Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.07.2022, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 02.07.2022, Qupperneq 52
Helga Sól Ólafsdóttir félags- ráðgjafi hefur fylgt íslenskum konum í gegnum þungunar- rofsferlið í rúmlega 20 ár. Hún er uggandi vegna þróunarinn- ar í Bandaríkjunum og víðar. kristinnhaukur@frettabladid.is Viðsnúningur Hæsta- réttar Bandaríkjanna varðandi réttinn til þungunarrofs hefur valdið miklu uppnámi. Vörnin sem fólst í stjórnarskránni er ekki lengur til staðar og fjölmörg fylki hafa þegar eða stefna að því að banna þungunarrof. Jafnvel þó um nauðgun eða sifjaspell sé að ræða. Félagsráðgjafinn Helga Sól Ólafs- dóttir, sem aðstoðað hefur pör, konur og stúlkur sem leita þung- unarrofs í meira en 20 ár, er uggandi vegna þróunarinnar. Hún segist ótt- ast smitáhrif innan Bandaríkjanna og til annarra landa. „Þegar er byrjað að örla á meiri hörku í andstöðunni við þungun- arrof í öðrum löndum. Til dæmis í Póllandi þar sem fólk hefur ítrekað reynt að fá lögum breytt í takt við nágrannalönd sín en þeim tilraun- um hefur alltaf hafnað,“ segir hún. Verst bitni þetta á fátækum konum sem reiði sig á heilbrigðisþjónustu í nærumhverfinu. „Þær hafa ekki efni á að ferðast til annars ríkis þar sem þungunarrof er leyft,“ segir hún. Bendir hún á að rannsóknir sýni að á þeim svæðum þar sem þung- ungarrof og greiður aðgangur að langtíma getnaðarvörnum er inn- leiddur fækki félagslegum vanda- málum og glæpum 18 árum seinna. Býst hún við því að á þeim stöðum sem verið er að banna þungunar- rof núna muni alvarlegum félags- legum vandamálum fjölga sem og lífshættulegum heimagerðum aðferðum til að stöðva þungun. Stutt ferli Víkjum okkur til Íslands. Með lög- gjöfinni frá árinu 2019 öðluðust íslenskar konur rétt til þungunar- rofs allt að 22 vikum. Ekki þurfa þær lengur leyfi eins og áður heldur geta hringt og pantað þungunarrof á kvennadeild Landspítalans eða öðrum heilbrigðisstofnunum. Ferlið tekur ekki langan tíma. Eftir pöntun er vanalega hringt í konuna daginn eftir og henni boð- inn tími strax í læknisskoðun eða viðtal hjá félagsráðgjafa eftir því sem hún óskar. Tilgangur læknis- skoðunar er að meta meðgöngu- lengd, staðsetningu þungunar og fræða konuna um ferlið. Ef meðgangan er komin skemur á veg en 9 vikur er blæðingum komið af stað með lyfjagjöf. Milli 9 og 12 vikna meðganga er stöðvuð með aðgerð í léttri svæfingu. Ef með- gangan er komin lengra af stað er mun flóknara ferli þar sem lyfjagjöf og innlög er nauðsynleg – ferli sem getur tekið í kringum sólarhring. Flestar komnar stutt á leið „Oft eru þær ekki búnar að ljúka námi, eru ekki í öruggu húsnæði eða ekki í öruggu sambandi. Þeim vant- ar það félagslega öryggi í kringum sig til að geta boðið barni það sem þær vilja geta gert,“ segir Helga Sól um þær konur sem koma til hennar í þungunarrof. Flestar eru konurnar undir þrí- tugu en Helga Sól segir í raun allt frjósemiskeið kvenna undir. „Sjald- gæft er að stúlkur sem koma til okkar séu undir 15 ára aldri en þær yngstu eru um 13 ára,“ segir hún. Árið 2018 komu alls 1.049 konur í þungunarrof á Íslandi. 549 af þeim voru milli 20 og 29 ára en 121 undir tvítugu. Fimm voru 45 ára eða eldri. Langf lestar, 832 talsins, voru aðeins komnar 12 vikur eða skemur á leið og aðeins 7 lengur en 16 vikur. Alltaf eru konur sem þurfa að fara í þungunarrof eftir kynferðis- legt of beldi en Helga Sól segir að í þessum hópi hafi fækkað á undan- förnum árum. Mun algengara sé að þolendur nauðgana taki neyðar- getnaðarvarnarpilluna á bráða- móttökunni þegar þær leita þangað. Áður fyrr voru þolendur kynferðis- of beldis stærri hluti af þeim sem þurftu á þungungarrofi að halda. Meirihluti kvennanna er að koma í fyrsta skiptið, 62 prósent, en aðeins 6 prósent eru að koma í fjórða skiptið eða oftar. Helga Sól segir að þær konur sem koma síendurtekið í þungunarrof séu yfirleitt konur í miklum fíkniefnavanda og heim- ilislausar. Engin léttúð Helga Sól segir f lestar konurnar harðákveðnar þegar þær panta tíma. Einhverjar þurfa þó ráðgjöf. Flestar eru búnar að setjast niður með manninum og ræða hvað sé skynsamlegt að gera í stöðunni. „Þetta getur verið flókin ákvörðun og engin kona tekur hana af léttúð. Þetta er ákvörðun sem getur breytt lífinu og þú vilt ekki taka hana nema að vel athuguðu máli. Engin kona notar þungunarrof sem getnaðar- vörn,“ segir Helga Sól. „Þær spyrja sig: Getum við þetta? Viljum við þetta, get ég þetta? Get ég þetta núna? Hvað get ég, eða við, boðið barninu?