Fréttablaðið - 22.07.2022, Síða 8
Ég er ekki hrifinn af því
að ala á hræðslu í
kringum þetta.
Sigurður Þ.
Ragnarsson,
veðurfræðingur
Við erum alltaf í sjávar-
svalanum og heita loftið
vinkar okkur bara ofan
af hæð.
Einar
Sveinbjörnsson,
veðurfræðingur
© GRAPHIC NEWSHeimild: BBC, CNA, AP, EFFIS Myndir: EFFISUpplýsingar: Kl. 09:00 á staðartíma Greenwich, 19. júlí
GRÓÐURELDASPÁ
19. júlí 20. júlí
21. júlí
24. júlí
27. júlí
23. júlí
26. júlí
22. júlí
25. júlí
FRAKKLAND
224
BRETLAND
148
ÍTALÍA
214
PORTÚGAL
139
SPÁNN
307
RÚMENÍA
735
KRÓATÍA
133
Fjöldi
gróðurelda
árið 2022
Mjög lítil hætta Lítil hætta Meðalhætta Mikil hætta
Mjög mikil hætta Bráð hætta Gríðarleg hætta
Óstjórnleg hitabylgja steikir Evrópu
Banvæn hitabylgja í Vestur-Evrópu hefur náð alla leið norður til Bretlands og
hefur stuðlað að skaðlegum gróðureldum í Frakklandi, Spáni og Portúgal.
Hitabylgja sem hefur slegið
hvert hitametið á fætur öðru
í Evrópu og kveikt fjölda
gróðurelda undanfarið hefur
vart farið fram hjá neinum.
Veðurfræðingar segja lofts-
lagsbreytingar óneitanlega
eiga þátt í þessum mikla hita
en telja þó ekki að um nýtt,
viðvarandi ástand sé að ræða.
VEÐUR Hitabylgjan sem nú gengur
yf ir Evrópu er að sögn veður-
fræðings ættuð frá Norður-Afríku
eða vestanverðu Miðjarðarhafi. „Í
fyrsta lagi verður til bóla af heitu
lofti einhvers staðar yfir Norður-
Afrík u eða vestanverðu Mið-
jarðarhafi eða þar um slóðir,“ segir
veðurfræðingurinn Einar Svein-
björnsson.
„Þessi heita loftblaðra berst síðan
til norðurs og norðausturs og veld-
ur fyrst miklum hitum í Portúgal
og Spáni, svo Frakklandi daginn
þar á eftir og í fyrradag náði hún
síðan til Englands. Í gær hélt hún
áfram til austurs og það dregur
aðeins úr vægi og mætti hennar.
Hún heldur áfram til Þýskalands,
Danmerkur, Suður-Svíþjóðar og
Póllands.“
Einar segir að háloftalægð vestan
við Portúgal hafi grafið sig niður
og átt þannig þátt í að ýta bólunni
niður frá eðlilegum heimkynnum
sínum yfir Norður-Afríku. Heitasta
loftið sé ekki við yfirborðið heldur
í 1.000 til 3.000 metra hæð.
„Við sjáum það gjarnan hér á
landi þegar hlýtt loft fer yfir að
það heldur sig uppi. Við erum allt-
af í sjávarsvalanum og heita loftið
vinkar okkur bara ofan af hæð.“
Gusur af ofsaheitu lofti
Ástandinu í Evrópu líkir Einar við
hitabylgjuna í Bresku Kólumbíu í
fyrra þar sem bærinn Lytton fuðr-
aði nánast upp í hita sem jaðraði
við fimmtíu gráður.
„Kraftar sem verka á hlýja loftið
ná að beina því niður. Þegar maður
er með lofthita í 1.500 metra hæð
sem er 23 til 25 gráður getur það
hlýnað um eina gráðu fyrir hverja
hundrað metra sem það er þvingað
niður. Og þú getur reiknað hvað
kemur út úr því reikningsdæmi.“
Einar segir aðstæður hafa verið
með svipuðu móti þar sem hitamet
voru slegin í Coningsby í Lincoln-
skíri á Englandi.
„Þar náði hlýja loftið alla leið
niður. Kannski átti landslagið þar
í kring einhvern þátt í því.“
Að sögn Einars eru hitabylgjur
undanfarinna ára svæsnari en sést
hefur á síðustu öld. „Bretar eru
gjarnan með í baksýnisspeglinum
hitabylgju sem var 1976, en hún
kemst ekki einu sinni á topp 10
lengur. Hún var líka annars eðlis.
