Fréttablaðið - 02.07.2022, Síða 41

Fréttablaðið - 02.07.2022, Síða 41
Viltu verða leikskólastjóri í Grundarfirði? Grundarfjarðarbær auglýsir starf skólastjóra Leikskólans Sólvalla. Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til að leiða virka skólaþróun og faglegt starf með áherslu á fram- þróun, lausnaleit og styrkingu leikskólastigsins í samvinnu við skóla- og nærsamfélagið. Á Leikskólanum Sólvöllum eru 40-50 börn, 12 mánaða til 4 ára. Leikskólinn er í samstarfi við Ásgarð skólaráðgjöf um uppbyggingu innra starfs, stjórnun og mótun skólanám- skrár og hefur leikskólastjóri aðgang að styrkri ráðgjöf og handleiðslu Ásgarðs. Auk þess er framundan endurskoðun á skólastefnu sveitarfélagsins og innleiðing hennar. Þar er hlutverk leikskólastjóra mikilvægt og tækifæri til að taka þátt í að auka gæði skólastarfs enn frekar í metnaðarfullu skólaumhverfi. Starfssvið Leikskólastjóri hefur faglega forystu um kennslu og þróun skólastarfs, stýrir og ber ábyrgð á daglegum rekstri, mann- auð og starfsemi leikskólans. Menntunar- og hæfniskröfur • Kennaramenntun (leyfisbréf) og kennslureynsla er skilyrði • Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða er kostur • Reynsla af rekstri, stjórnun og stefnumótun er kostur • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Færni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu starfi er skilyrði • Færni í að tjá sig á íslensku, í töluðu og rituðu máli, er skilyrði • Hreint sakavottorð, skv. ákvæðum laga sem um starfið gilda Um leikskólann, launakjör og fleira er vísað í auglýsingu á www.grundarfjordur.is Nánari upplýsingar veitir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri, í síma 430 8500 eða bjorg@grundarfjordur.is. Umsóknir sendist á framangreint netfang. Umsóknum um starfið skal fylgja greinargott yfirlit um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem umsækjandi telur máli skipta. Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí 2022. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst nk. eða skv. samkomulagi. Með vísan í lög um jafnan rétt kynjanna eru öll kyn hvött til að sækja um starfið. Kr ía h ön nu na rs to fa | w w w .k ria .is Vinnumálastofnun Kringlunni 1, 103 Reykjavík Sími 515 480 www.vmst.is Fyrirmyndarþjónusta Virðing Áreiðanleiki Vinnumálastofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í tölvudeild. Starfið heyrir undir Upplýsingatækni- og gagnagreiningasvið. Leitað er að áhugasömum, jákvæðum og öflugum einstaklingi til að vinna með núverandi teymi. Tölvudeildin er staðsett í Reykjavík. Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki Einnig þarf viðkomandi starfsmaður að vera tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og búa yfir ríkri samskipta- og skipulagshæfni. HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ: • Viðhald, nýsmíði og framþróun tölvukerfa stofnunarinnar • Rekstur og umsýsla tölvukerfa og gagnagrunna • Samskipti og eftirlit með aðkeyptri forritunarvinnu • Innleiðing og framþróun rafrænnar þjónustu HÆFNISKRÖFUR: • Tölvunarfræði eða önnur sambærileg menntun eða áralöng reynsla • Góð þekking á SQL gagnagrunnum nauðsynleg • Þekking og reynsla á Navision og Office 365 kostur • Starfsreynsla á sviði tölvumála nauðsynleg • Þekking á rekstri netþjóna er kostur • Reynsla af teymisvinnu • Góð samskiptahæfni krafa • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti Sækja skal um starfið á vef Starfatorgs: www.starfatorg.is. Laun eru samkvæmt stofnanasamningi Vinnu mála- stofnunar og viðkomandi stéttarfélags. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðunin um ráðningu hefur verið tekin. Starfshlutfall er 100% Umsóknafrestur er til og með 2. ágúst 2022. Nánari upplýsingar veita: Rúna H. Hilmarsdóttir deildarstjóri runa.h.hilmarsdottir@vmst.is Unnar Friðrik Sigurðsson sérfræðingur unnar.f.sigurdsson@vmst.is SÉRFRÆÐINGUR Í TÖLVUDEILD Íslyft ehf er sérhæft fyrirtæki í sölu og þjónustu á lyfurum og dráttarvélum. Íslyft ehf hefur haft mesta markaðshlutdeild í sölu á lyfturum sl 25 ár Vesturvör 32 - 200 Kópavogur Íslyft vill ráða vélvirkja eða menn vana tækjaviðgerðum. Starfið er mjög fjölbreytt Íslyft & Steinbock þjónustan er búin að vera starfandi síðan 1972. Íslyft er m.a. með umboð fyrir Linde, John Deere, Avant, Manitou, Konecrane og Combilift. Íslyft er öruggur og skemmtilegur vinnustaður og hvetjum við þig til að sækja um. Framtíðarstarf hjá öruggu fyrirtæki. Vinsaml. sendið umsóknir á islyft@islyft.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.