Fréttablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 34
Útsala20-60%
Fyrsta breiðskífa Árnýjar
Margrétar, They Only Talk
About the Weather, kemur
út 21. október og fyrsta lagið
af plötunni kemur út í dag.
Á bak við verkið er tvítug
tónlistarkona frá Ísafirði á
þröskuldi heimsfrægðar.
ninarichter@frettabladid.is
Árný Margrét hefur vakið athygli
fyrir einlægan f lutning og vand-
aðar lagasmíðar sem ómað hafa
um stór tónlistarhús erlendis, enda
hefur hún farið í tónleikferðalög
um Kanada og Evrópu og hitað upp
fyrir stór nöfn í senunni.
„Nafnið er svolítið stórt,“ svarar
Árný Margrét, aðspurð um hvað
bindi plötuna saman. „Veðrið er
stórt í þessu, en það er ekki aðal-
málið. Ég nota það mikið sem
innblástur og nota það til að fela
annað,“ segir hún hugsi.
Úti í sveit í Danmörku
Árný Margrét segir að á plötunni
séu lög frá mismunandi tímabilum
sem passi vel saman. „Reynsla og
fólk og veðrið – allt í bland.“ Tíma-
bilið sem um ræðir eru dagar heims-
faraldurs, frá 2020 til 2021 og platan
var tekin upp síðla síðasta sumars.
Árný Margrét hikar áður en hún
svarar því hvort heimsfaraldurinn
hafi litað efnistökin á plötunni.
Hún útskýrir að haustið 2020 hafi
hún farið utan í nám. „Ég fór til
Danmerkur í lýðháskóla á Norður-
Jótlandi. Ég var í Danmörku þegar
Covid byrjaði.“ Um var að ræða nám
þar sem einblínt var á svokallaða
fólk-rokk tónlistarstefnu. „Ég var
þarna úti í sveit með vinum mínum
allan daginn,“ segir hún. Sam-
komu bann setti strik í reikninginn
og tónlistarkonan f lutti heim til
Íslands eftir eina önn. „Það er þetta
með að sakna og vera einn. Svo er
innilokun þarna líka, einangrunin
gæti hafa litað þetta smávegis,“ segir
hún.
Ætti kannski að hitta Kidda
„Það að hitta Kidda umboðsmann-
inn minn og fólkið sem ég tók upp
plötuna með, var svolítið skrýtið
og gerðist mjög hratt.“ Umboðs-
maðurinn sem um ræðir er Guð-
mundur Kristinn Jónsson, þekktur
sem Kiddi í Hjálmum, sem einnig er
umboðsmaður Ásgeirs Trausta.
Aðspurð um tildrög samstarfsins
segist Árný Margrét hafa sett sig í
samband við Högna Egilsson í lok
árs 2019. „Þegar ég fór suður hafði
ég samband við hann og spurði
hvort við gætum hist, og við tókum
upp nokkur demó,“ segir hún. „Svo
hafði ég samband við hann aftur í
apríl 2021 og þá sagði hann: Þú ættir
kannski að hitta Kidda.“
Svo fór að Árný Margrét mætti í
hljóðver og lék tíu lög sem hún átti
á lager. „Svo gleymdi ég bara texta-
möppunni minni og öllu á gólfinu
hjá Kidda,“ segir hún og skellihlær.
„Þá varð ég að koma aftur. Hann
spurði mig þá hvort ég ætti fleiri lög,
og þá tókum við allt upp á þremur
vikum!“
Valáfangi úrslitavaldur
Árný Margrét fór í tónlistarskóla að
læra á píanó sex ára gömul. „Það var
svona klassískt dæmi, og ég var líka í
lúðrasveitum og hljómsveitum fyrir
leikritin í menntaskóla,“ segir hún
og nefnir að flestir fyrir vestan fari
í tónlistarskóla, en tveir tónlistar-
skólar séu á svæðinu og hefðin því
sterk. „Ég fékk gítar í fermingargjöf
þegar ég var 14 ára og fór í valáfanga
í grunnskóla þar sem ég lærði svona
venjuleg gítargrip.“ Þá vaknaði tón-
listaráhuginn fyrir alvöru.
Aðspurð um helstu áhrifavalda
nefnir hún suðurafrísk-bandaríska
tónlistarmanninn Gregory Alan Isa-
kov sem algjört uppáhald, og segist
einmitt hafa hitað upp fyrir tónlist-
armann á tónleikum erlendis, sem
hafi hitað upp fyrir Gregory.
Tónlistarunnendur geta séð
Árnýju Margréti á Airwaves-hátíð-
inni í Reykjavík næsta haust, þar
sem hún heldur tónleika í Fríkirkj-
unni. n
Tók upp fyrstu plötuna á þremur vikum
Árný Margrét sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu í október og fyrsta lag plötunnar kemur út á streymisveitum í dag.
