Fréttablaðið - 07.07.2022, Side 6
Þetta er engin fram-
tíðarspá, þetta er að
gerast núna. Við erum
komin inn í The
Handmaid’s Tale.
Breki Karls-
son, formaður
Neytendasam-
takanna
Persónu- og hópnjósnir stór-
fyrirtækja færast í vöxt, að
sögn Neytendasamtakanna.
Margs konar alvarlegar
afleiðingar. Þingmaður segir
ástæðu til að hafa áhyggjur.
bth@frettabladid.is
NEYTENDUR „Þetta er eitt stærsta
neytendamál næstu ára,“ segir Breki
Karlsson, formaður Neytendasam-
takanna, um njósnir sem eiga sér
stað um notendur internetsins á
hverjum degi.
Neytendasamtökin hafa hrundið
af stað herferð og gefið út mynd-
band á heimasíðu samtakanna þar
sem vakin er athygli á umfangs-
miklum netnjósnum sem eiga sér
stað um neytendur á degi hverjum.
Upplýsingarnar eru seldar hæst-
bjóðanda í því skyni að hann geti
markaðssett vöru sína og höfðað
til kaupenda með ýmsum hætti að
lokinni greiningu á venjum neyt-
enda og þörfum, að sögn formanns
Neytendasamtakanna.
„Við leitum á Google, Google
leitar á okkur. Við notum sam-
félagsmiðla, þeir nota okkur. Jafnvel
þvottavélin okkar hefur persónu-
verndarstefnu,“ segir Breki.
Neytendasamtökin segja að stór
og smá fyrirtæki safni upplýsing-
um um hvað okkur líkar, hvað við
kaupum, þau reyni að hræða okkur,
því tilfinningar selja. Þau skoði
andlega og líkamlega heilsu okkar,
kynhneigð, staðsetningu og stjórn-
málaskoðanir. Að auki heimti sum
forrit aðgang að myndum, mynda-
vél, hljóðnema, tengiliðalista og
dagatali.
„Algrímið veit oft á tíðum meira
um okkur en við sjálf,“ segir Breki og
segir sögu því til staðfestingar.
Amerískt fyrirtæki sendi 16 ára
unglingsstúlku kort og óskaði henni
til hamingju með óléttuna. Foreldr-
ar hennar urðu þessa áskynja, urðu
mjög reiðir yfir lyginni og höfðu
samband við fyrirtækið. Örskömmu
síðar kom á daginn að stúlkan
þeirra var ófrísk. Gervigreindin
hafði þá fundið út að ef konur á
ákveðnum aldri kaupa átta vörur
af tíu eru þær sennilega óléttar.
Önnur og alvarleg skuggahlið
netnjósna er að sögn Breka sá veru-
leiki sem við blasir í Bandaríkj-
unum eftir bann Hæstaréttar við
þungunarrofi.
„Nú geta fyrirtæki sagt með mik-
illi vissu hvort kona, að líkindum
ólétt, hafi ferðast á stað með þung-
unarrof í huga. Þá erum við að tala
um lögbrot. Þetta er engin framtíð-
arspá, þetta er að gerast núna. Við
erum komin inn í The Handmaid’s
Tale,“ segir Breki og vísar þar til
dramatískrar sjónvarpsseríu um
eyðingu kvenréttinda.
Í þessu samhengi má nefna að
aðgerðasinnar í Bandaríkjunum
hafa hvatt notendur til að losa sig
við öpp um tíðarhring, enda fylgist
stóri bróðir með smáforritunum.
„Besta leiðin til að halda neyt-
endum á Facebook er að höfða til til-
finninga og albest að halda notend-
um reiðum. Við erum gerð reið til að
halda ákveðinni vöru að okkur, láta
okkur fjárfesta í ákveðnum hlutum
og fyrst þarf að breyta skoðunum
okkar,“ segir Breki.
„Margir eru þeirrar skoðunar að
þetta útskýri af hverju Bandaríkja-
maður fær á internetinu allt aðrar
upplýsingar um heiminn en Íslend-
ingur. Svona getur aukið pólaríser-
ingu manna í millum, hugmyndir
fólks um heiminn verða ólíkar. Svo
verður allt brjálað þegar fólk hittist í
raunveruleikanum,“ segir Breki.
