Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 4
Eldfjallafræðingur segir að huga þurfi að varaflugvelli til að nota ef jarðeldar loki aðkomu að flugvell- inum í Keflavík. Fjöldi annarra vega eru á svæðinu sem geta nýst eftir því hvernig og hvar myndi gjósa og hvernig hraun myndi flæða. Fjarlægðin til Mýra er ekki lengri en til Kefla- víkur frá borginni þegar þessar sam- göngubætur hafa átt sér stað. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins Mikið úrval til af gólfteppum á lager Kíktu við og saman finnum við draumateppið á stigann þinn. Helstu eiginleikar gólfteppanna okkar eru mýkt, hlýleiki og mikil gæði. Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi | 595 0570Finndu okkur á Facebook! facebook.com/Parki.interiors benediktboas@frettabladid.is FÓTBOLTI Af þeim 2,3 milljónum tísta sem fjölmiðlanefnd Bretlands, OFCOM, skoðaði fengu Cristiano Ronaldo og Harry Maguire lang- f lestu móðganirnar á Twitter. Nefndin fann y f ir 60 þúsund móðgandi tíst, sem beindust f lest að 12 einstaklingum, þar af 8 sem spiluðu með Manchester United. BBC greinir frá rannsókninni sem The Alan Turing-stofnunin gerði í samstarfi við nefndina. Nefndin skoðaði tíst frá 13. ágúst til 24. janúar og fékk Ronaldo 12.520 móðgandi tíst og Maguire um níu þúsund. Marcus Rashford fékk þriðju f lestu móðganirnar, eða um þrjú þúsund. Um 70 prósent leikmanna í ensku úrvalsdeildinni urðu fyrir aðkasti á Twitter þennan tíma sem skoðaður var og 7 prósent leik- manna fengu aðdróttanir hvern einasta dag. n Skotið á liðsmenn United á Twitter Cristiano Ronaldo að skora með Manchester United. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þingmaður í samgöngunefnd vill láta skoða möguleikann á Mýrum í Borgarfirði sem flugvallarstæði í ljósi jarð- hræringa á Reykjanesi. Þörf sé á varaflugvelli nálægt borginni. kristinnhaukur@frettabladid.is SAMGÖNGUMÁL Viðbragð og vara- f lugvellir verða án vafa á dagskrá umhverfis- og samgöngunefndar þegar hún kemur saman, að sögn Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins sem á sæti í nefndinni. „Það væri óábyrgt að gera það ekki,“ segir hún. Í ljósi þeirra miklu skjálftavirkni og kvikuhræringa sem ganga nú yfir á Reykjanesskaga hefur eldfjalla- fræðingurinn Þorvaldur Þórðarson varað við að báðar samgönguæðar Reykjanessins, Reykjanesbrautin og Suðurstrandarvegurinn, fari undir hraun. Huga þurfi að því að byggja upp f luginnviði annars staðar á landinu. Akureyrarf lugvöllur og Egils- staðaflugvöllur gegna stöðu vara- f lugvalla fyrir Keflavíkurflugvöll og Halla segir að þangað yrði að horfa fyrst um sinn ef Reykjanesið lokast. „En svo verðum við að horfa í alvöru á nýja kosti,“ segir hún og nefnir Borgarfjörðinn sem álitlegan kost, það er Mýrarnar, enda muni samgöngur á Vesturlandi stórbatna á komandi árum. Á milli Reykjavíkur og Akureyrar er 379 kílómetra vegalengd og 626 kílómetrar milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Án þess að draga úr mikilvægi þessara varaf lugvalla telur Halla mikilvægt að hafa annan alþjóðaflugvöll í nálægð við höfuð- borgarsvæðið. Akureyri og Egils- staðir eigi þó áfram að gegna stöðu varaflugvalla. Hún segir Kef lavíkurf lugvöll afar mikilvægan fyrir Reykjanesið sem atvinnusvæði