Fréttablaðið - 07.07.2022, Side 18

Fréttablaðið - 07.07.2022, Side 18
Tori Lewis tón- listarkona og rithöfundurinn Katrín Vinther eru par og deila að eigin sögn fataskápunum systurlega á milli sín. Hér má sjá Tori rokka svörtum blazer og buxum, töff beisli og grófum hælum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Ég heyri oft að ég líti út fyrir að vera beint út úr Addams-fjölskyld- unni,“ segir Katrín og hlær. „En ég tek því svo sem bara sem hrósi og þykir það passa stílnum mínum ágætlega. Ég hef vissulega gaman af svörtum fötum. Þau passa við allt og eru alltaf móðins. Mér finnst líka gaman að blanda saman mismun- andi stefnum. Einn daginn klæði ég mig eins og hvítvínsmamma úr úthverfunum á leið í jarðarför fyrr- verandi eiginmanns síns og aðra daga myndi ég best passa inn á 80’s Batcave klúbb. Oft er ég í látlausum fötum með marga fallega skartgripi sem fá að spila aðalhlutverkið. Það fer allt eftir deginum og nenninu,“ segir hún. Tori lýsir sér sem svalri og rólegri að utanverðu en fullkomlega kaótískri að innanverðu. „En ég geri nú ráð fyrir að þannig sé flest annað fólk líka. Fatastíllinn minn er mjög breiður og inniheldur sitt lítið af hverju. Ég klæðist allt frá slípuðum, kvenlegum nútímalegum goth- flíkum upp í karlmannleg street goth-föt. Ef ég ætti að gefa stílnum nafn þá myndi það vera „Minimal- Extra“. Ég fæ innblástur frá Hara- juku-strætisstílnum, metal-gyðjum eins og Floor Jansen og frum- kvöðlum eins og Iris Von Herpen og Vivienne Westwood. Ég held að stílgyðjan mín sé eins konar hilling sem samanstendur af öllu því fagra sem umkringir mig,“ segir Tori. „Minn innblástur kemur frá alls kyns fólki en líka bara ákveðinni tilfinningu eða hughrifum,“ segir Katrín um sitt stílgoð. Notað og stundum nýtt Báðar segjast þær reyna sem mest að kaupa notaðan fatnað. „Mér þykir jafnvænt um öll fötin mín og leyfi mér örsjaldan að kaupa eitthvað alveg glænýtt. Og þá passa ég að það sé fallegt handverk gert af fólki með mannsæmandi laun og vinnuskilyrði. Þar af leiðandi eru flíkurnar dýrari, en ég borga líka fyrir það sem ég fæ,“ segir Katrín. „Flestar mínar flíkur eru líka second hand eða eitthvað sem ég keypti mér fyrir mörgum árum síðan. Ég reyni að safna fyrir hönnunarvörum sem tala til mín, en viðurkenni að ég enda stundum á að ráfa eins og hungraður úlfur um fatabúðirnar í bænum í áráttu- kenndri leit að einhverju gómsætu,“ segir Tori. „Uppáhaldsfatabúðirnar mínar eru Blackwood Castle Clothing, Nuit og Church of Sanctus og mig blóðlangar í föt frá þeim öllum. Draumurinn væri svo að eignast eitthvað eftir Alexander McQueen,“ segir Katrín. Uppáhaldsfatabúðina sína segir Tori vera: „fataskápurinn hennar Katrínar?