Erlendur blaðamaður komst að
því fyrir skemmstu að Google og
Facebook áttu um hann upplýs-
ingar sem námu sex gígabætum af
upplýsingum. Þá eru ónefnd áhrif
á lýðræði, kosningaúrslit og fleira.
Fjórir og hálfur milljarður notar
netið daglega eða rétt um helming-
ur mannkyns.
Björn Leví Gunnarsson, þing-
maður Pírata, segir ástæðu til að
hafa áhyggjur af þessum málum.
Miklum upplýsingum sé beint að
hópum með notkun á vafrakökum.
Þá sé einnig ansi viðamikið net af
sýktum tölvum í gangi og þær séu
nýttar í markaðs- eða ábataskyni. n
Umfangsmiklar netnjósnir
stundaðar um neytendur
Formaður Neytendasamtakanna segir að algrímið viti jafnvel meira um
neytendur en neytendur sjálfir. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Björn Leví
Gunnarsson,
þingmaður
Pírata
thorgrimur@frettabladid.is
SJÁVARÚTVEGUR Alþjóðaviðskipta-
stofnunin (WTO) komst í júní
síðastliðnum að samkomulagi um
regluverk í kringum niðurgreiðslur
ríkja til sjávarútvegs eftir áratuga-
langar samningaviðræður.
Samkvæmt samningnum, sem
var samþykktur á ráðherrafundi
WTO í Genf, verður sett bann á
ríkisstyrki til ólöglegra, óskráðra
og óstýrðra veiða, bann við ríkis-
styrkjum úr ofveiddum fiskistofn-
um og bann við ríkisstyrkjum til
úthafsveiða.
„Samningaviðræður hafa staðið
í rúma tvo áratugi og hófust fyrir
tilstuðlan hóps ríkja sem kalla sig
„Vini fiskins“,“ segir Dúi Jóhanns-
son Landmark, upplýsingafulltrúi
matvælaráðuneytisins, í svari við
fyrirspurn Fréttablaðsins.
„Ísland er í þeim hópi og hafa
fastanefnd Ísland og utanríkis-
ráðuneytið tekið virkan átt í samn-
ingaviðræðunum frá upphafi. Við-
ræðurnar hafa gengið treglega og
lögðust í dvala um tíma en á síðustu
árum hefur verið vaxandi þrýsting-
ur á að ljúka þeim.“
Dúi segir að aukinn kraftur
hafi færst í viðræðurnar með til-
komu heimsmarkmiða Sameinuðu
þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem
kveða á um að banna skuli skaðlega
ríkisstyrki í sjávarútvegi. „Í fyrsta
skipti er því á vettvangi WTO gert
samkomulag um bann við ríkis-
styrkjum vegna sjálf bærnisjónar-
miða en ekki eingöngu út frá við-
skiptasjónarmiðum.“
Að sögn Dúa hefur samningur-
inn tvíþætt óbein áhrif á íslenskan
sjávarútveg.
„Annars vegar geta styrkir skekkt
samkeppnisstöðu fyrirtækja, en það
fer eftir eðli þeirra, og hins vegar
geta ríkisstyrkir til sjávarútvegs
ýtt undir ofveiði og skaðað þannig
fiskistofna,“ segir í svari Dúa.
„Þessi niðurstaða er gott fyrsta
skref og bannar ríkisstyrki til skað-
legustu veiðanna. Ákveðið var
að halda áfram viðræðum um að
ríkisstyrkir til annarra veiða, það
er innan lögsögu ríkja og á grunni
svæðasamstarfs úr stofnum sem
ekki eru ofveiddir, verði háðir því
skilyrði að veiðarnar séu sjálf-
bærar.“ n
Reynt að hindra ólöglegar veiðar
Samið var um samninginn á 12. ráð-
herraráðstefnu WTO í Genf í júní.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Haustið 2019 tóku til starfa níu íbúaráð Reykjavíkurborgar. Innan íbúaráða á sér
stað samráð íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda.
Fulltrúar í íbúaráðunum eru kjörnir í borgarstjórn, skipaðir af grasrótarsamtökum
í hverfunum og einn valinn með slembivalsaðferð. Með slembivali er átt við að
einn fulltrúi í hvert íbúaráð er valinn af handahófi úr hópi borgarbúa sem náð
hafa 18 ára aldri og boðið að taka sæti í viðeigandi íbúaráði.
