Fréttablaðið - 09.07.2022, Blaðsíða 28
Mörg kannast örugglega við
að geyma ógrynnin öll af
krukkum, boxum og skrauti
af ýmsu sem keypt er inn á
heimilið, því það er einfald-
lega svo sárt að henda því.
Því hver veit, kannski má
endurnýta þetta einhvern
tíma.
jme@frettabladid.is
Endurvinnslusálin Harpa Sigurðar-
dóttir birti fyrr á árinu mynd á sam-
félagsmiðlinum Facebook, af föndri
sem hún hafði gert úr ostaboxum.
Ostaboxin umræddu eru líklega
einar veglegustu ostaumbúðir sem
fyrirfinnast í íslenskum matvöru-
hillum. Þau eru úr þunnum við og
koma utan af ostinum Stóra Dímon.
Það er því viðbúið að heittrúaðar
endurnýtingarsálir eins og Harpa
eigi erfitt með að sjá á eftir þeim í
tunnuna.
„Við vinkonurnar byrjuðum að
hittast síðasta haust í vikulegar
föndurstundir þegar við báðar
misstum vinnuna eftir um þrjátíu
ára starf í banka. Vinkonan er
mikil handavinnukona og á alls
konar græjur svo við hittumst
heima hjá henni. Fyrsta föndrið
voru jólakort, sem ég reyndar
sendi aldrei, því það er ekki hefð
hjá mér að senda jólakort,“ segir
Harpa og hlær. „Meðal þess endur-
nýttum við gömul kort, klipptum
út myndirnar og settum saman í
ný kort. Ég hef alltaf haft trú á því
að kaupa minna en endurvinna
frekar og gefa gömlum hlutum
nýtt líf. Mörg af þessum kortum
hafði ég sem merkimiða á jóla-
gjafir svo þetta nýttist nú eitthvað
hjá mér,“ segir hún.
Búnar að geyma boxin í 27 ár
Svo voru jólin búin, vinkonurnar
enn atvinnulausar og þá þurfti
að finna upp á nýju föndri. „Ég
var búin að sanka að mér Stóra
Dímons-ostaboxunum í nokk-
urn tíma, hugsaði með mér að ég
myndi örugglega einhvern tíma
nota þetta. Þarna var tækifæri til að
taka þau fram og mála þau. Ég fékk
ostabox frá mömmu því hún átti
líka slatta af þessum boxum eins
og ég. Þegar ég leit undir boxin sá
ég að sum voru merkt með síðasta
söludegi árið 1995, einmitt árið sem
ég kynntist manninum mínum.
Þá hugsaði ég með mér bara: Guð
minn góður, erum við búnar að
geyma þetta í tuttugu og sjö ár? Og
getur verið að við höfum borðað
alla þessa osta?“ segir Harpa og
skellir upp úr.
„En ég sé alltaf notagildi í hlut-
unum og á erfitt með að henda
veglegum umbúðum. Stelpurnar
mínar fengu til dæmis iPhone síma
fyrir stuttu. Þeir koma í svo flottum
kössum að ég hafði það ekki í mér
að henda þeim. Ég geymdi þá í stað-
inn, málaði þá svo og skreytti og
notaði svo undir gjafir. Það verður
líklega forvitnilegt fyrir dætur
mínar að fara í gegnum dánarbúið
mitt,“ segir Harpa og hlær.
Harpa hafði líka sankað að sér
blómaskreytingum af páskaeggjum
og átti orðið dágott safn af þeim,
svo henni þótti tilvalið að skreyta
ostaboxin með þeim. „Ég notaði
aðallega föndurmálningu til að
mála boxin og málningaprufur úr
málningarbúðum. Svo notaði ég
blómin af páskaeggjunum, sem
og ýmsar perlur og blúnduborða.
Það tók mig heillangan tíma að spá
í það hvaða litur færi með hvaða
blómi og fleira og kláraði ég að
föndra um tíu box alls.“
Harpa segist hafa áður fyrr verið
mikill föndrari svo hún átti ýmis-
legt uppi í skáp sem hún gat notað í
föndurstundirnar. „Ég komst aftur
í gírinn þegar ég var ekki að vinna.