“ Hún hlær en bætir við: „Bara grín. Eða ekki … Annars kaupi ég mikið frá Rokki og rómantík, það er ekki hægt að gera mistök ef þú ferð að ráðleggingum hinnar guðdómlegu Karlottu. Uppáhaldsflíkurnar mínar eru kímónóarnir mínir og einfaldur svartur blazer-jakki. Hann passar við allt og er galdur fyrir sjálfs- traustið,“ segir hún. Óaðskiljanlegar í ást og stíl Þær Tori og Katrín hafa verið saman í tæplega tvö ár. „Við hitt- umst á Gauknum, heilagri kapellu gothara á Íslandi,“ segir Tori. „Við vorum kannski búnar að fá okkur rauðvínstár,“ segir Katrín og Tori bætir við: „Okkur hafði verið boðið í einkapartí og flesta vini okkar áttum við sameiginlega þrátt fyrir að hafa ekki kynnst almennilega áður. Við smullum strax saman (eftir að hafa öðlast sjálfstraustið sem rauðvín veitir) og höfum ekki verið í sundur síðan,“ segir hún. Aðspurðar neita þær því að eld- veggur hafi verið reistur á milli fata- skápanna á heimilinu. „Merkilegt nokk þá getum við deilt fataskáp- unum. Tori er til dæmis iðin við að stela fötum úr mínum skáp. Áður en við bjuggum saman velti ég oft fyrir mér hvað hefði orðið um hina og þessa flík, til þess eins að komast svo að því að þær voru komnar inn í skáp heima hjá henni,“ segir Katrín. Tori bætir við að þetta hafi byrjað mjög sakleysislega hjá þeim, svona eins og gerist oft hjá pörum. „Hjá okkur byrjaði þetta á stutterma- bolum en núna lánum við hvor annarri kjóla og harness/beisli til að fara út á lífið,“ segir Tori. Ætlað að fæða hval Tónlistarkonan Tori Lewis flutti til Íslands frá Frakklandi árið 2016. „Þá var ég nítján ára. Ég kem frá lítilli borg rétt fyrir utan París. Ég ólst upp í mjög frönsku húsi rétt við skóginn umkringd dýrum og man að það var mjög mikill hávaði og mikil lykt, en aðallega yfirþyrm- andi. Mér fannst ég aldrei vera nógu góð og gæti ekki hugsað mér að búa þarna aftur. Ástæðan fyrir því að ég flutti til Íslands var barnabók sem ég las þegar ég var sjö ára; um háhyrninga í hafinu við Húsavík. Eftir það var ekki hægt að halda mér í Frakk- landi. Ég fylgdi innsæinu eins og ég er vön og gæti ekki verið lukkulegri með það. Ég hef fundið mitt heimili hér á Íslandi og gæti ekki hugsað mér að vakna á morgnana fjarri hafinu og ferska loftinu. En ég var þó heppin að geta notið náttúr- unnar í sveitinni þegar ég var barn og ég er þakklát fyrir það. Ég hef verið gagntekin af háhyrningum síðan ég var bara barn og mig dreymir reglulega um að fæða einn slíkan,“ segir Tori, sem mun eflaust gera það í einhverjum skilningi, enda bæði skapandi og hæfileikarík. Tori vinnur í nokkrum ólíkum verkefnum en setur fókusinn á nám sitt í Söng- skóla Sigurðar Demetz þar sem hún lærir söng hjá Elsu Waage. „Klass- ískur söngur, eins erfiður og hann er, gefur mér meira en allt annað. Núna einbeiti ég mér að raddverk- um fyrir nokkur safarík verkefni sem líta vonandi bráðum dagsins ljós. Í sumar spila ég með bandinu mínu Necksplitter á Eistnaflugi og Norðanpaunki. Restin af sumrinu fer í að skrifa og taka upp fyrir loka- verkefni vinar míns úr Kvikmynda- skólanum,“ segir Tori. Gefur út Eiðrofa Katrín á líka sterkar rætur í sveitinni líkt og Tori. „Ég ólst upp á Akureyri og varði líka löngum stundum í Ljósavatnsskarði, en mamma mín er einmitt þaðan. Mér finnst sveitin alltaf eiga í mér stóran part og mig langar mikið að skrifa smásagnasafn eða ljóðakver um náttúruna. Ég flutti suður í janúar 2015 til þess að fara í háskólann og ég væri að ljúga ef ég segðist ekki sakna Norðurlands, en mér líður líka mjög vel hérna í Reykjavík,“ segir Katrín, sem