Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 1
Að mati formanns BHM er það óásættanlegt að mennt- aðir hafi setið jafn mikið eftir og raun ber vitni þegar kemur að kjaraþróun. Staðan geti haft þær afleiðingar í för með sér að menntaðir sæki í störf erlendis að námi loknu þar sem menntun er metin að verðleikum. magdalena@frettabladid.is KJARAMÁL Friðrik Jónsson, formað- ur BHM, segir í samtali við Markað- inn, að fjárhagslegur ávinningur af menntun fari sífellt minnkandi og að háskólamenntaðir hafi setið eftir þegar kemur að launaþróun. „Það er í sjálfu sér ekkert skrýtið því lífskjarasamningarnir voru sniðnir til þess að vera hagfelldir fyrir þá lægstlaunuðu,“ segir Frið- rik og bætir við að áhugavert sé að skoða þróun kaupmáttar fyrri ára. „Ef við skoðum kaupmáttar- aukningu undanfarinna ára og horfum til ársins 2015 þegar lögð var áhersla á krónutölusamninga, frá janúar 2015 til janúar 2022 ef við berum saman BHM og BSRB hjá ríkinu, þá hefur kaupmáttar- vísitalan fyrir BSRB hækkað um 53 prósent meðan hún hefur hækkað um 36 prósent hjá BHM,“ segir Friðrik og segir auk þess að það sé ekki ásættanlegt að menntaðir hafi setið jafn mikið eftir og raun ber vitni, þó ánægjulegt sé að hans mati að markmiðið um leiðrétt- ingu kjara þeirra lægstlaunuðu hafi gengið eftir. Friðrik segir jafnframt að þessi staða geti leitt af sér tvíþættar af leiðingar. Annars vegar dragi þetta úr hvata einstaklingsins til að sækja sér menntun og auki hins vegar hvatann fyrir menntafólk til þess að f lytja utan að námi loknu þar sem menntun sé metin meira að verðleikum. SJÁ SÍÐU 8 Það hlýtur einhvers staðar undan að láta. Friðrik Jónsson, formaður BHM 1 5 6 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 3 . Á G Ú S T 2 0 2 2 Rokkúlfur í vítislogum Bókabíll á regnbogaleið Lífið ➤ 24 Lífið ➤ 26 Góð byrjun á fjölskyldufríinu Hugsum í framtíð NÚ ER TÍMI FYRIR SUMMER SALE Formaður BHM segir það bagalegt að háskólamenntaðir hafi setið eftir STJÓRNSÝSLA Skoskri konu á átt- ræðisaldri, sem gift hefur verið íslenskum manni í 52 ár og á tvo íslenska syni, hefur ekki getað fengið íslenskan ríkisborgararétt. Í grein í Fréttablaðinu í dag furðar eiginmaður konunnar sig á fram- komunni gagnvart henni. Konan sér fram á að ferðafrelsi hennar í Evrópu, meðal annars til Íslands, skerðist mjög vegna Brexit og því vill hún nú taka upp sama ríkisfang og eiginmaðurinn til röskrar hálfrar aldar og synirnir tveir. Eiginmaðurinn telur konu sinni mismunað og furðar sig á því að engar upplýsingar sé að fá um stöðu mála eða ferlið. SJÁ SÍÐU 14 Gift Íslendingi í 52 ár en fær ekki ríkisborgararétt Hinsegin dagar hófust í Reykjavík í gær og standa þeir fram á sunnudag með afar fjölbreyttri dagskrá. Ætlunin mun vera að mála bæinn rauðan þessa daga en fyrst þurfti að koma regnboganum á sinn stað í Bankastræti. Meðal þeirra sem hófu þá skemmtilegu málningarvinnu var Eliza Reid forsetafrú. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.