Fréttablaðið - 22.07.2022, Síða 18
Loftslagsbreytingar
eru í raun heilsu-
farslegt vandamál, bæði
með beinum og óbein-
um hætti.
Heilbrigðisyfirvöld í Banda-
ríkjunum, Bretlandi, Evrópu
og Japan hafa varað fólk
sterklega við hitabylgju sem
nú ríður yfir víða um heim-
inn. Ástæðan er sú að svona
mikill hiti getur skaðað
heilsu fólks og haft langtíma
afleiðingar.
elin@frettabladid.is
Margir Íslendingar eru á faralds-
fæti víða um heiminn og hafa ekki
farið varhluta af hitabylgjunni. Það
er því gott að hafa í huga að hita-
bylgja er hættuleg heilsu fólks.
Loftslagsbreytingar hafa ýtt
undir venjulegan sumarhita með
slæmum afleiðingum. Læknar
finna tengsl á milli þessa mikla
hita og veikinda hjá fólki, þar er
upptalið heilablóðfall, sykursýki,
nýrnavandamál auk hjarta- og
æðasjúkdóma.
„Loftslagsbreytingar eru í raun
heilsufarslegt vandamál, bæði með
beinum og óbeinum hætti,“ segir
Richard J. Johnson, læknaprófessor
og vísindamaður við háskólann
í Colordado Anschutz Medical
Campus, í samtali við tímaritið
Times.
„Hitabylgjan hefur í för með sér
aukna hættu á ofþornun sem getur
síðan valdið vitrænni truflun,
háum blóðþrýstingi og bráðum
nýrnaskaða. Langvarandi ofþorn-
un gerir að verkum að líkaminn
á erfiðara með að skilja út eitur-
efni, sem hefur slæm áhrif á nýrun
og eykur líkur á nýrnasteinum. Í
svona miklum hita er líklegt að
tíðni efnaskiptasjúkdóma hækki
ásamt aukinni hættu á hjartaáfalli
og heilablóðfalli,“ segir prófessor-
inn.
Í grein sem birtist í National
Academy of Sciences árið 2008 var
fjallað um aukna hættu á þróun
Hitabylgja er hættuleg heilsunni
Íbúar Lundúna
þurftu að
kæla sig í gos-
brunnum í þeim
mikla hita sem
hefur gengið
yfir landið. Þessi
var kominn út í
gosbrunn á Tra-
falgar Square.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Hitinn fór upp í 46 gráður í Brussel í fyrradag. Það getur
verið stórhættulegt að vera úti í slíkum hita.
Heilsu fólks er ekki bara ógnað í hitanum heldur keppast
slökkviliðsmenn við að slökkva skógarelda víða.
Nú er rabarbarinn í blóma og
spennandi að búa til ljúf-
fengar kræsingar úr honum.
Við fengum Brynju Döddu
Sverrisdóttur, lífskúnstner og
ástríðubakara, til að ljóstra
upp sínum uppáhaldsupp-
skriftum þar sem rabarbar-
inn er í aðalhlutverki.
sjofn@frettabladid.is
Brynja býr ásamt eiginmanni
sínum, Hafþóri Bjarnasyni, í
Kjósinni á fallegum stað í Norður-
nesinu. Húsið þeirra ber heitið
Móberg og má með sanni segja að
það sé nafn með rentu. Náttúran
allt í kring skartar sínu fegursta
og útsýnið yfir fjöll og dali gleður
augað.
Brynja er dugleg að rækta alls
konar góðgæti, hún er með stóran
kálgarð, kartöflugarð og lítið
krúttlegt gróðurhús þar sem hún
fær væna og fjölbreytta uppskeru
af ýmsu góðgæti sem hún nýtir
bæði í bakstur og eldamennsku.
Rabarbarinn hefur blómstrað í
sumar og Brynja er búin að nýta
hann í ýmsar kræsingar eins og
sultu og rabarbarapæ.
„Sultan og rabarbarapæið er
mjög vinsælt hjá krökkunum
og þau koma gagngert til fá gott
með kaffinu og elska að fá þessar
kræsingar þar sem rabarbarinn
er ríkjandi. Það er synd að í ansi
mörgum görðum er vannýttur
rabarbari sem er þó svo einfalt að
nýta. Sultan er til að mynda mjög
einföld,“ segir Brynja.