MYND/AÐSEND
Það að hitta Kidda
umboðsmanninn
minn og fólkið sem ég
tók upp plötuna með,
var svolítið skrýtið og
gerðist mjög hratt.
ninarichter@frettabladid.is
Kyana Sue Powers kom fyrst til
Íslands árið 2018. Hún heillaðist
svo af landinu að hún flaug heim til
Boston, sagði upp starfi sínu, seldi
eigurnar og f lutti til landsins. Í dag
er hún einn stærsti ferða-áhrifa-
valdur landsins með 33 þúsund
fylgjendur á Instagram.
„Ég verið með hálendisdellu
undanfarið,“ segir Kyana. „Senni-
lega vegna þess að hálendið er ólíkt
nokkrum öðrum stað á Íslandi.
Þetta eins og að vera á annarri
plánetu. Það eru svo margir staðir
á hálendinu sem maður veit ekki
af,“ segir hún.
Kyana segir að stundum sé fólk
mett af heimsóknum á áfangastaði
við hringveginn. „Þá er magnað að
finna að maður geti farið á algjör-
lega nýjan stað í hvert sinn sem
maður fer á hálendið, af því að það
er svo einangrað.“
Kyana rekur delluna til ferðar í
Kerlingarfjöll síðasta sumar. „Ég
hafði aldrei komið þangað áður og
vissi ekki neitt um staðinn.“ Kyana
skellti sér eina helgi á svæðið með
vinum sínum. „Ég spjallaði við
starfsfólkið í skálanum á svæðinu
sem vissi allt sem hægt er að vita um
svæðið. Þau lögðu til nokkrar göngu-
leiðir, útsýnisstaði og heitar náttúru-
laugar í nágrenninu. Þetta var algjört
æði.“
Hún minnist síðan göngu sem
hún fór í fyrir skömmu með þremur
íslenskum vinum. „Þar hittum við
þýska fjölskyldu sem spurði okkur
hvaðan við værum og vinir mínir
sem eru Íslendingar kynntu sig sem
slíkir og sögðu að ég væri frá Banda-
ríkjunum. Þjóðverjarnir svöruðu: Já,
en gaman að þið séuð að sýna henni
landið. Þá svöruðu Íslendingarnir:
Já, reyndar skipulagði hún alla þessa
ferð, við höfum aldrei komið hérna
áður,“ segir Kyana og hlær. n
Áhrifavaldur með hálendisdellu
Sextíu og tvö þúsund fylgja Kyönu á
Tiktok sem birtir þar myndbönd af
íslenskri náttúru. MYND/AÐSEND
ragnarjon@frettabladid.is
Hljómsveitin Alcoholica stígur á
svið í kvöld á tónlistarhátíðinni
Eistnaflugi sem fram fer í Nes-
kaupstað þessa helgina. Það sem
aðgreinir hljómsveitina frá öðrum
þungarokkssveitum á hátíðinni
er að Alcoholica er eina karókí
metalband Íslands. „Fólk fær texta
og velur sér lag. Í rauninni er þetta
bara alveg eins og venjulegt karókí
fyrir utan að svo er full hljómsveit
upp á sviði sem spilar alla helstu
metal- og rokkslagarana og þú
færð að góla með,“ segir trymbill
sveitarinnar, Gottskálk Davíð
Bernhöft. Hann bætir við að um
fastan lista af lögum sé að ræða.
„Jú, enda held ég að það væri mjög
erfitt að gera þetta öðruvísi. Þetta
eru alveg hátt í þrír tímar af lögum
sem við erum með æfð.“
Meðlimir Alcoholica hafa spilað
saman í áraraðir en sveitin er
sprottin af hugmynd um að stofna
hljómsveit sem spilaði ábreiður.
„Þetta er afsprengi hljómsveitar
sem er búin að vera til í fjórtán til
fimmtán ár sem heitir Alchemia,“
segir hann. Hugmyndin hafi svo
þróast þegar skipuleggjendur
Eistnaflugs báðu þá um að vera
með karókíviðburð fyrir nokkrum
árum, nokkuð sem hljómsveitin
hafði lengi hugsað um.
„Það var svolítið eins og þetta
ætti að gerast. Sérstaklega með
þessari hátíð,“ segir Gottskálk.
„Númer eitt tvö og þrjú erum við
að þessu til þess að skemmta okkur
og öðrum.“ n
Alcoholica er eina
karókí metalband
Íslands
Alcoholica gefur gestum tækifæri til
að stíga á svið á Eistnaflugi.
MYND/MARINÓ FLÓVENT
n Ferðalangurinn
Það var svolítið eins og
þetta ætti að gerast.
26 Lífið 7. júlí 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 7. júlí 2022 FIMMTUDAGUR