Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 6
Helstu heimildir þeirra um jarðskjálfta eru fréttamyndir af fólki. Fannar Jónas- son, bæjarstjóri í Grindavík Mér tókst að bjarga kristalnum. Fanný Erlends- dóttir, íbúi í Grindavík gar@frettabladid.is SJÓAKVÍAELDI Tveir ráðherrar írsku ríkisstjórnarinnar eiga nú í harðri deilu vegna umhverfisáhrifa af sjókvíaeldi. Umhverfisráðherrann segir núverandi regluverk leiða til skaðlegra og ósjálf bærra áhrifa á villta fiskstofna, sérstaklega á lax- fiska. Sjávarútvegsráðherrann segir á móti að reglurnar uppfylli allar kröfur er lúti að skyldum ríkisins í umhverfismálum. Sagt er frá bréfaskiptum ráð- herranna um málið í vefritinu SalmonBusiness. Eamon Ryan umhverfisráðherra segir þar mik- inn meirihluta ritrýndra vísinda- rannsókna, bæði á Írlandi og á alþjóðavísu, skýrt sýna að sá ótví- ræði skaði sem lús frá sjókvíaeldi valdi laxfiskum sé óásættanlega mikill og eigi snaran þátt í hnignun þessara stofna. Hefur Ryan kallað eftir breyttri stefnu til að draga úr þessari hættu. Charlie McConalogue sjávarút- vegsráðherra svarar umhverfis- ráðherranum hins vegar því til að embættismenn taki fullt tillit til mögulegra umhverfisáhrifa áður en sérhver ákvörðun sé tekin um úthlutun leyfa í þessari atvinnu- grein. Evrópusambandið hafi viður- kennt þær aðferðir sem Írar beiti til að fylgjast með lúsum í sjókvía- eldinu. „Það vantar skýrar sann- anir sem tengja lúsina eina við háa dánartíðni,“ er haft eftir sjávarút- vegsráðherranum sem bætir því við að sögn SalmonBusiness að eftirlit með starfseminni sé algerlega óháð iðnaðinum sjálfum og að niðurstöð- urnar séu öllum opnar. McConalogue er úr miðhægri- f lokknum Fianna Fáil og Ryan er leiðtogi flokks Græningja. n Ráðherrar deila um áhrif sjókvíaeldis á laxfiska á Írlandi Eamon Ryan, leiðtogi Græningja og umhverfisráðherra Írlands. Íbúar af erlendum uppruna með mestan kvíða í brjósti vegna náttúruhamfaranna á Suðurnesjum. Kona sem hugðist slaka á í heitum potti lenti í óvæntri uppákomu þegar stórskjálftinn skók jörð. bth@frettabladid.is GRINDAVÍK Kona sem hugðist njóta lífsins í heitum potti í Grindavík við heimili sitt á sunnudag segir að stóri jarðskjálftinn, sem skall á Grindvík- ingum af miklu offorsi, hafi skapað hvirfilbyl og gusað vatninu upp úr pottinum í miklum strókum. Hún hafi aldrei upplifað annað eins. Bæjarstjórinn í Grindavík segir að íbúar af erlendum uppruna, um fimmtungur bæjarbúa, séu hrædd- astir við áhrif jarðskjálftanna og til- vonandi eldgos. „Við ætluðum að slappa af fyrir gestakomu og þá kom eins og hvirf- ilvindur ofan í pottinn, það gusaðist vatnið upp úr honum. Á sama tíma bylgjaðist allt húsið til,“ segir Guð- björg Eyjólfsdóttir, innheimtufull- trúi Grindavíkurbæjar. „Svo kom vatnsstrókur upp úr pottinum. Við erum með lítinn hund og hann spýttist út á tún. Svo heyrðum við brothljóðin inni.“ Áhrif skjálftans á sunnudag á Grindvíkinga eru þau mestu frá upphafi hræringanna. „Þessi var sá stærsti sem ég hef fundið,“ segir Guðbjörg. Áður en skjálftinn reið yfir hafði hún dekkað upp borð. Hvert einasta staup hrundi af borð- inu niður á gólf. „Mér var mjög brugðið,“ segir Guðbjörg. „Það fer ýmislegt í gegn- um huga manns á svona stundu.“ Fleiri íbúar urðu fyrir eignatjóni þegar gólf og veggir sprungu. Ýmsir munir brotnuðu eða eyðilögðust. Kalt vatn fór tímabundið af öllu sveitarfélaginu. Fanný Erlendsdóttir, íbúi í Grindavík, segist ánægð með að hafa í forvarnaskyni bundið fyrir stofuskápana sína fyrir skjálftann. Af þeim sökum hrundi ekkert úr þeim niður á gólf. „Mér tókst að bjarga kristalnum,“ segir Fanný. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir íbúa búa yfir æðru- leysi þrátt fyrir lætin og horfurnar. Mestur ótti sé meðal útlendinga sem búa og starfa í Grindavík. „Íbúar af erlendum uppruna sem eru 18-20 prósent íbúa Grindavík- ur, langflestir Pólverjar, hafa ekki alist upp við jarðskjálfta. Helstu heimildir þeirra um jarðskjálfta eru fréttamyndir af fólki, jafnvel líkum, sem dregið er undan múr- steinshrúgu í hamförum.