Núna er ég komin með starf hjá
Raunvísindastofnun Háskólans og
þá hefur þetta dottið aftur niður
og maður gleymir að gefa sér tíma
í föndrið. En svona dundur er
náttúrlega alltaf skemmtilegra með
góðum vini, að kjafta og sötra kaffi
á meðan.“
Osturinn klikkar aldrei
„Ég hef ekki nýtt þessi fínu box
mikið, nema eitt í vor. Þá var mér
boðið í fermingu. Ég ætlaði að gefa
pening og þá kom boxið vel að
notum. Þannig að ég sit uppi með
flest boxin sem ég föndraði. Ætli
það sé svo ekki hægt að nota þau
til að gefa heimagert konfekt eða
eitthvað um jólin? En aðalatriðið
var nú svo sem að hittast og gera
eitthvað saman, svo ég set það ekki
fyrir mig. Þessi box koma að notum
síðar meir til að gefa gjafir sem
komast fyrir í öskjunum. Ég gæti
notað þau til að pakka inn gjöfum
til stelpnanna minna, en þá fengi ég
boxin bara í hausinn aftur, því þær
búa enn heima,“ segir hún.
Harpa endar á því að mæla með
því að föndra úr Stóra Dímons-
boxunum. „Þessi ostur kemur
enn í þessum fallegu öskjum, og
ef maður vill föndra svona box, þá
bara kaupir maður Stóra Dímon á
þúsundkall, borðar ostinn og á þá
boxið. Það er kannski ekki mikill
sparnaður í því, en osturinn klikkar
svo sem aldrei. Hann má til dæmis
baka með furuhnetum og ýmsu.
Annars er þetta skemmtilegt og ein-
falt föndurverkefni og auðvelt fyrir
krakka líka að gera,“ segir Harpa
glöð í bragði. n
Föndrar úr kvartaldargömlum ostaboxum
Stóra Dímons-boxin eru tilvalin í föndrið enda bæði veglegar og fallegar um-
búðir sem gaman er að mála, líma skraut á og fleira. MYNDIR/AÐSENDAR
Það er ekki erfitt að gera boxin
falleg með góðu blómi og máln-
ingarslettu.
Harpa Sigurðardóttir.
Árný Inga Guðjónsdóttir, 42
ára sjúkraliði á Landspítal-
anum, hafði lengi fundið
fyrir orkuleysi vegna járn-
skorts. Hún byrjaði að taka
inn Andoxun með íslensk-
um krækiberjum og rauð-
rófudufti frá ICEHERBS og
fann mun á sér eftir einungis
fimm vikur.
Árný er eins og margar konur og
hefur glímt lengi við járnskort.
„Járnskorturinn hefur verið við-
loðandi hjá mér í nokkur ár og það
hefur verið erfitt fyrir mig að halda
járninu í réttu magni í líkamanum.
Ég hef prófað ýmislegt, tekið járn-
pillur sem fóru illa í magann á mér
og svo fékk ég ofnæmi fyrir járn-
sprautunum. Á síðasta ári byrjaði
ég að lesa mér til um lausnir gegn
járnskorti og datt niður á Andoxun
frá ICEHERBS,“ segir Árný.
Aukið úthald en
minnkandi sólarljós
Járnleysi getur valdið orkuleysi,
þreytu og svima hjá fólki og segist
Árný oft hafa fundið fyrir þessum
einkennum. „Ástæðan fyrir því að
ég vildi prófa Andoxun var sú að
bætiefnið er járnríkt. Ég var líka að
leitast eftir aukinni orku og úthaldi
almennt. Ég fann mun á mér eftir
að hafa tekið Andoxun frá ICE-
HERBS reglulega í nokkrar vikur.
