Fréttablaðið - 02.07.2022, Page 65
Tákn Byggðamerkis Húnabyggðar skal hafa tilvísun í áberandi
einkenni í náttúru svæðisins, sögu og ímynd.
Skilyrði er að merkið hafi skjaldarlögun og sé í samræmi við meginreglur
skjaldarmerkjafræðinnar, sbr. 4. og 5. grein reglugerðar um byggðar-
merki nr. R 112/1999. Tillögum skal skilað í tveimur útfærslum, í lit og
í svart/hvítu, sett upp á A4. Jafnframt skal fylgja lýsing á merkingu og
meginhugmyndum.
Tillögurnar skal senda í umslagi, merktar með fimm stafa tölu. Nafn
höfundar skal fylgja með í lokuðu umslagi, merktu með sama auðkenni.
Matsnefnd skipuð af sveitarstjórn velur merki úr aðsendum tillögum,
henni er jafnframt heimilt að hafna öllum eða vinna að útfærslu tillögu
með höfundi. Veitt er vegleg verðlaunaupphæð fyrir efstu þrjár til-
lögurnar, sem matsnefnd velur og leiðir til endanlegs merkis.
Húnabyggð er nýtt sveitarfélag sem varð til við
sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps
árið 2022.
Húnabyggð
óskar eftir tillögum um byggðamerki
Frestur til að skila tilögum er til 1. september 2022.
Nánari upplýsingar: Einar K. Jónsson
einar@hunavatnshreppur.is og í síma 842 5800.
Sendist til: Matsnefnd byggðamerkis, Hnjúkabyggð 33,
540 Blönduós.
Skáldið og kvikmynda-
gerðarmaðurinn Guðmundur
Magnússon hlaut Nýræktar-
styrk fyrir ljóðabókina
Talandi steinar. Hann segir
skáldagyðjuna ætíð hafa
reynst sér vel.
kolbrunb@frettabladid.is
Guðmundur Magnússon hlaut á
dögunum Nýræktarstyrk fyrir
ljóðabálkinn Talandi steinar sem
kemur út hjá Bjarti í september.
Nýræktarstyrkur er veittur fyrir
skáldverk höfunda sem eru að stíga
sín fyrstu skref á ritvellinum.
„Það er augljóslega mjög mikils
virði að hljóta þessa viðurkenn-
ingu. Mér skilst að hátt í hundrað
rithöfundar hafi sótt um í fyrra og
rúmir sextíu núna. Þannig að þetta
er mikilvæg hvatning,“ segir hann.
Guðmundur er menntaður kvik-
myndagerðarmaður, hefur unnið
ötult að gerð heimildarmynda
og vinnur nú þróunarvinnu fyrir
fyrstu leiknu kvikmynd sína í
fullri lengd. Hann hefur birt ljóð
og smásögur í tímaritum og er rit-
stjóri sögurits á Suðurnesjum þar
sem birtar eru gamlar myndir,
fróðleikur og viðtöl við eldra fólk
sem býr og á ættir sínar að rekja til
Suðurnesja. „Blaðið er mitt framlag
til samfélagsins sem ól mig upp,“
segir hann.
Spurður um ljóðabálkinn Tal-
andi steina segir hann: „Þetta er
ljóðabálkur sem segir sögu ein-
staklings sem leitar sér hjálpar á
bráðamóttöku geðdeildar. Mann-
eskjan glímir við erfitt þunglyndi
og lendir í aðstæðum sem hann
ræður ekki við og óskar eftir inn-
lögn.“
Lágstemmt en sterkt myndmál
Í umsögn bókmenntaráðgjafa um
verkið segir meðal annars: „Höf-
undur yrkir af næmni og skilningi
á viðfangsefninu og dregur upp
sannfærandi mynd af ljóðmælanda
og samferðafólki hans á deildinni.
Myndmál bókarinnar er lágstemmt
en sterkt og býr yfir breytilegum
endurtekningum sem ljá verkinu
ljóðræna dýpt.“
Spurður hvenær hann hafi byrjað
að yrkja segir Guðmundur: „Ég hef
skrifað frá unga aldri en fór mjög
leynt með það. Amma átti ljóða-
safn Tómasar Guðmundssonar
sem ég las við hvert tækifæri. Ég
er eiginlega viss um að sú bók hafi
kveikt enn frekar á áhuga minn á
kveðskap sem líklega kraumaði
undir.
