Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 20
Ten Hag segir Martinez vera algjöran stríðs- hund. Hlaut orðu frá drottn- ingunni fyrir baráttu sína gegn kynþátt- aníð. Yngsti leikmaðurinn til að skora 50 mörk í efstu deild Þýska- lands til þessa. Seldi ís á götum Brasil- íu sem krakki til að létta undir með móður sinni. 16 Íþróttir 3. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 3. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR Það er loksins komið að því. Eftir sumarfrí í ensku úrvalsdeildinni verður flautað til leiks á nýju tíma- bili á föstudaginn næstkomandi. Félög deildarinnar hafa verið á fullu á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Ný andlit bætast við leikmannahópana og gamal- kunnug andlit skipta um aðstæður innan deildar- innar. Ljóst er að baráttan á toppnum verður hörð og fór Fréttablaðið yfir nýjar viðbætur í leikmanna- hópum stærstu sex liðanna í deildinni. aron@frettabladid.is Eiga að hrista upp í hlutunum Richarlison 25 ára sóknarmaður Keyptur frá Everton á 60 milljónir punda. Þaulreyndur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem hefur loks tekið skrefið frá Everton eftir að hafa verið orðaður frá félaginu undanfarin sumur. Richarlison á að baki 173 leiki í ensku úrvalsdeildinni og hefur skorað 48 mörk í þeim leikjum. Kemur til með að auka breiddina í fremstu víglínu Tottenham sem var fyrir mjög vel skipuð. Richarlison hefur það orð á sér að vera vandræðagemsi innan vallar sem á oft erfitt með að hafa stjórn á skapi sínu. Lisandro Martinez 24 ára miðvörður Keyptur frá Ajax á rúmar 46 milljónir punda. Manchester gat ekki annað en fengið styrkingu í varnarlínuna eftir síðasta tímabil en árangurinn þar var langt undir væntingum. Erik ten Hag, nýr knattspyrnustjóri liðsins, leitar til gamalkunnugs lærlings í Lisandro Martinez sem spilaði undir stjórn hans á sínum tíma í Ajax. Ten Hag hefur mikla trú á Martinez sem mun án efa gera tilkall til sætis í byrjunarliði Rauðu djöflanna. Raheem Sterling 27 ára kantmaður Keyptur frá Manchester City á rúmar 47 milljónir punda. Skrifaði undir langtíma- samning við Chelsea sem hefur með honum fengið inn reyndan leikmann sem kann að vinna ensku úr- valsdeildina. Á tíma sínum hjá Manchester City varð Sterling Englandsmeistari fjórum sinnum. Þessi enski landsliðsmaður þekkir umhverfið og kröfurnar í ensku úrvalsdeildinni vel eftir tíma sinn hjá Manchester City sem og Liverpool. 320 leikir í deild þeirra bestu, 109 mörk og 56 stoðsendingar tala sínu máli og Sterling mun án efa styrkja lið Chelsea sem er að ganga í gegnum miklar breytingar þessa mánuðina. Erling Braut Haaland 22 ára sóknarmaður Keyptur frá Bo- russia Dortmund á rúmar 85 milljónir punda. Án efa stærstu félagsskipti sumarsins hingað til. Gulldrengurinn frá Noregi hefur undan- farin ár raðað inn mörkum hjá Bo- russia Dortmund í Þýskalandi. Þar skoraði hann 85 mörk í 88 leikjum og nú mun hann reyna að fóta sig hjá Manc- hester City þar sem hann fetar í fótspor föður síns. Það er gríðarlega mikil pressa á þessum unga leikmanni og ekki allir tilbúnir að spá flugeldasýningu um leið. Eitt er þó víst og það er að Haaland kann að skora mörk, tölfræðin talar fyrir sig. Tileinkar mörk sín móður sinni sem hringir í hann fyrir hvern einasta leik. Gabriel Jesus 25 ára sóknarmaður Keyptur á 45 millj- ónir punda frá Manchester City. Sá leikmaður sem kemur inn í tíma- bilið í ensku úrvalsdeildinni á hvað mestu skriði eftir undirbúningstímabilið. Jesus er hugsaður sem nían í Arsenal sem hefur sárlega vantað eina slíka. Þessi skemmtilegi leikmaður veit hvað enska úrvalsdeildin snýst um, hann þekkir knatt- spyrnustjóra Arsenal, Mikel Arteta, frá tíma þeirra saman hjá Manchester City og kemur með sjálfs- traustið í botni inn í fyrsta leik liðsins gegn Crystal Palace á föstudaginn. Var á blaði hjá erkifjendunum í Manchester United en valdi Liverpool. Darwin Nunez 23 ára sóknarmaður Keyptur frá Benfica á 85 milljónir punda. Ein af stærstu félagsskiptum sumarsins. Það ríkir mikil spenna í Bítlaborginni fyrir komu Nunez sem fór á kostum með portúgalska liðinu Benfica þar sem hann skoraði 47 mörk í 84 leikjum. Nunez kemur inn í lið Liver- pool á tímapunkti þar sem stórar breyt- ingar eru að eiga sér stað á sóknarlínu liðsins. Sadio Mané, einn af lykilmönnum liðsins undan- farin ár, er farinn til Bayern München í Þýskalandi. Samkeppn- in er hörð í fremstu víglínu Liverpool sem er afar vel mönnuð og áhugavert verður að sjá hvernig Nunez tekst að aðlagast.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.