Það var strax munur á orkunni og
úthaldinu, sem var skrítið því það
hefði átt að vera öfugt, enda var
þetta um hávetur og það dimmdi
sífellt meira með hverjum degi á
þeim tíma.“
Þetta helst allt í hendur
„Í dag tek ég tvö hylki af Andoxun
á dag, kvölds og morgna, og finn
mikinn mun á mér. Járnið var mælt
síðasta haust og mældist bara í fínu
magni. Mér finnst ég mun orku-
meiri og bý yfir meira líkamlegu
úthaldi en áður. Mér finnst auðveld-
ara að vakna á morgnana og ég er
fljótari í gang. Þá dríf ég mig frekar
í líkamsrækt eða út að ganga með
hundinn, því úthaldið er meira. Ég
er engin rosaleg íþróttamanneskja,
en ég fer tvisvar í viku í líkams-
rækt og geng með hundinn daglega.
Þá er ég ekki frá því að ég sé skýrari
í hugsun. Þetta helst allt í hendur.
Ég er heldur ekki frá því að þetta
hafi haft góð áhrif á meltinguna,
sem er stórt skref upp á við frá melt-
ingartruflunum af völdum járn-
pillanna. Svo má líka nefna að ég
hef ekki orðið lasin síðan ég byrjaði
að taka Andoxun. Það hafa verið
veikindi á heimilinu, en ég hef ekki
gripið neina pest. Ég veit ekki hvort
þetta séu bein áhrif frá Andoxun.
En það er engin spurning, ég ætla að
halda áfram að taka þetta.“
Andoxun – krækiber og rauðrófur
Andoxun er sannkölluð ofurfæðu-
blanda. Hún inniheldur íslensk
krækiber og rauðrófuduft. Blandan
er einstaklega járnrík og hefur hátt
hlutfall af andoxunarefnum. Hún
er frábær fyrir meltinguna og bætir
súrefnisupptöku.
Krækiber eru þekkt fyrir vatns-
losandi áhrif og eru rík af E- og
C- vítamínum, en þau hafa mjög
hátt innihald andoxunarefna, eins
og flavonol og anthocyanin. Neysla
krækiberja er talin hafa jákvæð
áhrif á taugakerfið, heilastarfsemi
og sjónina.
Rauðrófur eru þekktar fyrir að
bæta súrefnisupptöku og auka
blóðflæði og hafa því slegið í gegn
meðal íþróttafólks þar sem með
auknu blóðflæði eykst snerpa,
orka og úthald. Rauðrófurnar eru
einstaklega næringarríkar. Þær
innihalda C-vítamín, kalíum og
önnur nauðsynleg steinefni sem
styrkja ónæmiskerfið. Þær styðja
einnig við afeitrunarferli lifrar og
eru einstaklega járnríkar. Þessi
blanda frá ICEHERBS hefur reynst
mörgum vel sem vilja auka vel-
líðan og styrk.
Hrein náttúruafurð
Markmið ICEHERBS er að nýta
náttúruauðlindir sem tengjast
íslenskri hefð og sögu og vinna í
hreina neytendavæna vöru fyrir
viðskiptavini. „Við hjá ICEHERBS
leggjum áherslu á að framleiða
hrein og náttúruleg bætiefni
sem byggja á sjálfbærri nýtingu
náttúruauðlinda. Við viljum að
vörurnar okkar nýtist viðskipta-
vinum okkar, að virkni skili sér í
réttum blöndum og að eiginleikar
efnanna viðhaldi sér að fullu. Þá
notum við enn fremur engin óþörf
fylliefni.“ n
ICEHERBS fæst í öllum betri mat-
vöruverslunum, apótekum og
heilsuvöruverslunum og í nýrri
vefverslun á iceherbs.is.
Hætt að þjást af járnskorti
Árný Inga hefur
þjáðst af járn-
skorti um árabil.
Eftir að hún
byrjaði að taka
inn Andoxun
frá ICEHERBS á
hverjum degi
er járnmagnið
komið í lag og
orkan aukin.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
4 kynningarblað A L LT 9. júlí 2022 LAUGARDAGUR