Fréttablaðið - 09.07.2022, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 09.07.2022, Blaðsíða 52
Börn ættu líka að skilja hver er upp- spretta þessarar illsku. Við erum að tala um raunveru- legt land sem er Rússland. Liliya Omelya- nenko Úkraínski útgefandinn Liliya Omelyanenko notar bók- menntir til að vekja athygli á stríðinu í heimalandinu. Hún segir raunveruleikann þó vera langtum grimmari en skáld- skapinn. Liliya Omelyanenko er úkraínskur bókaútgefandi sem f lúði stríðið í Úkraínu ásamt tveimur börnum sínum og móður. Liliya stofnaði forlagið Vydavnytstvo ásamt koll- ega sínum, bókahönnuðinum Eliash Strongowski, árið 2016. Þau byrjuðu á að gefa út fantasíubækur og vísindaskáldsögur en ákváðu svo að reyna að skapa sér sérstöðu með því að einblína á bækur með sam- félagsleg umfjöllunarefni. „Við gefum út bækur um mismun- andi málefni sem eru nokkuð sárs- aukafull fyrir samfélagið og fólk er ekki orðið vant. Mörg málefni sem þykja nú sjálfsögð í Skandinavíu eru ekki enn orðin algeng umfjöllunar- efni í Úkraínu,“ segir Liliya. Vydavnytstvo einblínir á mynda- sögur og barnabækur en hefur einnig gefið út íslenska höfunda á borð við Sjón og Fríðu Ísberg. Liliya hefur sjálf komið tvisvar til Íslands og meðal annars hitt Guðna Th. Jóhannesson forseta. Sú bók Vydav- nytstvo sem vakið hefur hvað mesta athygli er án efa barnabókin Maía og vinir hennar, sem kom nýlega út í íslenskri þýðingu á vegum For- lagsins. Liliya segir hugmyndina að bók- inni hafa komið þegar vinur hennar benti henni á að það vantaði úkra- ínskar barnabækur um börn sem alast upp hjá samkynja foreldrum. „Við vorum áhugasöm um að gefa út slíka bók og leituðum til vinar okkar, úkraínska rithöfundarins og lögfræðingsins Larysu Denysenko. Hún er baráttukona og vel þekkt innan Úkraínu fyrir hjálparstarf sitt fyrir konur sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi.“ Olli hneyksli í heimalandinu Maía og vinir hennar segir frá sautján ólíkum úkraínskum fjöl- skyldum, þar á meðal henni Maíu sem á tvær mömmur. „Bókin fjallar um umburðarlyndi og meginboðskapur hennar er sá að sama hvers konar fjölskyldu þú elst upp í, sama hverjir foreldrar þínir eru og hvort sem þú átt foreldra eða ekki, þá skiptir mestu að þú sem barn sért elskað af fólkinu sem þú býrð með,“ segir Liliya. Bókin kom upphaf lega út í Úkraínu 2017 og vakti gríðarlega athygli sem ekki var öll jákvæð. „Í raun vakti þessi bók risahneyksli í Úkraínu þegar hún var gefin út 2017. Það var ekki til sá bloggari, fjölmið- ill eða ríkisstofnun sem fjallaði ekki um hana að einhverju leyti,“ segir Liliya. Þurftu að ráða öryggisverði Liliya lýsir útgáfu bókarinnar sem hálfgerðri rússíbanareið sem náði hápunkti sínum á bókamessunni í Lvív í Vestur-Úkraínu. „Það voru einhverjir trúarsöfn- uðir og öfgahægrisinnaðir stjórn- málaflokkar sem mótmæltu því að bókin yrði kynnt á bókamessunni í ljósi þess að hún fjallar um fjöl- skyldur samkynja foreldra og það væri ekki hefðbundið fjölskyldu- munstur. Þau sendu morðhótanir á forlagið okkar og til Larysu Deny- senko. Það var mjög óhugnanlegt og við vissum fyrst ekkert hvað við ættum til bragðs að taka en skipu- leggjendur bókamessunnar hjálp- uðu okkur.“ Að sögn Liliyu neyddust þau til að ráða öryggisverði fyrir Larysu Denysenko á bókamessunni. „Bókin Engin bók getur lýst því sem börnin okkar standa andspænis Maía og vinir hennar hefur verið gefin út í sjö löndum og kom út á Íslandi á vegum For- lagsins. okkar var aðalviðburðurinn á bóka- messunni, allir fjölmiðlar fjölluðu um hana og margir mismunandi aðilar komu okkur til varnar. Sumir skrifuðu stuðningspósta á Facebook og allt í einu var bókin komin út um allt. Við áttum engan veginn von á þessu og gjörvallt upplagið seldist upp á tveimur dögum,“ segir hún. Breytti úkraínsku þjóðfélagi Maía og vinir hennar hafði mikil áhrif þegar hún kom fyrst út í Úkraínu fyrir rúmum fimm árum og segir Liliya bókina í raun hafa breytt umræðunni um hinseginmál þar í landi. „Bókin breytti á vissan hátt úkraínsku þjóðfélagi. Þegar maður þrýstir á viðkvæman blett á sam- félaginu og byrjar að tala um vanda- málið, þá fer fólk sem vill ekki einu sinni ræða viðkomandi hluti og er ekki umburðarlynt gagnvart þeim, smám saman að venjast þeim. Bókin okkar var fyrsta barnabókin í sögu Úkraínu sem fjallaði um fjölskyldur samkynja foreldra og hún þrýsti á samfélagið að verða umburðarlyndara.