“ Í viðtali ræða félagsráðgjafar um þeirra félagslegu aðstæður, hvaða möguleikar séu í stöðunni og hvar þau séu stödd í ákvörðunarferlinu. Stundum þarf fleiri en eitt viðtal til að komast að niðurstöðu. Helga Sól segir konum finnast það best ef þær hafa stuðning frá manninum við ákvörðunartökuna. En það er ekki alltaf svo og þá getur verið gott að fá viðtal. „Það er alltaf gagnlegt að ræða við þriðja aðilann og fá að orða sínar hugsanir. Sérstak- lega þegar parið er ekki sammála,“ segir Helga Sól. „En ákvarðanatakan er alltaf hennar á endanum því þetta er hennar líkami og hennar líf.“ Rétturinn til þungunarrofs sé þó ekki eingöngu fyrir konur. „Enginn kona verður þunguð án aðkomu karls. Þannig að allir eru að tapa þegar þessi réttur er tekinn burtu.“ Hún segir það líka koma fyrir að konur hætti við að fara í þungunar- rof, jafnvel á síðustu stundu. Einnig séu dæmi um að þær hætti við að hætta við. Þá er allur gangur á því að hversu Þær halda að þær eigi að vera aðframkomnar af samviskubiti en þær eru það ekki. Þær standa með sér og eru sáttar Helga Sól er uggandi vegna stöðunnar í Bandaríkjunum og segir bann við þungunar- rofi munu bitna harðast á fá- tækum konum. Fréttablaðið/ Valli Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur @frettabladid.is miklu leyti aðstandendur taki þátt í ferlinu. „Ef kona er í sambandi við manninn er oft æskilegt að hann komi með en við gerum ekki kröfu um það. Sérstaklega ekki ef þetta er ofbeldissamband,“ segir Helga Sól. „Sumar taka mömmu sína með sér, eða pabba sinn, systur eða vinkonu. Þær leita sér stuðnings þar sem hann er mestur.“ Má mér líða ágætlega? Þegar Helga Sól er spurð hvort tím- inn eftir þungunarrof sé ekki erfiður fyrir konur svarar hún því neitandi. Erfiðasta tímabilið sé þegar verið er að taka ákvörðunina og hormóna- flæðið sem fylgir þungun gerir hana ekki auðveldari. „Eftir á, þegar þær eru búnar að fara yfir rökin sín, standa þær með sér og eru sáttar,“ segir Helga Sól. Hún býður þeim sem eiga erfitt með ákvarðanatökuna í svokallað eftirviðtal, sem er oft viðtal fjórum vikum eftir þungunarrofið. En þá heyrir hún þær gjarnan segja eitt- hvað á þessa leið: „Mér líður ágæt- lega. Má mér líða ágætlega?“ „Þær halda að þær eigi að vera aðframkomnar af samviskubiti en þær eru það ekki. Þetta var ákvörðun sem þær voru að taka til að byggja sér og sínum bestu mögu- leikana á góðu lífi,” segir Helga Sól. „Það að eignast barn af því að nátt- úran tók yfir og lífið eigi að reddast er ekki sanngjarnt fyrir einn eða neinn.“ Réttindi eru viðkvæm Þó að umræðan með eða á móti þungunarrofi virðist Íslendingum frekar framandi, og jafnvel svolítið amerísk, þá eru ekki nema þrjú ár síðan tekist var hatrammlega um hina nýju löggjöf á Alþingi. Átján þingmenn þriggja f lokka kusu gegn frumvarpinu, þar af einn ráðherra, og biskup Íslands lýsti sig andvíga því. „Sem betur fer erum við hér á Íslandi með stjórnvöld sem hlusta á ráðgjöf fagfólks byggða á stað- reyndum frekar en tilfinningum fólks sem telur sig vita betur,“ segir Helga Sól en viðurkennir að það hafi komið henni dapurlega á óvart hversu margir kusu á móti. Hún segir að bæði skjólstæð- ingum sínum og fagfólki í stétt- inni hafi fundist erfitt að hlusta á þá sleggjudóma sem slengt var fram á þessum tíma af háværum minnihluta. Hún segist sannfærð um að almennt séð séu Íslendingar á þeirri skoðun að þungunarrof sé sjálfsagður réttur, réttur kvenna til að stjórna hvers konar fjölskyldu þær eignist. Þetta eigi líka við um þorra Bandaríkjamanna og hún vonar að það takist að snúa dóminum aftur við. „Ég er ekki viss um að banda- rískur almenningur hafi gert sér grein fyrir hvað var að gerast í raun og veru, Hvað réttindi sem er búið að berjast fyrir eru viðkvæm.“ n 24 Helgin 2. júlí 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.