Fréttablaðið - 09.07.2022, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.07.2022, Blaðsíða 46
Sveiflusveit alþýðunnar stendur fyrir sveiflutón- leikum og danskennslu á Óðinstorgi nokkra laugardaga í sumar á vegum Sumarborgarinnar. Óþarfi er að mæta með dansfélaga. sandragudrun@frettabladid.is Sveiflusveit alþýðunnar skipa þeir Freysteinn Gíslason á kontrabassa, Valbjörn Snær Lilliendahl á gítar og Magnús Pálsson á klarínett. Á tónleikunum í sumar verður spiluð hress sveiflutónlist eins og hún gerðist best á millistríðsárunum. Í hléi mun svo Magnús klarínettleik- ari kenna gestum sveifludansinn Lindy Hop. „Hann fer yfir létt byrjendaspor sem fólk á öllum aldri getur lært. Þá geta áhorfendur vonandi nýtt sér kennsluna og dansað við tónlistina eftir hlé. Þannig að þetta er meira en bara tónleikar,“ segir kontra- bassaleikarinn Freysteinn. Hann segir að þeir félagar séu nýlega byrjaðir að spila saman undir nafninu Sveiflusveit alþýð- unnar. „Við erum allir reyndir spilarar en Sveiflusveit alþýðunnar er til- tölulega ný. Við Valbjörn gítar- leikari höfðum verið að hittast og spila saman og svo fór Magnús að mæta með. Þannig varð sveitin til,“ segir Freysteinn. Hann segir að ástæðan fyrir að sveiflutónlist hafi orðið fyrir valinu sé einföld. „Þegar maður fær djassbakteríuna eins og sagt er, þá verður ekkert aftur snúið. Hún bara yfirtekur mann oftast og við erum allir með hana. Við höfum allir mikinn áhuga á þessari tónlist.“ Létt fjölskyldustemning Sveitin stefnir á að halda ferna sveiflutónleika á Óðinstorgi í sumar á vegum Sumarborgarinnar. Fyrstu tónleikarnir eru á dagskrá í dag klukkan 14-16, en Freysteinn segir að mögulega verði að fresta þeim vegna veðurs. Hægt er að fylgjast með því á viðburðasíðu borgarinnar okkar, borginokkar.is eða á Facebook- eða Instagram-síðu Sveiflusveitarinnar. „Það er gott að fylgja okkur á samfélagsmiðlum til að vita ef við þurfum að breyta um dagsetningar. En þar sem það stefnir á slæmt veður gætum við því miður þurft að fresta fyrstu tónleikunum okkar, en við finnum þá nýja dagsetningu því við ætlum að halda ferna tónleika í sumar. Þeir næstu verða 16. og 30. júlí og þeir síðustu 6. ágúst,“ segir Freysteinn. Dans og sveifla á Óðinstorgi Þeir Valbjörn Snær Lillien- dahl, Freysteinn Gíslason og Magnús Pálsson skipa hljóm- sveitina Sveiflu- sveit alþýð- unnar. Þeir ætla að skemmta borgarbúum í sumar með tónlist og dans- kennslu. MYNDIR/AÐSENDAR Tónleikarnir verða á Óðinstorgi fjóra laugardaga í júlí og ágúst. „Það er planið að hafa þetta svona létta fjölskyldustemningu. Þannig að mömmur, pabbar, ömmur, afar, börn og bara allir geti komið og haft gaman saman og nýtt þetta nýja og fallega torg.“ Freysteinn segir fleiri tónleika með sveitinni ekki á dagskrá á næstunni. Tónleikarnir fernir á vegum sumarborgarinnar séu bara byrjunin á samstarfi hljómsveitar- meðlimanna. „Þetta er vonandi byrjunin á einhverju meiru. Við eigum eftir að sjá hvernig þetta þróast. Ef það myndast mikil stemning í kringum þetta er aldrei að vita nema við tökum þetta eitthvað lengra,“ segir hann. Öll alþýðan velkomin „Við spiluðum á Lindy Hop-kvöldi núna á þriðjudaginn, en þau eru alltaf haldin annað hvert þriðju- dagskvöld á Kex. En Magnús hefur verið viðriðinn Lindy Hop sam- félagið á Íslandi. Frumraunin okkar að spila saman fyrir aðra var aftur á móti á hjá Vinstri grænum í Mos- fellsbæ. Þá vorum við bara að spila djass.“ Freysteinn segir að hugmyndin að Sveiflusveit alþýðunnar hafi kviknað í kringum þá tónleika og að nafn sveitarinnar sé tilkomið til að undirstrika að allir, öll alþýðan, séu velkomnir á tónleika hjá þeim. „Okkur langaði að nýta þennan áhuga okkar á sveiflutónlist og áhuga Magnúsar á Lindy Hop og reyna að búa til eitthvað skemmti- legt.“ n Þetta er vonandi byrjunin á ein- hverju meiru. Freysteinn Gíslason elin@frettabladid.is Þetta er einfaldur og góður réttur sem upplagt er að prófa á laugardegi. Upp- skriftin miðast við tvo. 2 kjúklingabringur ½ tsk. salt ¼ tsk. pipar 1 msk. smjör og smá olía til steikingar 2 hvítlauksrif Safi úr fjórðungi af sítrónu Steikt spergilkál 1 spergilkálshaus 1 skallottlaukur, smátt skorinn 1 hvítlauksrif 1 msk. olía til steikingar Fjórðungur úr sítrónu 2 msk. ristaðar möndluflögur Salt og pipar Sósa 1 dl vatn og kjúklingateningur 2 dl rjómi 1 msk. dijonsinnep 1 msk. sojasósa Salt og pipar 2 tsk. maizenamjöl Bragðbætið kjúklingabringurnar með salti og pipar og steikið þær í tvær mínútur hvorum megin. Bætið smátt skornum hvítlauk út á pönnuna og pressið sítrónusafa yfir. Lækkið hitann, setjið lok á pönnuna og haldið áfram að elda í 4 mínútur, eða þar til kjúklingurinn hefur náð 70 °C. Sjóðið upp vatn og tening, bætið síðan rjóma við. Smakkið til með sinnepi, sojasósu og bragðbætið með salti og pipar. Jafnið sósuna með maizenamjöli sem hrært hefur verið með smá köldu vatni. Bætið við sinnepi ef þarf. Skerið spergilkálið í hluta og steikið með skallottlauk, hvítlauk og olíu. Pressið sítrónusafa yfir. Dreifið möndluflögum yfir í lokin ásamt salti og nýmöluðum pipar. Leggið kjúklingabringur á sitt hvorn diskinn, hafið spergilkál til hliðar og ausið sósu yfir kjötið. Fallegt er að skreyta diskinn með kirsuberjatómötum og sítrónubát. Hrísgrjón passa vel með þessum rétti og sömuleiðis nýjar kartöflur eða kartöflumús. n Kjúklingur með sinnepssósu Kjúklingabringur eru alltaf góður matur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 6 kynningarblað A L LT 9. júlí 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.