Íbúaráðin voru samþykkt sem tilraunaverkefni til ársloka 2020, en þann 10.
febrúar 2022 samþykkti Borgarráð að festa íbúaráðin í sessi til frambúðar. Sérstök
athygli er vakin á því að þátttaka í íbúaráðum byggist ávallt á samþykki þeirra
sem fá boð um þátttöku.
Til að fá upplýsingar um íbúaráðin, slembivalið og réttindi borgarbúa samkvæmt
persónuverndarlögum bendum við á vefinn okkar https://reykjavik.is/slem-
bival-fyrir-ibuarad en einnig er hægt að hafa samband við mannréttinda- og
lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar í síma 665-4862 milli kl. 09:00 og 16:00 virka
daga. Þá má senda okkur fyrirspurn á slembival@reykjavik.is.
In the autumn of 2019, 9 new residents’ councils were founded/established.
The residents’ councils consult with residents, NGO‘s, the business community
and City authorities. Each council consists of elected representatives, representa-
tives from active grassroots organisations and one individual chosen by random
selection. The random selection means that one representative is selected
randomly from the residents within the district and is invited to take a seat on
the council, the individual must be at least 18 years of age.
The residents’ councils were approved as a pilot project until the end of 2020,
but on February 10th the City Council agreed to extend the project permanently.
It is important to note that participation in the councils is always dependent on
the consent of those who have been invited to participate.
For more information about the residents’ councils, the random selection, or the
rights of residents according to data protection and the processing of personal
data laws please see https://reykjavik.is/slembival-fyrir-ibuarad. You may also
send an email to slembival@reykjavik.is or phone The Reykjavik Human Rights
and Democracy Office at 665 4862 on weekdays between 9 am - 4 pm.
Jesienią 2019 roku utworzono 9 nowych Rad Mieszkańców. Rady mieszkań-
ców są platformą konsultacyjną dla mieszkańów, organizacji pozarządowych,
środowiskich biznesowych i władz Miasta Reykjavik. Każda rada składa się z
przedstawicieli wybranych w wyborach, przedstawicieli aktywnych organizacji
pozarządowych oraz jednej osoby wybieranej w drodze losowej. Wybór losowy
oznacza, że jeden przedstawiciel jest wybierany losowo spośród mieszkańców
danej dzielnicy i jest zapraszany do zajęcia miejsca w radzie, osoba ta musi mieć
ukończone 18 lat.
Rady mieszkańców zostały zatwierdzone jako projekt pilotażowy do końca
2020 roku, jednak 10 lutego 2022 Rada Miasta wyraziła zgodę na przedłużenie
projektu na stałe. Przypominamy, że udział w radach jest uzależniony od zgody
osób, które zostały do nich wybrane w drodze losowania.
Więcej informacji na temat rad mieszkańców, losowania, lub praw mieszkańców
zgodnie z przepisami o ochronie danych osobowych i ich przetwarzaniu można
znaleźć na stronie https://reykjavik.is/slembival-fyrir-ibuarad . Zapytania można
również wysłać na e-mail slembival@reykjavik.is lub zadzwonić do Biura Praw
Czlowieka i Demokracji Miasta Reykjavik tel. 665 4862 w dni powszednie
w godzinach 9.00-16.00.
Slembival í íbúaráð
Random Selection to
the Residents’ Councils
Losowanie do Rad Mieszkańców
ninarichter@frettabladid.is
ÍTALÍA Rocco Morabito, mafíuforingi
sem talinn er einn umsvifamesti
fíkniefnasmyglari heims, er nú í
Róm eftir framsal frá Brasilíu.
Interpol handsamaði Morabito í
fyrra eftir 28 ár á flótta, með stuttri
viðkomu í fangelsi í Úrúgvæ.
Morabito var í 2. sæti á lista yfir
eftirlýsta mafíósa á Ítalíu. Hann
var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi í
Mílanó árið 2001 fyrir eiturlyfja-
smygl á vegum skipulögðu glæpa-
samtakanna 'Ndrangheta. Eru við-
skiptin talin hafa hlaupið á mörgum
milljörðum evra. n
Mafíósi framseldur eftir 28 ár á flótta
Rocco Morabito. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
6 Fréttir 7. júlí 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