Fréttablaðið - 02.07.2022, Síða 35

Fréttablaðið - 02.07.2022, Síða 35
Umsóknarfrestur um öll störfin er til 18. júlí. Allar nánari upplýsingar um störfin, menntunar- og hæfniskröfur er að finna á starfatorg.is. Ráðuneytið leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um. Ráðuneytið er jákvætt fyrir störfum óháð staðsetningu. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Okkar hlutverk er að leysa krafta úr læðingi Snillingur í nýsköpun Spekingur á sviði háskóla og vísinda Talnaspekingur sem elskar árangursmælikvarða Nýsköpun er ekki aðeins grundvöllur efnahagslegrar velgengni heldur lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum framtíðarinnar. Við leitum að skapandi einstaklingi sem býr yfir víðtækri þekkingu og reynslu af stuðningsumhverfi nýsköpunar og vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp traustan grundvöll fyrir hugvitsdrifna nýsköpun á öllum sviðum. » Mótun stuðningsumhverfis og alþjóðasamstarf á sviði nýsköpunar og sjálfbærrar atvinnuþróunar Hlutverk háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins er að leiða saman það afl sem býr í háskólastarfi, vísindum, nýsköpun, iðnaði, fjarskiptum og upplýsingatækni og stuðla þannig að því að hugvitið verði stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar. Til að ná háleitum markmiðum þarf frábæra liðsheild og við viljum bjóða öll þau velkomin í okkar hóp sem eru tilbúin að flytja fjöll. Hér munu gefast ótal tækifæri til að móta framtíðina í ráðuneyti sem ætlar sér að vera leiðandi í verkefnamiðuðu vinnulagi og árangursdrifinni nálgun. Háskólar landsins gegna lykilhlutverki í uppbyggingu þekkingarsamfélags enda er öflugt háskólastarf forsenda þess að íslenskt samfélag geti tekist á við áskoranir nýrra tíma. Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem býr yfir yfirgripsmikilli reynslu og þekkingu og vill leggja sitt af mörkum til uppbyggingar framúrskarandi háskóla. » Stefnumótun og alþjóðasamstarf um stuðning við öflugt háskóla- og vísindastarf Árangur er lykilhugtakið í öllu starfi ráðuneytisins og því er mikil áhersla lögð á að til staðar séu traust gögn og skýrir mælikvarðar. Við erum að leita að talnaspekingi sem kann þá list að lesa skýrar niðurstöður úr flóknum gögnum og miðla þeim áfram á einfaldan og skýran hátt. Ráðuneytið verður jú að vita hvort þær aðgerðir sem það stendur fyrir séu að virka eða ekki! » Framsetning, skilgreining og mat á mælikvörðum » Árangursmat á þeim verkefnum sem ráðuneytið stýrir » We are looking for a highly numerate individual that has mastered the art of deducing clear results from complicated data and communicating the findings in an accessible and coherent manner » Although Icelandic proficiency is important, it is not a requirement for this role. English language proficiency is, however, essential for applicants that are not proficient in Icelandic

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.