Móbergs rabarbarasulta
1 kg rabarbari, skorinn í litla bita
750 g sykur, Brynja notar hrásykur
Mér finnst best að setja allt í pott
að kveldi og kveikja síðan undir
daginn eftir. Þá hefur sykurinn náð
að leysast vel upp. Soðið í 3 til 4
tíma. Þegar sultan er orðin þykk og
Móbergs
rabarbarasulta og
-pæ fyrir sælkera
Brynja Dadda að
stússast í mat-
jurtagarðinum.
MYNDIR/AÐSENDAR
Ljúffengt rabarbarapæ með van-
illuís og karamellusósu.
Brynja er búin að sulta í krukkur.
Rabarbarasultan geymist vel.
nýrnasteina hjá fólki í hækkandi
hitastigi jarðar. Þá hafði verið
tekið eftir því í suðausturhluta
Bandaríkjanna að mikil fjölgun
var á sjúklingum með nýrnasteina.
Talið var að of lítil vökvaneysla og
vökvatap væri ástæðan auk mikils
hita og raka í lofti. Sjúkdómurinn
var talinn óvænt afleiðing hnatt-
rænnar hlýnunar. Höfundar
greinarinnar töldu að hlutfall
þeirra sem væru í áhættuhópi til
að fá nýrnasteina myndi hækka
umtalsvert á næstu árum.
Sýnt hefur verið fram á að
hjá bandarísku landbúnaðar-
fólki hafi orðið mikil aukning á
óafturkræfum nýrnaskemmdum
vegna hita og ofþornunar. „Nýrun
eru mjög viðkvæm fyrir álagi af
völdum hita,“ segir Johnson sem
er höfundur bókarinnar Nature
Wants Us To Be Fat: The Surprising
Science Behind Why We Gain Wein
and How We Can Prevent—and
Reverse—It, en hann rannsakar nú
tengsl á milli offitu og hitabylgju.
„Ofþornun er ekki óumflýjanleg
afleiðing hitans. Það er auðvelt að
forðast hana með því að drekka
mikið vatn, ekki sykraða drykki og
vera í skugga. Þeir sem vinna utan-
dyra þurfa fleiri hvíldarpásur til
að drekka vatn og íþróttadrykki.
Sömuleiðis þarf að gæta að því að
líkaminn fái salt. Alltaf skal vera
með hatt,“ segir Johnson. „Ekki
vera í beinni sól, hiti getur
drepið. Hitabylgjur drepa fleiri í
Bandaríkjunum árlega en fellibylj-
ir, eldingar, f lóð og jarðskjálftar
samanlagt.“ n
falleg á litinn er hún tilbúin. Mér
finnst tilheyra að það séu bitar í
henni en auðvitað má setja töfra-
sprotann í og mauka hana alveg.
Hún er sett í hreinar krukkur
þegar hún hefur aðeins kólnað.
Þetta er, að mínu mati besta sultan
á pönnukökur og vöfflur og hver
fúlsar við hjónabandssælu með
rabarbarasultu?
Móbergs rabarbarapæ
4-5 stilkar af rabarbara eða það
sem passar sem góð botnfylli í
mótið sem notað er
100 g sykur
100 g smjör
80 g hveiti
20 g kókosmjöl. (Ef fólk vill ekki
kókosmjöl eru 100 g hveiti)
Súkkulaði (t.d. með kókosmjöli)
Rabarbari skorinn í litla bita og
settur í eldfast mót, örlitlum sykri
stráð yfir (rabarbarinn er misjafn-
lega súr, hann er súrari eftir því
sem líður á sumarið og sá græni er
líka yfirleitt súrari).
Brytjað súkkulaði sett yfir, eftir
smekk, mér finnst ekki þurfa
mikið.
Bræðið smjörið og hrærið saman
við hveiti, sykur og kókosmjöl og
myljið yfir.
Eldfasta mótið sett inn í ofn
við 200°C hita í 30 til 40 mínútur.
Ofnar eru misjafnir, þá má bulla
vel í og að yfirborðið sé orðið
gullið og stökkt. Berið fram með
ís eða þeyttum rjóma. Svo er bara
að njóta.
Það er einfalt að stækka þessa
uppskrift eftir fjölda gesta og stærð
móts sem notað er. Stærra mót –
150 grömm af hráefnunum. n
6 kynningarblað A L LT 22. júlí 2022 FÖSTUDAGUR