“ Mikil áhersla hefur verið lögð á að fá sérfræðinga til að ræða við fólkið og fræða það um jarðskjálfta. „Við höfum fengið sálfræðinga, Rauða krossinn og f leiri til að hitta þetta fólk. Við höldum líka úti Facebook-síðu og erum með íslenskumælandi Pólverja sem vinna einnig að þessu brýna verk- efni,“ segir Fannar. Að sögn Fannars eru eldri borg- arar, börn og fatlaðir einnig ofar- lega á lista þeirra sem hafi mestar áhyggjur og fái sérstakan stuðning af hálfu sveitarfélagsins. Ármann Hösk ulds son eld fjalla- fræðing ur segir að samkvæmt þeim vísbendingum sem atburðarás síð- ustu daga og vikna gefi til kynna, séu allar líkur á eldgosi. „Það eru mjög miklar líkur á því. Þetta hegðar sér mjög svipað og síðast,“ segir Ármann og vísar með því til undanfara eldgossins í Fagra- dalsfjalli. Stöðug vöktun er í gangi, enda er hættustig í gildi. Þótt rýmingar- áætlun snúist um að hver íbúi sjái um sig og sína fjölskyldu munu björgunarsveitir verða í lykilhlut- verki ef kemur til rýmingar. n Hundurinn spýttist út á tún Guðbjörg Eyjólfsdóttir kallar ekki allt ömmu sína er kemur að jarðskjálftum, ekki frekar en tíkin hennar. En jarð- skjálftinn síðasta dag júlímánaðar mun sennilega aldrei hverfa þeim úr minni. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN ÞORLÁKSSON kristinnhaukur@frettabladid.is GARÐABÆR Kærunefnd útboðsmála telur verulegar líkur á því að Garða- bær hafi brotið lög um opinber inn- kaup og hefur stöðvað samnings- gerð sveitarfélagsins við Fortis ehf. vegna byggingar leikskóla í Urriða- holti. Hafi Fortis ekki fullnægt skil- yrðum um þátttöku í útboðinu. Tvö félög buðu í verkið, sem bæj- arráð Garðabæjar auglýsti í mars síðastliðnum, og nemur kostnaðar- mat tæpum 1,2 milljörðum króna. Þarfaþing bauð 300 milljónir yfir áætlun og Fortis bauð 260 milljónir yfir. Garðabær samdi við Fortis í maí en Þarfaþing kærði samnings- gerðina. Kæra Þarfaþings byggði á að Fortis uppfyllti ekki skilyrði um tæknilega og fjárhagslega getu sem tilgreind er í lögum. Hafi Fortis ekki gegnt nægilega stórum verk- efnum á undanförnum tíu árum og meðalársvelta félagsins sé undir viðmiðum. Kæran olli því að samningurinn var sjálfkrafa stöðvaður en úrskurð- ur kærunefndar frá því í júlí stað- festi stöðvunina. Íbúar í Urriðaholti hafa verið ósáttir við hversu hægt hefur gengið að byggja upp leikskóla í hverfinu, þar sem börnum hefur fjölgað hratt. Plássin í Urriðaholtsskóla eru sprungin og komið var fyrir bráða- birgðadeildum á Vífilsstöðum fyrir yngstu börnin. Stefnt var að því að hinn nýi leikskóli myndi opna í ágúst árið 2023 en nú er óvíst hve- nær hann verður opnaður. n Bygging leikskóla í Urriðaholti í óvissu Kurr er í barnafjölskyldum í Urriða- holti vegna vöntunar leikskóla. olafur@frettabladid.is KJARAMÁL Kjarasamningar hér á landi eru talsvert f lóknari í fram- kvæmd en tíðkast á hinum Norður- löndunum. Í haust eru lausir yfir 300 kjarasamningar og stefnir í eina erfiðustu samningslotu síðari tíma. Síðasta samningslota stóð í raun í meira en þrjú og hálft ár. Skrifað var undir lífskjarasamningana 2. apríl 2019, en undirbúningur fyrir þá samninga hófst haustið 2018. Fyrir áramót 2019 hófust kjaraviðræður við opinbera starfsmenn. Þegar til kom lauk kjarasamningalotunni ekki fyrr en núna í vor, þremur og hálfu ári eftir að hún hófst. Samtals var gengið frá 326 kjara- samningum í síðustu lotu og í haust byrjar allt upp á nýtt. Hannes G. Sigurðsson, ráðgjafi stjórnar og framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins, segir að fjöldi kjarasamninga hér á landi sé svipaður og hjá Svíum, þrjátíu sinnum fjölmennari þjóð. „Þetta hlýtur að vera heimsmet í óhagræði,“ segir Hannes. Kostnaður við þennan fjölda kjarasamninga er umtalsverður. Ferlið er mun langdregnara en þyrfti og mikill fjöldi fólks hjá atvinnurekendum og verkalýðs- hreyfingunni er bundinn í gerð kjarasamninga. Ef kjarasamningar hér á landi væru með svipuðu fyrirkomulagi og í Svíþjóð og öðrum Norðurlöndum má færa rök fyrir því að ekki þyrfti að ganga frá nema um það bil tíu samningum í hverri kjarasamn- ingalotu. Aðilar vinnumarkaðarins búast við mjög erfiðri samningalotu í haust og næstu misseri. Búist er við harkalegum átökum í ljósi þess að verðbólga og miklar vaxtahækkanir Seðlabankans hafa skert kaupmátt mikið undanfarna mánuði, auk þess sem rekstrarumhverfi fyrirtækja er þyngra en um langt árabil. n Kjarasamningar á Íslandi heimsmet í óhagræði segir ráðgjafi stjórnar SA Hálft ár, og aðkomu ríkisins, tók að ganga frá lífskjarasamningunum 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Samtals var gengið frá 326 kjarasamningum í síðustu lotu og í haust byrjar allt upp á nýtt. 6 Fréttir 3. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.