Þegar amma lést eignaðist ég
bókina sem er eins konar biblía hér
heima. Vinir mínir ranghvolfa aug-
unum yfir hrifningu minni á gömlu
skáldunum. Það er engin tilgerð að
það eru þau sem gefa mér mestan
innblástur allra ljóðskálda og ruddu
brautina fyrir okkur hin.“
Skáldgyðjan verið honum góð
Guðmundur segist hafa verið kom-
inn yfir þrítugsaldur þegar hann
reyndi fyrst að fá skrif sín birt og
hafi það verið fyrir hvatningu vina
hans í rithöfundaheiminum.
„Skáldgyðjan hefur verið mér
ákaf lega góð og mig skortir aldr-
ei hugmyndir. Ég er með meira
hugmyndaflug en ég ræð við. Mig
dreymdi einu sinni skáldagyðjuna
og ég vona að sá draumur hafi ekki
bara verið tilbúningur hugans. Fyrir
mér eru skrifin lífsnauðsynlegt tján-
ingarform til að halda lífi. Eins og
súrefni en ég skrifa fyrst og fremst
fyrir mig sjálfan.“
Hann kveðst hafa mikinn áhuga á
sögu rithöfunda og skálda. „Stund-
um velti ég fyrir mér hvort ég hafi
meiri áhuga á lífshlaupi þeirra en
kveðskapnum sjálfum. En líklega
er það ekki rétt. Mér finnst áhuga-
vert að læra hvernig þeir komust á
þann stað sem að við flest þekkjum.
Ég á mér margar aðrar fyrirmynd-
ir úr fortíðinni. Sagan af Jóhönnu af
Örk er alltaf á bak við eyrað. Sagn-
fræði og áhugi minn á liðnum
tímum hefur veitt mér mestan inn-
blástur. Það er svo mikið langhlaup
að fjármagna kvikmyndir að það er
gott að geta sest niður og skrifað og
án efa það sem gefur mér hvað mest
í lífinu,“ segir Guðmundur. n
Mig skortir aldrei hugmyndir
Guðmundur Magnússon segir það hafa verið mikla hvatningu að fá Nýræktarstyrk. Fréttablaðið/Ernir
tsh@frettabladid.is
Alþjóðleg ráðstefna um leiklist í
menntun verður haldin á Íslandi
dagana 4. til 8. júlí. Um er að ræða
níundu heimsráðstefnu IDEA sam-
takanna og sjá FLÍSS, félag um leik-
list í skólastarfi, og Háskóli Íslands
um skipulagningu.
Samk væmt tilk y nning u f rá
skipuleggjendum er ráðstefnan
liður í því að efla listgreinar í skóla-
starfi. Ísland er í fararbroddi þegar
kemur að listgreinum í grunnskóla
en ekkert annað Evrópuland hefur
leiklist sem listgrein í aðalnámskrá
grunnskóla og horfa aðrar þjóðir til
Íslands hvað það varðar.
Um 160 manns munu sækja ráð-
stefnuna víðs vegar að úr heimin-
um og koma fjölmargir sérfræðing-
ar á sviði leiklistar og menntunar
fram. Aðalfyrirlesarar eru Faisal
Kiwewa, stofnandi og listrænn
stjórnandi Bayimba Foundation í
Úganda, Kristian Nødtvedt Knud-
sen, dósent í leiklist við sjón- og
leiklistardeild Háskólans í Agder
í Noregi, Rannveig Björk Þorkels-
dóttir, dósent í leiklist við Mennta-
vísindasvið Háskóla Íslands, og
Terry Gunnell, prófessor í þjóð-
fræði við Háskóla Íslands.
Ráðstefnan verður haldin í hús-
næði menntavísindasviðs HÍ í
Stakkahlíð og í Tjarnarbíói. n
Níunda ráðstefna
IDEA um leiklist
LAUGARDAGUR 2. júlí 2022 Menning 37FréttAblAðIð