnum Litáen. Kalíníngrad er vestasta hérað Rússlands en er aðskilið öðru rúss- nesku landsvæði. Til þess að flytja vörur þangað landleiðina frá Rúss- landi verður að fara í gegnum Litáen eða Pólland. Litáar lokuðu fyrir vöruflutninga í gegnum landsvæði sitt frá Rússlandi til Kalíníngrad frá 17. júní í samræmi við viðskipta- þvinganirnar sem Evrópusam- bandið hefur lagt á Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu. Hafa því f lutningar á stáli, áli og byggingar- efnum til Kalíníngrad verið stöðv- aðir. Nú áætlar framkvæmdastjórn ESB að heimila vöruf lutning til Kalíníngrad að því gefnu að hann fari ekki yfir það magn sem við- gekkst fyrir innrásina í Úkraínu. Ríkisstjórn Þýskalands er hlynnt þessari stefnubreytingu en Litáar hafa lýst yfir óánægju með hana. n Heimila vöruflutninga til Kalíníngrad Litáar lokuðu fyrir vöruflutninga til Kalíníngrad frá 17. júní. MYND/EPA 6 Fréttir 2. júlí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.