“ Maía og vinir hennar fjallar ekki bara um hin- seginmál heldur líka um mál sem eru úkraínsku þjóðinni enn sársauka- fyllri; samskiptin við Rússa og stríðið sem staðið hefur yfir í austurhéruðum lands- ins frá 2014. Þegar Rússar hófu svo allsherjar innrás í Úkraínu 24. febrúar hafði vin- kona Liliyu, Saara Tiuraniemi frá finnska forlaginu Tammi, samband og vildi gefa út bók sem vakið gæti athygli á ástand- inu. Raunveruleikinn grimmari Spurð um hvort það sé ekki erfitt að fjalla um hluti á borð við stríðs- átök og fólksflótta í barnabók segir Liliya: „Það er krefjandi en við erum að tala um úkraínsk börn sem lifa við raunveruleika sem er langtum grimmari en maður getur einu sinni ýjað að í svona bók. Engin bók getur nokkurn tíma lýst því sem börnin okkar og þjóðin okkar stendur and- spænis á þessu augnabliki.“ Eftir útgáfu Maíu og vina hennar skrifaði Larysa Denysenko aðra barnabók byggða á stríðinu í Úkra- ínu sem fjallar um börn sem þurfa að fela sig fyrir loftárásum en Liliya segir erlenda útgefendur vera nokk- uð hikandi við að gefa þá bók út. „Ég held að það sé ekki einu sinni hægt að bera það saman við álagið sem börnin okkar búa við á þessari stundu. Þetta er stórt vandamál sem við tökum eftir hér, þegar við lesum bækur um stríðið sjáum við að fólk skilur ekki hvernig er að lifa við þessar aðstæður ef það hefur ekki upplifað þær sjálft. Þannig að þegar við tölum um að eitthvað sé stressandi fyrir börn þá finnst mér að í fyrsta lagi ættu þau að gera sér grein fyrir að heimurinn er því miður ekki fullkominn. Og í öðru lagi að það er til fólk sem lifir við mjög, mjög erfiðar aðstæður og þarfnast hjálpar.“ Uppspretta illskunnar Liliya dregur ekkert úr orðum sínum þegar hún talar um uppruna þeirra hörmunga sem nú steðja að úkraínsku þjóðinni. „Börn ættu líka að skilja hver er uppspretta þessarar illsku. Við erum að tala um raunverulegt land sem er Rússland. Þetta er ekki bara Pútín, þetta er líka gjörvöll rúss- neska þjóðin sem umbar Pútín svo árum skiptir. Núna reyna þau að segja að þetta sé ekki þeim að kenna, að það sé Pútín sem hafi ráðist inn í Úkraínu. En það er ekki bara Pútín, það er líka fólk, þúsundir og þúsundir. Þegar Rússar segja að þetta sé stríð Pútíns þá myndi ég vilja segja á móti: Lítið á hermennina sem misnota tveggja ára börn, myrða þau og taka upp myndbönd af því. Er það Pútín sem er að nauðga þessum börnum?“ Það er ljóst að það tekur á Liliyu að ræða þessa hluti. Þegar blaða- maður biðst forláts og segist ekki einu sinni geta ímyndað sér hvað hún og úkraínska þjóðin séu að ganga í gegnum andvarpar hún og afsakar sig. „Það er mjög gott að Íslendingar sjái ekki þessa hluti. Ég óska þess að Íslendingar og allur heimurinn þurfi aldrei að upplifa þetta.“ Eins og að vera hrist upp af svefni Liliya er nú stödd í Bratislava í Slóvakíu ásamt börnum sínum og móður. Spurð um hvernig það sé að stýra útgáfufyrir- tæki í fjarvinnu á meðan stríð geisar í heimalandinu segir hún það vera langt frá því að vera dans á rósum. „Fyrstu mánuðirnir þegar maður er á f lótta og þarf að hefja nýtt líf á nýjum stað eru mjög erfiðir. Maður veit ekki hvort morgun- dagurinn muni koma. Maður veit ekki hvort heimalandið manns og þjóðin manns muni eiga sér framtíð eða hvort það verði enn þör f fyrir starf ið manns. En þegar Saara frá Finn- landi hafði samband og sagðist vilja kaupa útgáfuréttinn og kynna bókina á erlendri grundu þá var það eins og að vera hrist upp af svefni og ég áttaði mig á því að ég þyrfti að halda áfram að vinna. Það er þörf fyrir bækurnar okkar, enn sem komið er.“ n Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is 28 Helgin 9. júlí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.