Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.07.2022, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 02.07.2022, Qupperneq 18
Júlía Guðný Hreinsdóttir fæddist heyrnarlaus og fór í Heyrnleysingjaskólann aðeins fjögurra ára gömul. Þar var slegið á fingur nemenda ef þeir reyndu að nota tákn- mál, enda áttu allir að læra að tala með rödd og lesa af vörum. Nýverið skilaði Júlía meistararitgerð við Háskóla Íslands, á sínu eigin máli, táknmáli. Júlía Guðný fæddist árið 1964 í Vestmannaey jum. „Við tvíburabróðir minn fædd- umst bæði heyrnarlaus eftir að móðir okkar fékk rauðu hundana á meðgöngunni,“ segir Júlía. Hún segir mikið hafa verið um fæðingar heyrnar- lausra barna í kjölfar þess að mæður sýktust af veirunni á meðgöngu. „Þessi árgangur heyrnarlausra var mjög stór í öllum heiminum, aðal- lega vegna rauðu hundanna, og hér á landi voru börnin 35 talsins.“ Júlía og tvíburabróðir hennar, Arnþór, lærðu að tjá sig hvort við annað þótt engin táknmálskennsla væri í boði. „Við systkinin bjuggum til okkar eigið táknmál heima. Fjölskyldan skildi það ekki, heldur aðeins ein- faldar bendingar eins og að borða og drekka og slíkt.“ Fjölskyldan neyddist til að flytja frá Vestmannaeyjum þar sem for- eldrar Júlíu höfðu nýverið lokið við að byggja sér heimili, svo tvíburarn- ir kæmust í Heyrnleysingjaskólann sem starfræktur var í Reykjavík frá 1909 til 2002. „Við fórum fjögurra ára gömul í Heyrnleysingjaskólann. Flest heyrnarlaus og döff börn á Íslandi fóru í heimavist í þeim skóla. Þessi börn voru kannski alveg mállaus heima fyrir enda gátu þau ekki talað með rödd sinni og höfðu ekki lært táknmál. Við systkinin vorum heppin að því leyti að við vorum tvö og gátum talað hvort við annað.“ Táknmál bannað í 100 ár Í Heyrnleysingjaskólanum töluðu kennarar aftur á móti hvorki né kenndu táknmál enda táknmáls- kennsla bönnuð í skólum hér á landi fram til ársins 1980. Fram að því var hér, eins og víða annars staðar í heiminum, farið eftir svokallaðri raddmálsstefnu sem gekk út á að kenna heyrnleysingjum að tala og lesa af vörum. Sú stefna var við lýði í meira en öld. Eldri nemendur Heyrnleysingja- skólans höfðu þó lært táknmál sem færst hafði kynslóða á milli og það sama var uppi á teningnum þegar Júlía og Addi bróðir hennar skráðust í skólann á sjöunda áratugnum. „Eldri nemendurnir spjölluðu saman í frímínútum og við sem lærðum af þeim eigum þeim mikið að þakka. Inni í kennslustundum var táknmál bannað og kennarinn talaði bara með rödd sinni – og slegið var  á hendur barna ef þau lyftu þeim til að tala táknmál og þau skömmuð,“ segir Júlía. Náðum ekkert að mennta okkur Spjall okkar Júlíu fer fram með aðstoð táknmálstúlks og bendir Júlía réttilega á að túlkurinn sé Inni í kennslustundum var táknmál bannað og kennarinn talaði bara með rödd sinni – og slegið var á hend- ur barna ef þau lyftu þeim til að tala tákn- mál og þau skömmuð. Ég get hoppað á milli tveggja heima og kannski af því ég er stolt í eigin skinni þá hefur mér vegnað vel. Júlía Guðný gekk í Heyrnleysingjaskólann þegar táknmál var alfarið bannað og heyrnarlaus börn áttu að læra að tala og lesa af vörum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALL Ég er döff og ég er stolt af því Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is okkur báðum til aðstoðar, ekki einungis henni, enda blaðamaður algjörlega ófær á táknmáli. „Það var mjög erfitt að reyna að fylgjast með í kennslustundum en við reyndum þó að hjálpa hvert öðru með útskýringum. En þetta var mikil tímaeyðsla því við náðum ekkert að mennta okkur. Mark- miðið var bara að kenna okkur að lesa af vörum og læra að tala,“ rifjar Júlíu upp en hún segir allan gang á því hvort döff einstaklingar geti lært að beita rödd sinni svo vel sé. „Það var voða lítið verið að kenna okkur námsefnið og námsbækur fáar.“ Hey randi kennarar kenndu heyrnarlausum börnunum og þó að Júlía beri þeim vel söguna, kunnu þeir ekki táknmál. „Þeir réðu því ekkert við að kenna okkur stærðfræði, landafræði og þess háttar, enda kunnu þeir ekki tákn fyrir neitt slíkt. Við gátum ekki lesið og ekki spurt kennara úti það sem við ekki skildum. Það var líka mjög þreytandi að reyna að skilja og lesa af vörum, það fer mikil orka í það.“ Varalestur skilar þrjátíu prósent Júlía prófar blaðamann í varalestri og er hreinskilnast að segja bara strax að ég hafi kolfallið á prófinu. Mér til varnar hvet ég þig, lesandi góður, til að prófa orðin bílskúr, pitsa og pylsa á öðrum heimilismeð- limum og sjá hvað endar á kvöld- verðarborðinu í kvöld. „Það hefur verið sýnt fram á það í rannsóknum að hvort sem maður er heyrandi eða heyrnarlaus nær maður aðeins um 30 prósenta skilningi með því að lesa af vörum,“ segir Júlía. Eins og fyrr segir fluttu heyrnar- laus börn yfirleitt snemma á heima- vist Heyrnleysingjaskólans en fyrir hvatningu afa síns bjuggu þau systk- inin alltaf í foreldrahúsum. „Mamma var á báðum áttum  18 Helgin 2. júlí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.