Það voru mikil hlýindi sem vörðu
í langan tíma, þrjár vikur. En það
varð kannski ekki ofsaheitt sam-
fara því. Það voru sett einhver hita-
met, en síðan þá hafa menn fengið
yfir sig svona gusur af ofsaheitu
lofti sem hefur náð niður.“
Einar bendir á að með hlýrra
loftslagi megi reikna með því
að hitabylgjur á borð við þessa
verði algengari á heittempruðum
svæðum. Þó verði ekki um að ræða
viðvarandi ástand heldur sveif lu-
kenndar hitabylgjutíðir.
„Það sem er líklegt er að ofsa-
hitar slái sér niður næsta sumar
en það er ekkert víst að það verði á
sömu stöðum og nú. Það gæti orðið
í Bandaríkjunum, Mongólíu, Kína
eða á Kyrrahafi. Það er ómögulegt
að segja. Þess vegna hjá okkur, þótt
ég telji litlar líkur á því. Hlýindin
eru að slá sér annars staðar niður
og hringrás veðurkerfanna er með
öðrum hætti en í fyrra. Þessi breyti-
leiki í veðráttunni verður áfram til
Funheitt loft af himnum ofan
Gróðureldar
hafa kviknað
um allan Spán
vegna ofsa
hitans. Hér
stígur reykur
upp frá Valde
peñas de la
Sierra, en þaðan
hefur þurft að
forða meira en
hundrað manns.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Þorgrímur Kári
Snævarr
thorgrimur@
frettabladid.is
staðar, jafnvel með hlýnandi lofts-
lagi. Evrópubúar hætta ekkert að fá
áfram misjöfn sumur.“
Forðast beri oftúlkanir
Víða hefur verið litið til hnatt-
rænnar hlýnunar vegna loftslags-
breytinga sem skýringar á þessum
mikla hita. Einar segir þó óvarlegt
að tengja einn atburð við loftslags-
breytingar og mælir með heild-
stæðri nálgun. „En í ljósi þess að
miklir hitar eru að verða algengir
og koma æ oftar fyrir á síðustu tutt-
ugu, þrjátíu árum, verður að horfa
á þetta saman sem óyggjandi birt-
ingarmynd loftslagsbreytinga. Við
getum alveg horft til þess að svona
atburðir hefðu getað gerst áður, en
það er alveg klárt að það hefði ekki
orðið svona of boðslega heitt.“
Sigurður Þ. Ragnarsson veður-
fræðingur tekur í sama streng.
„Fólki finnst eins og hlýnun jarðar
sé að valda þessu, og það er auð-
vitað rétt. En við megum ekki
gleyma því að það hefur verið hlýtt
mörgum sinnum í gegnum árþús-
undin og milljónirnar, miklu hlýrra
en þetta. Mér finnst stundum allt
jaðra við oftúlkun og fólk vera sett
í þá stöðu að það fær samviskubit
yfir öllu sem það gerir sem tengist
hlýnun jarðar. Vissulega þurfa
ríki að sporna við öllum öfgum í
brennslu á kolefnasamböndum
eða kolvetnum og svoleiðis. En ég er
ekki hrifinn af því að ala á hræðslu
í kringum þetta. Þetta ræðst svo
mikið af því hvaða leiðir loft kemst
í háloftunum og hvar bylgjurnar
lenda.“
Stefnan á Austur-Evrópu
Sigurður segir þó að líta beri hitann
alvarlegum augum. Það hafi komið
honum á óvart hve mikill hann
varð, sér í lagi í Bretlandi.
„Bretland er auðvitað eyja með
aðgang að sjó, svo það kom mér á
óvart hvað hitabylgjan hefur náð
hátt á stöðum þar sem maður átti
ekki von á að þeir gætu farið svona.
Við erum að slá met í Bretlandi,
nokkur sama dag.“
Að sögn Sigurðar er hitabylgjan
í rénun í Vestur-Evrópu. „Raunar
eru það Pólland og löndin á Balk-
anskaganum sem eru í mestu hit-
unum. Ferðir svona bylgju ráðast
af þrýstilandslaginu í háloftunum
og hæðin þarna fyrir vestan Evrópu
hefur þvingað þessa bylgju svolítið
til austurs.“ n
8 Fréttir 22. júlí 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 22. júlí 2022 FÖSTUDAGUR