stundar nám í ritlist í Háskóla Íslands og mun á komandi vikum gefa út sína fyrstu ljóðabók. Bókin nefnist Eiðrofi og er unnin upp úr meistaraverkefni hennar. „Ég var líka með verk í smá- sagnasafninu Það er alltaf eitthvað, sem kom út árið 2019. Síðan hef ég skrifað kvikmyndagagnrýni fyrir Engar stjörnur. Ég hef hingað til mest unnið með ljóð en öll skapandi skrif heilla mig mjög. Ég hef alltaf verið algjör lestrarhestur og um leið og ég kunni eitthvað aðeins á Word fór ég að skrifa sögur. Minningin af því er alveg ljóslif- andi. Ég sat í herbergi bróður míns og stalst til að skrifa á fartölvu sem mamma var nýbúin að kaupa sér fyrir háskólanámið sitt. Sagan var um einhverja hunda, skrifuð með alveg hreint óbærilega ljótum skrautfonti,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Eiðrofi kemur út ásamt tveimur öðrum ljóðabókum eftir þær Sólveigu Eir og Sunnevu Krist- ínu. Það ætti að skýrast á næstu vikum hvar og hvenær útgáfuhófið verður svo ég hvet áhugasama til að fylgjast vel með.“ Glitur sem kitlar heilabúið Tori og Katrín leita báðar inn- blásturs í lífið og tilveruna. „Í raun finn ég innblástur í lífinu eins og það leggur sig. Bæði sigrum þess og áföllum. Náttúran og þjóðsögur veita mér líka innblástur, og hafa gert síðan ég var barn,“ segir Katrín. „Tilfinningar af öllu tagi veita mér innblástur. Það hefur alltaf verið erfitt fyrir mig að skilja og aðgreina tilfinningar og ég hef lært samúð gegnum árin sem hvetur mig til dáða. Hún hjálpar mér að fylgjast með, eins og dagbók, til að skilgreina kenndir út frá hljóði og hávaða. Annars leita ég líka mikið í listamenn eins og Bruno Coulais, Pierre-Henri, Messiän, Jules Vernes, ýmsar hljómsveitir og listamenn. Ég gæti aldrei nefnt þau öll,“ segir Tori og bætir við: „Goth-senan á Íslandi er eins og fjölskylda sem samþykkir, stað- festir, styður þig tilfinningalega og veitir þér öryggi til að opna þig, sem er það fallegasta sem ég veit. Þetta er hrá ást sem hefur auðvitað sína há- og lágpunkta. Sköpunarlega séð þá er það mjög hvetjandi fyrir mig að vera í kringum þetta gáfaða og uppfinningasama fólk. Það er hægt að sogast inn í samtal í marga klukkutíma og koma út úr því upp- full af heilaglitri. Þarna eiga sér stað jöfn og stöðug samskipti sem lætur manni líða dásamlega,“ segir Tori. Þetta frjóa og skemmtilega par hefur að sjálfsögðu leitt hugann að því að vinna saman að skapandi verkefnum. „Við erum með einhver verkefni í bígerð. Hljóð, orð og myndefni sem flæðir saman við lifandi flutning og margt fleira sem kitlar heilabúið,“ segir Tori. „Það er aldrei að vita hverju við tökum upp á næst,“ bætir Katrín við. Það er því rík ástæða til þess að fylgjast með þessum áhugaverðu karakterum. n Jóhanna María Einarsdóttir jme @frettabladid.is Tori (t.h.) og kærastan hennar, Katrín (t.v.), hittust á Gauknum fyrir tæpum tveimur árum og kviknaði þar ástarneistinn sem brennur enn heitt. MYND/AÐSEND Það er hægt að sogast inn í samtal í marga klukkutíma og koma út úr því uppfull af heilaglitri. Tori Lewis 2 kynningarblað A L LT 7. júlí 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.