Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Það er fyrir löngu orðið bannað að tala um hvort og hve illa getur farið um minni- hlutahópa í dreifbýli. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Rúmum tveimur árum eftir að vinna hófst við verkefnið hefur fjár- mögnun verkefna- stjórnar við það ekki verið tryggð. Linda vinkona mín vinnur á Bryggjunni í Grinda­ vík. Þegar stóri skjálftinn reið þar yfir um helgina óttaðist hún um líf sitt og þeirra ferðamanna sem þar voru staddir. Eins og þú hefur séð í fréttum hrundi allt lauslegt og lá brotið og bramlað um öll gólf. Húsið stendur þó og stenst líklega talsvert stærri skjálfta en þennan þótt ég geri ekki lítið úr upplifun vinkonu minnar af atburðinum. Það er þó ekki sjálfgefið að lifa af náttúruhamfarir og víða í heiminum hefðu mannvirki hrunið við skjálfta sem þennan. Eins og þér er kunnugt um, sem fagráðherra mannvirkjamála, tökum við upp evrópska staðla hér á landi, sem segja til um þolhönnun, meðal annars vegna jarðskjálftaálags. Okkar bestu sér­ fræðingar skrifa svo íslenska viðauka við þá, sem herða á kröfum vegna séríslenskra aðstæðna. Þeir tryggja með öðrum orðum að hús eru byggð til að standast jarðskjálftaálag. Undanfarin tvö ár hefur staðið yfir endurskoðun 58 evrópskra þolhönnunarstaðla, þar af sex sem varða jarðskjálfta. Hún felur í sér kröfu um endur­ skoðun íslensku þjóðarviðaukanna líka til að tryggja að nýjasta þekking okkar eigin sérfræðinga rati inn í kröfukafla við þolhönnun íslenskra mannvirkja. Staðlaráð Íslands fer með verkefnið samkvæmt lögum. Það er hins vegar orðið verulegt áhyggjuefni hvað því hefur verið tekið af mikilli léttúð í ráðuneytum mannvirkjamála. Rúmum tveimur árum eftir að vinna hófst við verkefnið hefur fjármögnun verkefnastjórnar við það ekki verið tryggð. Eingöngu er um að ræða brot kostn­ aðar við verkefnið því sérfræðingar og fyrirtæki þeirra gefa vinnu sína og sérfræðiþekkingu. Það er eðli staðlastarfs. Að óbreyttu breytist því íslensk löggjöf þannig á komandi misserum að hér taka sjálfkrafa gildi grunnkröfur um þolhönnun mannvirkja án sérís­ lenskra krafna sem varða til dæmis jarðskjálfta, snjóálag eða vindálag. Þá getum við Linda og aðrar ömmur þessa lands farið að biðja bænirnar okkar. ■ Hæ, Sigurður Ingi Helga Sigrún Harðardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands ser@frettabladid.is Kvefpest Alveg á sama hátt og kóróna­ veiruskrattinn barst á svip­ stundu til Íslands frá skíðasvæð­ unum í Ölpunum í febrúar 2020 eru nú taldar vera yfirgnæfandi líkur á því að kvef pestarfjandi komi til landsins á næstu dögum og vikum þegar Íslendingar fara að skila sér frá sólarströndum Suður­Evrópu. Hitasvækjan þar í löndum hefur verið svo stæk og svaðaleg að heili stabbinn af sólarlandaförum hefur neyðst til að flýja strendur og útisvalir vegna bugunar og andnauðar. Og þá er ekkert um annað að ræða en að leita skjóls í loftræstum hótelherbergjum og snúa kælinguna í botn. Forkæling Æ fleiri dæmi heyrast af frón­ búum sem hafa forkælst vegna þessa – og bara hreint alveg ógur­ lega í mörgum tilvikum, en liðið hafi lagst á beddann, öfugum megin veggjar en það ætlaði sér – og legið þar í kuldahrolli og innkulsi allt til enda ferðarinnar. Eru sögur sagðar af því að varla hafi heyrst í hátalarakerfum flugstöðvanna vegna hósta, hryglna, korra og snörls þegar mannskapurinn hafi verið að tygja sig heim á leið eftir þessar líka ófarirnar. Má ætla að kvefpestar faraldur sé yfir­ vofandi á Íslandi á næstunni af þessum sökum. ■ Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is Hinsegin dagar eru gengnir í garð. Mörg ár eru síðan Hin­ segin dagar og auðvitað sér­ staklega gleðigangan sjálf, náði þeim árangri að vera ekki síður sigurganga en baráttuganga, oftast með tugum þúsunda þátttakenda sem mæta til að fagna fjölbreytileika mannlífsins. Þessi árlega hátíð hefur átt sinn þátt í því að samkynhneigðir teljast tæpast lengur til undirokaðs minnihlutahóps á Íslandi. Sam­ kynhneigðir komast hér til æðstu metorða, mennta sig, kaupa hús, eignast börn. Auð­ vitað verður fólk fyrir aðkasti, en í svo miklu minni mæli en margir aðrir minnihluta­ hópar sem hér búa. Þess vegna eru Hinsegin dagar svo frábærir með áherslu sinni á fjölbreytileikann því fjölbreytnin felst líka í þjóðerninu, húðlitnum, stjórnmálaskoð­ unum, trú og trúleysi. Nú bæta Hinsegin dagar um betur og blása til ráðstefnu sem hefst í Grófinni í dag og lýkur á morgun. Fjöldi áhugaverðra erinda eru auglýst og mörg þeirra geta, þegar að er gáð, leitt hugann að aðstæðum annarra minnihlutahópa. Eitt erindanna fjallar um samkynhneigð á landsbyggðinni. Hér er efni sem orðið hefur of mikið útund­ an í byggðaumræðunni. Það er fyrir löngu orðið bannað að tala um hvort og hve illa getur farið um minnihlutahópa í dreif býli, jafnvel þótt um þekkt alheimsvandamál sé að ræða. Hinsegin hreyfingin getur kennt okkur svo margt sem við eigum enn ólært. Til dæmis um lífsbaráttu hinsegin fólks sem yfirgaf átthagana og f lutti til Reykjavíkur, ýmist til að f lýja ofsóknir eða til að samein­ ast samfélagi fólks sem útilokað var að orðið gæti til í dreif býlinu. Sambærileg dæmi eru til um flóttafólk sem flúði til Íslands undan stríði og holað var niður úti á landi, jafn­ vel á mjög afskekktum stöðum. Fólki frá Úkraínu, Sýrlandi, Afganistan og Palestínu er tvístrað vítt og breitt um landið og jafnvel á staði sem eru svo afskekktir og fámennir að útilokað er að það geti átt myndarlegt samfélag saman, talað móðurmál sitt hvert við annað, iðkað trú sína saman og haldið menningu sína í heiðri hvert með öðru. Þótt samkynhneigðum hafi blessunarlega aldrei verið smalað með skipulegum hætti í litlum flokkum út á land, líkt og enn er tíðkað með aðra minnihlutahópa, geta þau kennt okkur sitthvað um reynslu sína af því að þurfa lífsnauðsynlega á fjölbreyttu sam­ félagi að halda í sínu nærumhverfi. ■ Gleðilega hátíð SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 3. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.