og íbúana sem þar búa. En í ljósi stöðunnar þurfi nú að segja það upphátt að þörf sé á öðrum möguleikum samhliða Keflavík. Rannsóknir hafa staðið í Hvassa- hrauni undanfarin ár en Halla segir stöðuna gjörbreytta eftir jarð- hræringarnar, sem byrjuðu árið 2019 og sérfræðingar telja að haldi áfram næstu áratugi. Klára þurfi þó skoðun á Hvassahrauni. Annar möguleiki sem nefndur hefur verið er í Árborg, helst milli Selfoss og þorpanna Stokkseyrar og Eyrarbakka. Hellisheiðin geri þann möguleika þó síður fýsilegan vegna veðurs. „Það er hægt að gera sam- göngubætur til að liðka fyrir umferð en Hellisheiðin fer ekki frá okkur og það verða ekki gerð göng þar í gegn. Það er ekki raunhæft,“ segir Halla. Halla segir að enn hafi ekki farið fram neinar rannsóknir á Mýrum sem flugvallarstæði fyrir alþjóða- f lugvöll né könnun á eignarhaldi hentugra landsvæða. Auk Höllu hefur hugmyndin verið rædd hjá Pírötum á Vesturlandi. Á Mýrum sé hins vegar stutt í borgina og verður enn styttra með væntanlegum sam- göngubótum. Stefnt er að því að gerð Sunda- brautar verði lokið árið 2030. Einn- ig er verið að tvöfalda Vesturlands- veginn. „Fjarlægðin til Mýra er ekki lengri en til Keflavíkur frá borginni þegar þessar samgöngubætur hafa átt sér stað,“ segir Halla. n Ríkið kanni alþjóðaflugvöll á Mýrum Á Mýrum í Borgarfirði er mikið flatlendi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA kristinnhaukur@frettabladid.is NÁTTÚRUVÁ Vegagerðin telur ólík- legt að hraun renni samtímis yfir bæði Reykjanesbraut og Suður- strandarveg. Starfsfólk fylgist hins vegar daglega eða oftar með ástandi vega þegar stórir skjálftar ríða yfir. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Fjöldi annarra vega eru á svæðinu sem geta nýst eftir því hvernig og hvar myndi gjósa og hvernig hraun myndi flæða,“ segir hann aðspurður um flóttaleiðir ef til stórs goss kæmi. Auk hinna fyrrnefndu vega nefnir hann Krýsuvíkurveg, Grindavíkur- veg, Bláalónsveg, Nesveg, Hafnaveg úr Grindavík í Njarðvík, Vatnsleysu- strandarveg og Vogaveg. Sig u rðu r Ing i Jóha n n s son innviða ráðherra sagði í fyrra, þegar eldgos ógnaði Suðurstrandarvegi, að horfa þyrfti til f leiri f lóttaleiða af Reykjanesi. G. Pétur segir hins vegar að önnur skoðun á f lóttaleiðum hafi ekki farið fram að vitneskju Vegagerðar- innar. Áhættustjórnun í kringum hamfarir er stjórnað af almanna- varnadeild Ríkislögreglustjóra og Vegagerðin tekur þátt í þeirri vinnu. Þegar fyrir liggur í hverju hugs- anlegar hamfarir felast er unnið þverfaglega undir stjórn almanna- varnadeildar og lagt mat á það í hverju tjón á innviðum gæti falist og hvaða varnir séu líklegastar til að bera árangur. G. Pétur segir að fram til þessa hafi ferjusiglingar ekki verið skoð- aðar af Vegagerðinni en kveður þær að sjálfsögðu vera möguleika. Bendir hann á að hægt sé að kalla Vestmannaeyjaferjuna Herjólf III hingað heim til Íslands ef talin sé þörf fyrir það. „Skip til ferjusiglinga á þessu haf- svæði liggja almennt ekki á lausu en Vegagerðin þekkir vel til stöð- unnar,“ segir G. Pétur. n Ferjusiglingar eru möguleiki ef leiðirnar á Reykjanesi lokast G. Pétur Matthíasson, upplýsingafull- trúi Vegagerðar- innar 4 Fréttir 3. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.