Fréttablaðið - 02.07.2022, Page 33

Fréttablaðið - 02.07.2022, Page 33
Forstjóri Menntamála- stofnunar Mennta- og barnamálaráðuneyti auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Menntamálastofnunar. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um Menntamálastofnun nr. 91/2015, þar sem kveðið er á um hlutverk og verkefni hennar. Mennta- og barnamálaráðherra er með áform um tilfærslu verkefna milli ráðuneytis og Menntamálastofnunar með það að markmiði að skýra betur verkaskiptingu milli ráðu- neytisins og stofnunarinnar þar sem stefnt verði að því að Menntamálastofnun verði öflug þjónustustofnun við menntastofnanir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Það verður verkefni nýs forstjóra, í góðu samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið og starfsfólk Menntamálastofnunar, að setja fram og útfæra tillögur um leiðir að því marki. Framundan er spennandi og viðamikið verkefni við að móta breytt hlutverk Mennta- málastofnunar og nýtt skipurit og því leitum við að stjórnendum með brennandi áhuga og framúrskarandi hæfni í að leiða árangursríkar breytingar. Leitað er að öflugum einstaklingi til krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarfa þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði, forystuhæfileika og skipulögð vinnubrögð. Farsæl reynsla af breytingarstjórnun og afburða færni í að móta og innleiða framtíðarsýn er nauðsynleg ásamt framúrskarandi hæfni í mannlegum samskipum. Forstjóri þarf að hafa þekkingu og getu til að leiða öflugan hóp starfsmanna til árangurs hvað varðar gæði þjónustu og þekkingu á sviði menntamála. Helstu verkefni • Ábyrgð á að Menntamálastofnun starfi í takti við stefnu mennta- og barnamálaráðuneytis í menntamálum. • Gott samstarf og samvinna við mennta- og barnamálaráðuneyti, m.a. við forgangsröðun verkefna. • Ábyrgð á faglegu starfi stofnunarinnar og farsælli stjórnun. • Leiða og styðja öflugt starfsfólk til árangurs. • Ábyrgð á rekstri stofnunarinnar og því að hún uppfylli stjórnsýslulegar skyldur sínar. • Góð og jákvæð samskipti og samstarf við hagaðila og aðra innlenda og erlenda aðila sem koma að verkefnum stofnunarinnar. Allar nánari upplýsingar um starfið má finna á starfatorg.is Umsjón með starfinu hefur Erna Kristín Blöndal, ráðuneytisstjóri í mennta- og barnamálaráðuneyti. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 08.08.2022.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.